Skíðasvæðið Ischgl nú skilgreint sem áhættusvæði Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. mars 2020 11:14 Frá Ischgl. Vísir/Getty Skíðasvæðið Ischgl í Týrol í Austurríki hefur nú bæst í hóp skilgreindra áhættusvæða vegna kórónuveirunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. Sóttvarnarlæknir ræður Íslendingum nú frá ónauðsynlegum ferðum til Kína, Suður-Kóreu, Írans og Ítalíu, auk Ischgl. Átta af þeim 26 Íslendingum sem nú hafa greinst með kórónuveiruna voru á skíðum í Ischgl. Sjá einnig: Átta hinna smituðu voru á skíðum í Ischgl í Austurríki Þetta þýðir að allir sem hafa verið á skíðasvæðinu Ischgl frá 29. febrúar eru beðnir um að fara í 14 daga sóttkví og tilkynna það til sinnar heilsugæslu. Ef viðkomandi finnur fyrir flensulíkum einkennum á að hafa samband við Læknavaktina í síma 1700. Allir þeir sem verið hafa á svæðinu frá sama tíma, og eru auk þess með einkenni, eiga að hafa samband í síma 1700 og fara eftir leiðbeiningum þaðan um að fara í sýnatöku. Þeir sem hafa einkenni eiga að nota grímur og gæta allrar mögulegrar smitvarúðar. Sjá nánari upplýsingar um sóttkví í heimahúsi. Voru á ferð í tveimur hópum Líkt og áður sagði voru átta af þeim 26 Íslendingum sem nú hafa greinst með kórónuveiruna á skíðum í Ischgl og komu heim á sunnudaginn með vél Icelandair í Munchen. Hinir átján höfðu verið á skíðum á Norður-Ítalíu. Þeir átta sem hafa greinst eftir ferðalag til Ischgl voru á ferð í tveimur hópum. Hóparnir voru á skíðum á sama tíma og á sama skíðasvæði en ekki öll á sama hóteli. Einhverjir veitingastaðir tengja þó hópana saman. Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hefur opnað gagnagrunn fyrir Íslendinga erlendis sem óska eftir að vera á skráðir hjá utanríkisráðuneytinu og upplýstir um ferðaráð vegna COVID-19 veirunnar á meðan á dvöl þeirra stendur. Nýja kórónaveiran (COVID-19) hagar sér í sumu eins og inflúensa, einkenni eru svipuð og smitleiðir áþekkar. Einkenni eru helst hósti, hiti, bein- og vöðvaverkir, þreyta o.s.frv. Veiran getur valdið alvarlegum veikindum hjá þeim sem veikir eru fyrir og lýsir það sér með sýkingum í neðri öndunarfærum og lungnabólgu, sem koma oft fram sem öndunarerfiðleikar á 4.-8. degi veikinda. Almannavarnir Austurríki Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Áströlsk kona smituð eftir ferðalag til Íslands og Bretlands Áströlsk kona á fertugsaldri hefur greinst með kórónuveirusmit eftir ferðalag til Íslands og Bretlands. Hún sneri aftur til Perth í Vestur-Ástralíu á mánudaginn, eftir að hafa flogið um Dúbaí. 5. mars 2020 07:24 Lýstu yfir neyðarástandi í Kaliforníu Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Kalíforníuríki í Bandaríkjunum vegna kórónuveirunnar en í gær dó fyrsti Kaliforníubúinn úr sjúkdómnum, sjötíu og eins árs gamall maður í Sacramento. 5. mars 2020 08:04 Grái herinn í góðum gír þrátt fyrir kórónuveiru Þórunn Sveinbjörnsdóttir segir eldri borgara verða 45 þúsund í árslok og óttast ekki að kórónuveiran höggvi skörð í hópinn. 5. mars 2020 10:47 Mest lesið Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira
Skíðasvæðið Ischgl í Týrol í Austurríki hefur nú bæst í hóp skilgreindra áhættusvæða vegna kórónuveirunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. Sóttvarnarlæknir ræður Íslendingum nú frá ónauðsynlegum ferðum til Kína, Suður-Kóreu, Írans og Ítalíu, auk Ischgl. Átta af þeim 26 Íslendingum sem nú hafa greinst með kórónuveiruna voru á skíðum í Ischgl. Sjá einnig: Átta hinna smituðu voru á skíðum í Ischgl í Austurríki Þetta þýðir að allir sem hafa verið á skíðasvæðinu Ischgl frá 29. febrúar eru beðnir um að fara í 14 daga sóttkví og tilkynna það til sinnar heilsugæslu. Ef viðkomandi finnur fyrir flensulíkum einkennum á að hafa samband við Læknavaktina í síma 1700. Allir þeir sem verið hafa á svæðinu frá sama tíma, og eru auk þess með einkenni, eiga að hafa samband í síma 1700 og fara eftir leiðbeiningum þaðan um að fara í sýnatöku. Þeir sem hafa einkenni eiga að nota grímur og gæta allrar mögulegrar smitvarúðar. Sjá nánari upplýsingar um sóttkví í heimahúsi. Voru á ferð í tveimur hópum Líkt og áður sagði voru átta af þeim 26 Íslendingum sem nú hafa greinst með kórónuveiruna á skíðum í Ischgl og komu heim á sunnudaginn með vél Icelandair í Munchen. Hinir átján höfðu verið á skíðum á Norður-Ítalíu. Þeir átta sem hafa greinst eftir ferðalag til Ischgl voru á ferð í tveimur hópum. Hóparnir voru á skíðum á sama tíma og á sama skíðasvæði en ekki öll á sama hóteli. Einhverjir veitingastaðir tengja þó hópana saman. Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hefur opnað gagnagrunn fyrir Íslendinga erlendis sem óska eftir að vera á skráðir hjá utanríkisráðuneytinu og upplýstir um ferðaráð vegna COVID-19 veirunnar á meðan á dvöl þeirra stendur. Nýja kórónaveiran (COVID-19) hagar sér í sumu eins og inflúensa, einkenni eru svipuð og smitleiðir áþekkar. Einkenni eru helst hósti, hiti, bein- og vöðvaverkir, þreyta o.s.frv. Veiran getur valdið alvarlegum veikindum hjá þeim sem veikir eru fyrir og lýsir það sér með sýkingum í neðri öndunarfærum og lungnabólgu, sem koma oft fram sem öndunarerfiðleikar á 4.-8. degi veikinda.
Almannavarnir Austurríki Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Áströlsk kona smituð eftir ferðalag til Íslands og Bretlands Áströlsk kona á fertugsaldri hefur greinst með kórónuveirusmit eftir ferðalag til Íslands og Bretlands. Hún sneri aftur til Perth í Vestur-Ástralíu á mánudaginn, eftir að hafa flogið um Dúbaí. 5. mars 2020 07:24 Lýstu yfir neyðarástandi í Kaliforníu Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Kalíforníuríki í Bandaríkjunum vegna kórónuveirunnar en í gær dó fyrsti Kaliforníubúinn úr sjúkdómnum, sjötíu og eins árs gamall maður í Sacramento. 5. mars 2020 08:04 Grái herinn í góðum gír þrátt fyrir kórónuveiru Þórunn Sveinbjörnsdóttir segir eldri borgara verða 45 þúsund í árslok og óttast ekki að kórónuveiran höggvi skörð í hópinn. 5. mars 2020 10:47 Mest lesið Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira
Áströlsk kona smituð eftir ferðalag til Íslands og Bretlands Áströlsk kona á fertugsaldri hefur greinst með kórónuveirusmit eftir ferðalag til Íslands og Bretlands. Hún sneri aftur til Perth í Vestur-Ástralíu á mánudaginn, eftir að hafa flogið um Dúbaí. 5. mars 2020 07:24
Lýstu yfir neyðarástandi í Kaliforníu Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Kalíforníuríki í Bandaríkjunum vegna kórónuveirunnar en í gær dó fyrsti Kaliforníubúinn úr sjúkdómnum, sjötíu og eins árs gamall maður í Sacramento. 5. mars 2020 08:04
Grái herinn í góðum gír þrátt fyrir kórónuveiru Þórunn Sveinbjörnsdóttir segir eldri borgara verða 45 þúsund í árslok og óttast ekki að kórónuveiran höggvi skörð í hópinn. 5. mars 2020 10:47