Alvarlegt slys á byggingasvæði við Sunnukrika Jóhann K. Jóhannsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 3. mars 2020 14:56 Fjöldi viðbragðsaðila eru á vettvangi, meðal annars slökkviliðsmenn sem voru á rústabjörgunarnámskeiði þegar útkallið barst. Vísir/Vilhelm Alvarlegt slys varð á byggingarsvæði við Sunnukrika í Mosfellsbæ á þriðja tímanum í dag. Að sögn Valgarðs Valgarðssonar, aðalvarðstjóra hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, féll gólfplata í byggingu sem verið er að reisa í götunni. Að sögn Valgarðs voru tveir menn við vinnu sem lentu undir gólfinu sem er að líkindum steypt gólfplata. Hafsteinn Halldórsson, aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, segir tilkynninguna sem barst á þriðja tímanum ekki hafa hljómað vel. Talað hafi verið um fjölda slasaðra eftir að steypt loft hefði hrunið og einhver væri mögulega undir rústunum. Fjöldi sjúkrabíla er mættur á vettvang auk slökkviliðsbíla og fulltrúa lögreglu.Vísir/JóiK „Fórnarlömbin reyndust tvö. Annað er farið á spítala og vinnan núna felst í því að komast að þeim sem er inni og undir þessum rústum.“ Nú sé unnið að því að tryggja aðstæður þannig að öryggi viðbragðsaðila sé í lagi áður en haldið verði inn. „Byggingin er ekki traust eins og er en við erum að tryggja aðstæður.“ Fjöldi viðbragðsaðila sinnir vinnu á vettvangi.Vísir/JóiK Hafsteinn telur að um þrjátíu manns séu við störf á vettvangi. „Það hittir þannig á að það var rústabjörgunarnámskeið hjá slökkviliðinu í gangi þannig að þau brugðust skjótt við og komu með allan sinn mannskap,“ segir Hafsteinn. Áfallateymi frá Rauða krossinum hefur verið ræst vegna slyssins. Eftir því sem fréttastofa kemst næst á byggingin að hýsa heilsugæsluna í Mosfellsbæ. Lögregla segir í tilkynningu á fimmta tímanum að ekki sé hægt að veita upplýsingar um ástand mannanna að svo stöddu. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 16:39. Byggingin þar sem slysið varð.Vísir/Vilhelm Slökkviliðsmenn á vettvangi í dag.Vísir/Vilhelm Mosfellsbær Sjúkraflutningar Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Sjá meira
Alvarlegt slys varð á byggingarsvæði við Sunnukrika í Mosfellsbæ á þriðja tímanum í dag. Að sögn Valgarðs Valgarðssonar, aðalvarðstjóra hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, féll gólfplata í byggingu sem verið er að reisa í götunni. Að sögn Valgarðs voru tveir menn við vinnu sem lentu undir gólfinu sem er að líkindum steypt gólfplata. Hafsteinn Halldórsson, aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, segir tilkynninguna sem barst á þriðja tímanum ekki hafa hljómað vel. Talað hafi verið um fjölda slasaðra eftir að steypt loft hefði hrunið og einhver væri mögulega undir rústunum. Fjöldi sjúkrabíla er mættur á vettvang auk slökkviliðsbíla og fulltrúa lögreglu.Vísir/JóiK „Fórnarlömbin reyndust tvö. Annað er farið á spítala og vinnan núna felst í því að komast að þeim sem er inni og undir þessum rústum.“ Nú sé unnið að því að tryggja aðstæður þannig að öryggi viðbragðsaðila sé í lagi áður en haldið verði inn. „Byggingin er ekki traust eins og er en við erum að tryggja aðstæður.“ Fjöldi viðbragðsaðila sinnir vinnu á vettvangi.Vísir/JóiK Hafsteinn telur að um þrjátíu manns séu við störf á vettvangi. „Það hittir þannig á að það var rústabjörgunarnámskeið hjá slökkviliðinu í gangi þannig að þau brugðust skjótt við og komu með allan sinn mannskap,“ segir Hafsteinn. Áfallateymi frá Rauða krossinum hefur verið ræst vegna slyssins. Eftir því sem fréttastofa kemst næst á byggingin að hýsa heilsugæsluna í Mosfellsbæ. Lögregla segir í tilkynningu á fimmta tímanum að ekki sé hægt að veita upplýsingar um ástand mannanna að svo stöddu. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 16:39. Byggingin þar sem slysið varð.Vísir/Vilhelm Slökkviliðsmenn á vettvangi í dag.Vísir/Vilhelm
Mosfellsbær Sjúkraflutningar Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Sjá meira