Starfsmaður Landspítalans með kórónuveiruna Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. mars 2020 19:03 Frá upplýsingafundi um veiruna í dag. vísir/vilhelm Fimm ný tilfelli af kórónuveirunni voru greind í dag og eru staðfest smit hér á landi því orðin fjórtán. Allir smituðust erlendis, ellefu komu í flugi frá Veróna og þrír frá München eftir skíðaferð í Austurríki. Fólkið er í einangrun en ekki alvarlega veikt. Einn þeirra smituðu starfar á Landspítalanaum og eru nú um tuttugu starfsmenn spítalans í sóttkví. Yfirmaður smitsjúkdóma hefur áhyggjur af því að veiran lami starfsemina. Á blaðamannafundi almannavarna kom fram að hættumat vegna kórónuveirunnar gengi út frá því að faraldurinn muni ganga yfir á nokkrum vikum; sem gætu til dæmis verið átta til tólf. „Við eigum eftir að vera hérna að tala saman og fara yfir þessa hluti í einhverja mánuði,“ sagði Víðir Reynisson, deildarstjóri hjá almannavörnum á fundinum í dag. Sálfræðingur Rauða krossins sagði heilbrigðan kvíða gagnlegan að vissu leyti. Fólk fylgi þá frekar gefnum fyrirmælum. Mikilvægt væri þó að halda ró gagnvart börnum. „Það er alveg nóg að börn viti að það sé eitthvað hræðilegt í gangi en hvað þá að mamma og pabbi eða annað fullorðið fólk í kring sé alveg að fara á límingunum. Þá er þeirra öryggi farið,“ sagði Jóhann Thoroddsen, sálfræðingur á fundinum í dag. Yfir þrjú hundruð manns eru nú í sóttkví. Talið er að búið sé að ná til allra Íslendinga sem hafa verið að koma frá áhættusvæðum. Aðrir í sóttkví eru þeir sem teljast útsettir fyrir smiti. Í því felst að einstaklingur hafi verið í innan við eins til tveggja metra fjarlægð við staðfest smit í meira en korter. Heimsóknir verða takmarkaðar vegna kórónuveirunnar. Á meðal þeirra sem eru í sóttkví eru læknar og hjúkrunarfræðingar sem starfa á Landspítalanum og voru í skíðaferð. „Það eru um og yfir 20 starfsmenn nú þegar í sóttkví. Við höfum verið að greina veirusýkingar og langflestir eru með eitthvað annað en COVID-19. En þó er starfsmaður sem er með staðfest smit og er í einangrun,“ segir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum. Sá mætti ekki til vinnu eftir heimkomu en vel er fylgst með heilsu allra starfsmanna. Starfsfólk hefur raunar verið beðið um að fresta ferðalögum enda segir Már útbreiðslu meðal starfsfólks helsta áhyggjuefnið. Sem að gæti þá lamað starfsemi spítalans. „Við höfum séð dæmi um það frá Osló til dæmis að heilu sjúkrahúsin hafa verið í mikilli rekstraráhættu bara vegna veikinda starfsfólks,“ segir Már. Til að draga úr áhættu fyrir starfsfólk og sjúklinga verða heimsóknir takmarkaðar. „Við biðlum til fólks sem er með öndunarfæraeinkenni að koma alls ekki inn á sjúkrastofnanir og heldur ekki að heimsækja ættingja á öldunarstofnunum,“ segir Már. „Við viljum hafa stjórn á því hverjir eru að koma inn á spítalann þannig við missum þetta ekki úr böndunum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sjá meira
Fimm ný tilfelli af kórónuveirunni voru greind í dag og eru staðfest smit hér á landi því orðin fjórtán. Allir smituðust erlendis, ellefu komu í flugi frá Veróna og þrír frá München eftir skíðaferð í Austurríki. Fólkið er í einangrun en ekki alvarlega veikt. Einn þeirra smituðu starfar á Landspítalanaum og eru nú um tuttugu starfsmenn spítalans í sóttkví. Yfirmaður smitsjúkdóma hefur áhyggjur af því að veiran lami starfsemina. Á blaðamannafundi almannavarna kom fram að hættumat vegna kórónuveirunnar gengi út frá því að faraldurinn muni ganga yfir á nokkrum vikum; sem gætu til dæmis verið átta til tólf. „Við eigum eftir að vera hérna að tala saman og fara yfir þessa hluti í einhverja mánuði,“ sagði Víðir Reynisson, deildarstjóri hjá almannavörnum á fundinum í dag. Sálfræðingur Rauða krossins sagði heilbrigðan kvíða gagnlegan að vissu leyti. Fólk fylgi þá frekar gefnum fyrirmælum. Mikilvægt væri þó að halda ró gagnvart börnum. „Það er alveg nóg að börn viti að það sé eitthvað hræðilegt í gangi en hvað þá að mamma og pabbi eða annað fullorðið fólk í kring sé alveg að fara á límingunum. Þá er þeirra öryggi farið,“ sagði Jóhann Thoroddsen, sálfræðingur á fundinum í dag. Yfir þrjú hundruð manns eru nú í sóttkví. Talið er að búið sé að ná til allra Íslendinga sem hafa verið að koma frá áhættusvæðum. Aðrir í sóttkví eru þeir sem teljast útsettir fyrir smiti. Í því felst að einstaklingur hafi verið í innan við eins til tveggja metra fjarlægð við staðfest smit í meira en korter. Heimsóknir verða takmarkaðar vegna kórónuveirunnar. Á meðal þeirra sem eru í sóttkví eru læknar og hjúkrunarfræðingar sem starfa á Landspítalanum og voru í skíðaferð. „Það eru um og yfir 20 starfsmenn nú þegar í sóttkví. Við höfum verið að greina veirusýkingar og langflestir eru með eitthvað annað en COVID-19. En þó er starfsmaður sem er með staðfest smit og er í einangrun,“ segir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum. Sá mætti ekki til vinnu eftir heimkomu en vel er fylgst með heilsu allra starfsmanna. Starfsfólk hefur raunar verið beðið um að fresta ferðalögum enda segir Már útbreiðslu meðal starfsfólks helsta áhyggjuefnið. Sem að gæti þá lamað starfsemi spítalans. „Við höfum séð dæmi um það frá Osló til dæmis að heilu sjúkrahúsin hafa verið í mikilli rekstraráhættu bara vegna veikinda starfsfólks,“ segir Már. Til að draga úr áhættu fyrir starfsfólk og sjúklinga verða heimsóknir takmarkaðar. „Við biðlum til fólks sem er með öndunarfæraeinkenni að koma alls ekki inn á sjúkrastofnanir og heldur ekki að heimsækja ættingja á öldunarstofnunum,“ segir Már. „Við viljum hafa stjórn á því hverjir eru að koma inn á spítalann þannig við missum þetta ekki úr böndunum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sjá meira