Viktor Þór hvetur karla til að fara að prjóna Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. mars 2020 19:30 Það skemmtilegasta sem Viktor Þór Reynisson í Grindavík gerir er að sitja í hægindastólnum sínum og prjóna lopapeysur. Þá segir hann prjónaskapinn hafa róandi áhrif á sig á tímum kórónaveirunnar. Það er gaman að koma á heimili Viktors og Önnu Kristínar í Grindavík og sjá allt handverkið á borðinu, sem Viktor hefur prjónað. Fallegar lopapeysur og húfur. „Þetta er bara gaman, það er betra að hafa þetta heldur en ekki neitt. Ég er mjög stoltur af mér að standa í þessu, ég vildi bara að það væru fleiri karlar í þessu að prjóna, maður verður að reyna að koma af stað einhverjum klúbb hér í Grindavík, sjá hvað gerist“, segir Viktor Þór. Lopapeysurnar og húfurnar hjá Viktori Þór eru virkilega fallegar. Hann prjónar aðallega eftir pöntunum frá vinum og vandamönnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Viktor Þór og Anna Kristín, eiginkona hans prjóna mikið saman og sækja öll prjónakvöld sem þau komast á og hafa farið á prjónahátíðir í útlöndum. En hvað er Viktor Þór lengi að prjóna lopapeysu? „Það fer bara alveg eftir því hvað ég er iðinn, ég er alveg upp í sex vikur og upp í fimm mánuði, eins og eina peysuna, sem ég gerði með munstri frá Hjaltlandseyjum, það tók mig fimm mánuði. Anna Kristín er að sjálfsögðu mjög stolt af sínum manni enda kenndi hún honum að prjóna 2018. „Jú, ég er mjög stolt af honum, hann tók þetta með glæsibrag þegar hann byrjaði og hefur gert mjög vel og handverkið eftir hann er mjög fallegt“, segir hún. Anna Kristín og Viktor Þór einbeitt við prjónaskapinn en þau prjóna mjög mikið saman og nota þá tímann til að spjalla saman um daginn og veginn.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Viktor segir að nú sé upplagt fyrir alla karla að byrja að læra að prjóna því þá gleymi þeir um leið öllu veseninu í kringum kórónaveiruna, prjónaskapurinn veiti svo mikla hugarró og sé á við góðan jógatíma. „Já, þetta skiptir gríðarlegu málin fyrir hausinn á manni að geta einbeitt sér að einhverju öðru heldur en heimsins málum“, segir Viktor Þór. Föndur Grindavík Grín og gaman Prjónaskapur Handverk Mest lesið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira
Það skemmtilegasta sem Viktor Þór Reynisson í Grindavík gerir er að sitja í hægindastólnum sínum og prjóna lopapeysur. Þá segir hann prjónaskapinn hafa róandi áhrif á sig á tímum kórónaveirunnar. Það er gaman að koma á heimili Viktors og Önnu Kristínar í Grindavík og sjá allt handverkið á borðinu, sem Viktor hefur prjónað. Fallegar lopapeysur og húfur. „Þetta er bara gaman, það er betra að hafa þetta heldur en ekki neitt. Ég er mjög stoltur af mér að standa í þessu, ég vildi bara að það væru fleiri karlar í þessu að prjóna, maður verður að reyna að koma af stað einhverjum klúbb hér í Grindavík, sjá hvað gerist“, segir Viktor Þór. Lopapeysurnar og húfurnar hjá Viktori Þór eru virkilega fallegar. Hann prjónar aðallega eftir pöntunum frá vinum og vandamönnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Viktor Þór og Anna Kristín, eiginkona hans prjóna mikið saman og sækja öll prjónakvöld sem þau komast á og hafa farið á prjónahátíðir í útlöndum. En hvað er Viktor Þór lengi að prjóna lopapeysu? „Það fer bara alveg eftir því hvað ég er iðinn, ég er alveg upp í sex vikur og upp í fimm mánuði, eins og eina peysuna, sem ég gerði með munstri frá Hjaltlandseyjum, það tók mig fimm mánuði. Anna Kristín er að sjálfsögðu mjög stolt af sínum manni enda kenndi hún honum að prjóna 2018. „Jú, ég er mjög stolt af honum, hann tók þetta með glæsibrag þegar hann byrjaði og hefur gert mjög vel og handverkið eftir hann er mjög fallegt“, segir hún. Anna Kristín og Viktor Þór einbeitt við prjónaskapinn en þau prjóna mjög mikið saman og nota þá tímann til að spjalla saman um daginn og veginn.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Viktor segir að nú sé upplagt fyrir alla karla að byrja að læra að prjóna því þá gleymi þeir um leið öllu veseninu í kringum kórónaveiruna, prjónaskapurinn veiti svo mikla hugarró og sé á við góðan jógatíma. „Já, þetta skiptir gríðarlegu málin fyrir hausinn á manni að geta einbeitt sér að einhverju öðru heldur en heimsins málum“, segir Viktor Þór.
Föndur Grindavík Grín og gaman Prjónaskapur Handverk Mest lesið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira