Tvö síðustu ár sýna að Íslendingar ættu að róa sig Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. mars 2020 11:30 Netta Barzilai sigraði í Lissabon árið 2018 og Duncan Laurcene fór með sigur af hólmi í Tel Aviv. Lögin þeirra litu ekki dagsins ljós fyrr en í mars. Vísir/epa Íslendingar sem þegar eru farnir að leigja út íbúðirnar sínar fyrir yfirvofandi Eurovision-keppni á Íslandi á næsta ári ættu að anda aðeins með nefinu. Þó svo að Daði Freyr og Gagnamagnið teljist þessa stundina líklegasti sigurvegari keppninnar í ár að mati veðbanka, sem jafnan eru sannspáir, á enn margt eftir að skýrast áður en fyrstu keppendur stíga á svið í Rotterdam þann 12. maí næstkomandi. Sé mið tekið af síðustu tveimur árum gæti sigurvegarinn enn ekki verið kominn fram. Það tók Gagnamagnið ekki nema rúman sólarhring að ná efsta sætinu í veðbönkum eftir að það var tilkynnt sem sigurvegari Söngvakeppninnar á laugardagskvöld. Með því steyptu Íslendingar framlagi Litháens af stóli sem hafði fram að síðustu helgi stolið fyrirsögnum og athygli Evrópu fyrir líflegt lag og enn líflegri dansspor. Rússar komu síðan sem stormsveipur inn í keppnina í gær og eru strax taldir líklegir til að sigra eftir að ljóst varð að ofursveitin Little Big verður framlag Rússlands í ár.Ef mið er tekið af aðdraganda tveggja síðustu Eurovision-keppna ættu Íslendingar, Litháar og Rússar þó að doka aðeins áður þeir fagna sigri. Sigurvegarar síðustu tveggja ára, Hollendingurinn Duncan Laurence og hin ísraelska Netta, voru ekki búin að kynna framlög sín á þessum tímapunkti og því ljóst að margt getur enn breyst á næstu vikum. Hollendingurinn fljúgandi Hollenska ríkissjónvarpið gaf það út að Laurence yrði fulltrúi þjóðar sinnar þann 21. janúar. Þó svo að ekki væri vitað hvaða lag hann myndi flytja var honum spáð ágætis gengi framan af, um miðjan febrúar var hann t.a.m. í sjöunda sæti í veðbönkum. Það snarbreyttist þegar lag hans, Arcade, var opinberað 7. mars.Þá skutust Hollendingar upp í fyrsta sæti veðbanka, sigurlíkur þeirra voru taldar rúmlega 20 prósent og héldu þeir foyrstu sinni allt þangað til að Laurence tók við glerhljóðnemanum úr höndum Nettu í Tel Aviv. Netta sem átti að rústa Sú ísraelska átti svipuðu gengi að fagna árið 2018. Eftir langt og strangt undanferli ákváðu Ísraelar í febrúar árið 2018 að senda Nettu Barzilai til Lissabon, án þess þó að vera með lag í höndunum. Veðbankar höfðu þó sæmilega trú á henni eftir vaska framgöngu í ísraelsku Söngvakeppnnni og töldu jafnvel að hún yrði meðal 10 efstu þegar til Portúgals væri komið. Það var hins vegar enginn vafi í hugum veðbanka þegar lag hennar, Toy, var kynnt til leiks þann 11. mars. Þá ruku sigurlíkur hennar upp og voru önnur lönd talin eiga litla möguleika í samanburði. „Konan sem á að rústa Eurovision“ var enda fyrirsögnin á frétt Vísis þegar Netta var kynnt til leiks. Sigurvegarinn á leiðinni? Sama staða gæti verið uppi nú enda eiga fjölmargar þjóðir eftir að kynna lag sitt til leiks, þeirra á meðal eru nokkrar þungavigtareuroþjóðir. Nægir þar að nefna fyrrnefnda Rússa með sveitina Little Big sem nú þegar eru í þriðja sæti. Þá eiga Svíar, Svisslendingar, Danir, Írar, Portúgalir, Finnar og San Marínómenn einnig eftir að frumsýna lögin sín. Því er ljóst að enn á mikið eftir að gerast áður en Daði og Gagnamagnið stíga á svið á síðara undankvöldinu í Rotterdam þann 14. maí. Eurovision Holland Ísrael Tengdar fréttir Lagið sem mun keppa við Daða um dans-, flipp-, og grínatkvæðin í Eurovision Daði og Gagnamagnið báru sigur úr býtum á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í gærkvöldi um lag þeirra, Think About Things, verða framlag Íslands í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem fram fer í Rotterdam í Hollandi í maí næstkomandi. 1. mars 2020 11:11 Daði og gagnamagnið talin sigurstranglegust Ekki nema 1,9 prósenta stuðull á að Think About Things sigri. 25. febrúar 2020 12:54 Rússar sækja hart að Daða Þó svo að Rússar hafi ekki ennþá valið hvaða lag verður þeirra framlag í Eurovision í ár er ljóst að flytjandi þess mun veita Daða harða samkeppni. 3. mars 2020 08:37 Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Fleiri fréttir Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Sjá meira
Íslendingar sem þegar eru farnir að leigja út íbúðirnar sínar fyrir yfirvofandi Eurovision-keppni á Íslandi á næsta ári ættu að anda aðeins með nefinu. Þó svo að Daði Freyr og Gagnamagnið teljist þessa stundina líklegasti sigurvegari keppninnar í ár að mati veðbanka, sem jafnan eru sannspáir, á enn margt eftir að skýrast áður en fyrstu keppendur stíga á svið í Rotterdam þann 12. maí næstkomandi. Sé mið tekið af síðustu tveimur árum gæti sigurvegarinn enn ekki verið kominn fram. Það tók Gagnamagnið ekki nema rúman sólarhring að ná efsta sætinu í veðbönkum eftir að það var tilkynnt sem sigurvegari Söngvakeppninnar á laugardagskvöld. Með því steyptu Íslendingar framlagi Litháens af stóli sem hafði fram að síðustu helgi stolið fyrirsögnum og athygli Evrópu fyrir líflegt lag og enn líflegri dansspor. Rússar komu síðan sem stormsveipur inn í keppnina í gær og eru strax taldir líklegir til að sigra eftir að ljóst varð að ofursveitin Little Big verður framlag Rússlands í ár.Ef mið er tekið af aðdraganda tveggja síðustu Eurovision-keppna ættu Íslendingar, Litháar og Rússar þó að doka aðeins áður þeir fagna sigri. Sigurvegarar síðustu tveggja ára, Hollendingurinn Duncan Laurence og hin ísraelska Netta, voru ekki búin að kynna framlög sín á þessum tímapunkti og því ljóst að margt getur enn breyst á næstu vikum. Hollendingurinn fljúgandi Hollenska ríkissjónvarpið gaf það út að Laurence yrði fulltrúi þjóðar sinnar þann 21. janúar. Þó svo að ekki væri vitað hvaða lag hann myndi flytja var honum spáð ágætis gengi framan af, um miðjan febrúar var hann t.a.m. í sjöunda sæti í veðbönkum. Það snarbreyttist þegar lag hans, Arcade, var opinberað 7. mars.Þá skutust Hollendingar upp í fyrsta sæti veðbanka, sigurlíkur þeirra voru taldar rúmlega 20 prósent og héldu þeir foyrstu sinni allt þangað til að Laurence tók við glerhljóðnemanum úr höndum Nettu í Tel Aviv. Netta sem átti að rústa Sú ísraelska átti svipuðu gengi að fagna árið 2018. Eftir langt og strangt undanferli ákváðu Ísraelar í febrúar árið 2018 að senda Nettu Barzilai til Lissabon, án þess þó að vera með lag í höndunum. Veðbankar höfðu þó sæmilega trú á henni eftir vaska framgöngu í ísraelsku Söngvakeppnnni og töldu jafnvel að hún yrði meðal 10 efstu þegar til Portúgals væri komið. Það var hins vegar enginn vafi í hugum veðbanka þegar lag hennar, Toy, var kynnt til leiks þann 11. mars. Þá ruku sigurlíkur hennar upp og voru önnur lönd talin eiga litla möguleika í samanburði. „Konan sem á að rústa Eurovision“ var enda fyrirsögnin á frétt Vísis þegar Netta var kynnt til leiks. Sigurvegarinn á leiðinni? Sama staða gæti verið uppi nú enda eiga fjölmargar þjóðir eftir að kynna lag sitt til leiks, þeirra á meðal eru nokkrar þungavigtareuroþjóðir. Nægir þar að nefna fyrrnefnda Rússa með sveitina Little Big sem nú þegar eru í þriðja sæti. Þá eiga Svíar, Svisslendingar, Danir, Írar, Portúgalir, Finnar og San Marínómenn einnig eftir að frumsýna lögin sín. Því er ljóst að enn á mikið eftir að gerast áður en Daði og Gagnamagnið stíga á svið á síðara undankvöldinu í Rotterdam þann 14. maí.
Eurovision Holland Ísrael Tengdar fréttir Lagið sem mun keppa við Daða um dans-, flipp-, og grínatkvæðin í Eurovision Daði og Gagnamagnið báru sigur úr býtum á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í gærkvöldi um lag þeirra, Think About Things, verða framlag Íslands í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem fram fer í Rotterdam í Hollandi í maí næstkomandi. 1. mars 2020 11:11 Daði og gagnamagnið talin sigurstranglegust Ekki nema 1,9 prósenta stuðull á að Think About Things sigri. 25. febrúar 2020 12:54 Rússar sækja hart að Daða Þó svo að Rússar hafi ekki ennþá valið hvaða lag verður þeirra framlag í Eurovision í ár er ljóst að flytjandi þess mun veita Daða harða samkeppni. 3. mars 2020 08:37 Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Fleiri fréttir Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Sjá meira
Lagið sem mun keppa við Daða um dans-, flipp-, og grínatkvæðin í Eurovision Daði og Gagnamagnið báru sigur úr býtum á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í gærkvöldi um lag þeirra, Think About Things, verða framlag Íslands í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem fram fer í Rotterdam í Hollandi í maí næstkomandi. 1. mars 2020 11:11
Daði og gagnamagnið talin sigurstranglegust Ekki nema 1,9 prósenta stuðull á að Think About Things sigri. 25. febrúar 2020 12:54
Rússar sækja hart að Daða Þó svo að Rússar hafi ekki ennþá valið hvaða lag verður þeirra framlag í Eurovision í ár er ljóst að flytjandi þess mun veita Daða harða samkeppni. 3. mars 2020 08:37