Sjö smituð á Hótel Rangá Sylvía Hall skrifar 21. ágúst 2020 12:27 Einstaklingarnir sem reyndust smitaðir tengjast ekki að öðru leyti en að þeir voru allir á hótelinu. Hótel Rangá. Sex gestir og einn starfsmaður á Hótel Rangá reyndust smitaðir af kórónuveirunni og hefur hótelinu verið lokað. Ríkisstjórnin snæddi kvöldverð á hótelinu á þriðjudag og mun nú fara í tvöfalda skimun og viðhafa smitgát. Heilbrigðis- og félagsmálaráðherra voru þó ekki með í för og þurfa því ekki í skimun. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir gesti á hótelinu hafa ýmist verið skikkaða í sóttkví eða skimun. Það fari eftir því hversu útsett fólk er talið vera fyrir smiti en ekki er talið líklegt að ríkisstjórnin sé smituð. „Starfsfólkið sem þjónustaði ríkisstjórnina hefur ekki mælst jákvætt. Við setjum þá í fjórtán daga sóttkví sem eru klárlega útsettir, sem er talsverður fjöldi. Síðan höfum við verið að setja annan hóp í skimun sem er svona utan við,“ segir Víðir í samtali við fréttastofu. Ríkisstjórnin fundaði á Hellu á þriðjudag. Stjórnarráðið „Ef við teldum einhverjar líkur á því væru þau í sóttkví, en þetta er hluti af þessari öryggisráðstöfun og þessari markmiðasettu skimun sem við höfum verið með.“ Hann segir ríkisstjórnina hafa fylgt ströngum sóttvarnareglum til þessa. Sérstaklega sé gætt að smitvörnum milli ráðherranna og frá upphafi hafi sérstaklega verið hugað að því. „Ríkisstjórnin þarf að hittast til þess að funda. Það er ekki hægt að hafa ríkisstjórnarfundi án þess að ríkisstjórnin komi saman,“ segir Víðir. Veira af sama stofni og sú sem er í samfélaginu Að sögn Víðis er búið að raðgreina nokkur smit og benda niðurstöðurnar til þess að sú veira sem gestir og starfsmaðurinn eru smitaðir af sé af sama stofni og veiran sem hefur verið í útbreiðslu í samfélaginu. Einstaklingarnir tengjast ekki að öðru leyti en að þau voru á hótelinu á sama tíma. „Stór hluti starfsfólksins er komið í sóttkví vegna tengsla við gestina. Það er staðan eins og er.“ Tíu smit greindust innanlands í gær og var aðeins helmingur í sóttkví við greiningu. Víðir segir fjöldann ekki hafa komið á óvart þar sem veiran er fljót að dreifa úr sér ef einstaklingar reynast smitaðir. „Við höldum að þetta sé nákvæmlega það sem við má búast. Veiran er bráðsmitandi og þegar hún kemst inn í einhverja hópa sem eiga mikil samskipti, jafnvel þó þeir séu ótengdir, þá gerist þetta mjög hratt. Það eru einstaklingar sem geta verið mjög smitandi og þetta dreifist mjög hratt úr sér og hefur víðtæk áhrif. Þetta eru hlutir sem við höfum séð og munum sjá aftur.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Rangárþing ytra Tengdar fréttir Tíu innanlandssmit í gær Tíu ný smit bætast við innanlands. 21. ágúst 2020 10:59 Smit hjá starfsmanni hótels þar sem ríkisstjórnin borðaði Starfsmaður hótels á Suðurlandi, þar sem ráðherrar ríkisstjórnarinnar dvöldust í hádeginu á þriðjudag, greindist með kórónuveiruna í dag. Starfsmaðurinn var ekki að þjónusta ráðherrana þar sem þeir snæddu. 20. ágúst 2020 22:30 Ríkisstjórnin í skimun eftir smit á Hótel Rangá Ráðherrar ríkisstjórnarinnar munu fara í tvöfalda skimun og viðhafa smitgát 21. ágúst 2020 11:17 Mest lesið Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fleiri fréttir Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Sjá meira
Sex gestir og einn starfsmaður á Hótel Rangá reyndust smitaðir af kórónuveirunni og hefur hótelinu verið lokað. Ríkisstjórnin snæddi kvöldverð á hótelinu á þriðjudag og mun nú fara í tvöfalda skimun og viðhafa smitgát. Heilbrigðis- og félagsmálaráðherra voru þó ekki með í för og þurfa því ekki í skimun. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir gesti á hótelinu hafa ýmist verið skikkaða í sóttkví eða skimun. Það fari eftir því hversu útsett fólk er talið vera fyrir smiti en ekki er talið líklegt að ríkisstjórnin sé smituð. „Starfsfólkið sem þjónustaði ríkisstjórnina hefur ekki mælst jákvætt. Við setjum þá í fjórtán daga sóttkví sem eru klárlega útsettir, sem er talsverður fjöldi. Síðan höfum við verið að setja annan hóp í skimun sem er svona utan við,“ segir Víðir í samtali við fréttastofu. Ríkisstjórnin fundaði á Hellu á þriðjudag. Stjórnarráðið „Ef við teldum einhverjar líkur á því væru þau í sóttkví, en þetta er hluti af þessari öryggisráðstöfun og þessari markmiðasettu skimun sem við höfum verið með.“ Hann segir ríkisstjórnina hafa fylgt ströngum sóttvarnareglum til þessa. Sérstaklega sé gætt að smitvörnum milli ráðherranna og frá upphafi hafi sérstaklega verið hugað að því. „Ríkisstjórnin þarf að hittast til þess að funda. Það er ekki hægt að hafa ríkisstjórnarfundi án þess að ríkisstjórnin komi saman,“ segir Víðir. Veira af sama stofni og sú sem er í samfélaginu Að sögn Víðis er búið að raðgreina nokkur smit og benda niðurstöðurnar til þess að sú veira sem gestir og starfsmaðurinn eru smitaðir af sé af sama stofni og veiran sem hefur verið í útbreiðslu í samfélaginu. Einstaklingarnir tengjast ekki að öðru leyti en að þau voru á hótelinu á sama tíma. „Stór hluti starfsfólksins er komið í sóttkví vegna tengsla við gestina. Það er staðan eins og er.“ Tíu smit greindust innanlands í gær og var aðeins helmingur í sóttkví við greiningu. Víðir segir fjöldann ekki hafa komið á óvart þar sem veiran er fljót að dreifa úr sér ef einstaklingar reynast smitaðir. „Við höldum að þetta sé nákvæmlega það sem við má búast. Veiran er bráðsmitandi og þegar hún kemst inn í einhverja hópa sem eiga mikil samskipti, jafnvel þó þeir séu ótengdir, þá gerist þetta mjög hratt. Það eru einstaklingar sem geta verið mjög smitandi og þetta dreifist mjög hratt úr sér og hefur víðtæk áhrif. Þetta eru hlutir sem við höfum séð og munum sjá aftur.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Rangárþing ytra Tengdar fréttir Tíu innanlandssmit í gær Tíu ný smit bætast við innanlands. 21. ágúst 2020 10:59 Smit hjá starfsmanni hótels þar sem ríkisstjórnin borðaði Starfsmaður hótels á Suðurlandi, þar sem ráðherrar ríkisstjórnarinnar dvöldust í hádeginu á þriðjudag, greindist með kórónuveiruna í dag. Starfsmaðurinn var ekki að þjónusta ráðherrana þar sem þeir snæddu. 20. ágúst 2020 22:30 Ríkisstjórnin í skimun eftir smit á Hótel Rangá Ráðherrar ríkisstjórnarinnar munu fara í tvöfalda skimun og viðhafa smitgát 21. ágúst 2020 11:17 Mest lesið Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fleiri fréttir Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Sjá meira
Smit hjá starfsmanni hótels þar sem ríkisstjórnin borðaði Starfsmaður hótels á Suðurlandi, þar sem ráðherrar ríkisstjórnarinnar dvöldust í hádeginu á þriðjudag, greindist með kórónuveiruna í dag. Starfsmaðurinn var ekki að þjónusta ráðherrana þar sem þeir snæddu. 20. ágúst 2020 22:30
Ríkisstjórnin í skimun eftir smit á Hótel Rangá Ráðherrar ríkisstjórnarinnar munu fara í tvöfalda skimun og viðhafa smitgát 21. ágúst 2020 11:17