Sjö smituð á Hótel Rangá Sylvía Hall skrifar 21. ágúst 2020 12:27 Einstaklingarnir sem reyndust smitaðir tengjast ekki að öðru leyti en að þeir voru allir á hótelinu. Hótel Rangá. Sex gestir og einn starfsmaður á Hótel Rangá reyndust smitaðir af kórónuveirunni og hefur hótelinu verið lokað. Ríkisstjórnin snæddi kvöldverð á hótelinu á þriðjudag og mun nú fara í tvöfalda skimun og viðhafa smitgát. Heilbrigðis- og félagsmálaráðherra voru þó ekki með í för og þurfa því ekki í skimun. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir gesti á hótelinu hafa ýmist verið skikkaða í sóttkví eða skimun. Það fari eftir því hversu útsett fólk er talið vera fyrir smiti en ekki er talið líklegt að ríkisstjórnin sé smituð. „Starfsfólkið sem þjónustaði ríkisstjórnina hefur ekki mælst jákvætt. Við setjum þá í fjórtán daga sóttkví sem eru klárlega útsettir, sem er talsverður fjöldi. Síðan höfum við verið að setja annan hóp í skimun sem er svona utan við,“ segir Víðir í samtali við fréttastofu. Ríkisstjórnin fundaði á Hellu á þriðjudag. Stjórnarráðið „Ef við teldum einhverjar líkur á því væru þau í sóttkví, en þetta er hluti af þessari öryggisráðstöfun og þessari markmiðasettu skimun sem við höfum verið með.“ Hann segir ríkisstjórnina hafa fylgt ströngum sóttvarnareglum til þessa. Sérstaklega sé gætt að smitvörnum milli ráðherranna og frá upphafi hafi sérstaklega verið hugað að því. „Ríkisstjórnin þarf að hittast til þess að funda. Það er ekki hægt að hafa ríkisstjórnarfundi án þess að ríkisstjórnin komi saman,“ segir Víðir. Veira af sama stofni og sú sem er í samfélaginu Að sögn Víðis er búið að raðgreina nokkur smit og benda niðurstöðurnar til þess að sú veira sem gestir og starfsmaðurinn eru smitaðir af sé af sama stofni og veiran sem hefur verið í útbreiðslu í samfélaginu. Einstaklingarnir tengjast ekki að öðru leyti en að þau voru á hótelinu á sama tíma. „Stór hluti starfsfólksins er komið í sóttkví vegna tengsla við gestina. Það er staðan eins og er.“ Tíu smit greindust innanlands í gær og var aðeins helmingur í sóttkví við greiningu. Víðir segir fjöldann ekki hafa komið á óvart þar sem veiran er fljót að dreifa úr sér ef einstaklingar reynast smitaðir. „Við höldum að þetta sé nákvæmlega það sem við má búast. Veiran er bráðsmitandi og þegar hún kemst inn í einhverja hópa sem eiga mikil samskipti, jafnvel þó þeir séu ótengdir, þá gerist þetta mjög hratt. Það eru einstaklingar sem geta verið mjög smitandi og þetta dreifist mjög hratt úr sér og hefur víðtæk áhrif. Þetta eru hlutir sem við höfum séð og munum sjá aftur.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Rangárþing ytra Tengdar fréttir Tíu innanlandssmit í gær Tíu ný smit bætast við innanlands. 21. ágúst 2020 10:59 Smit hjá starfsmanni hótels þar sem ríkisstjórnin borðaði Starfsmaður hótels á Suðurlandi, þar sem ráðherrar ríkisstjórnarinnar dvöldust í hádeginu á þriðjudag, greindist með kórónuveiruna í dag. Starfsmaðurinn var ekki að þjónusta ráðherrana þar sem þeir snæddu. 20. ágúst 2020 22:30 Ríkisstjórnin í skimun eftir smit á Hótel Rangá Ráðherrar ríkisstjórnarinnar munu fara í tvöfalda skimun og viðhafa smitgát 21. ágúst 2020 11:17 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Sjá meira
Sex gestir og einn starfsmaður á Hótel Rangá reyndust smitaðir af kórónuveirunni og hefur hótelinu verið lokað. Ríkisstjórnin snæddi kvöldverð á hótelinu á þriðjudag og mun nú fara í tvöfalda skimun og viðhafa smitgát. Heilbrigðis- og félagsmálaráðherra voru þó ekki með í för og þurfa því ekki í skimun. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir gesti á hótelinu hafa ýmist verið skikkaða í sóttkví eða skimun. Það fari eftir því hversu útsett fólk er talið vera fyrir smiti en ekki er talið líklegt að ríkisstjórnin sé smituð. „Starfsfólkið sem þjónustaði ríkisstjórnina hefur ekki mælst jákvætt. Við setjum þá í fjórtán daga sóttkví sem eru klárlega útsettir, sem er talsverður fjöldi. Síðan höfum við verið að setja annan hóp í skimun sem er svona utan við,“ segir Víðir í samtali við fréttastofu. Ríkisstjórnin fundaði á Hellu á þriðjudag. Stjórnarráðið „Ef við teldum einhverjar líkur á því væru þau í sóttkví, en þetta er hluti af þessari öryggisráðstöfun og þessari markmiðasettu skimun sem við höfum verið með.“ Hann segir ríkisstjórnina hafa fylgt ströngum sóttvarnareglum til þessa. Sérstaklega sé gætt að smitvörnum milli ráðherranna og frá upphafi hafi sérstaklega verið hugað að því. „Ríkisstjórnin þarf að hittast til þess að funda. Það er ekki hægt að hafa ríkisstjórnarfundi án þess að ríkisstjórnin komi saman,“ segir Víðir. Veira af sama stofni og sú sem er í samfélaginu Að sögn Víðis er búið að raðgreina nokkur smit og benda niðurstöðurnar til þess að sú veira sem gestir og starfsmaðurinn eru smitaðir af sé af sama stofni og veiran sem hefur verið í útbreiðslu í samfélaginu. Einstaklingarnir tengjast ekki að öðru leyti en að þau voru á hótelinu á sama tíma. „Stór hluti starfsfólksins er komið í sóttkví vegna tengsla við gestina. Það er staðan eins og er.“ Tíu smit greindust innanlands í gær og var aðeins helmingur í sóttkví við greiningu. Víðir segir fjöldann ekki hafa komið á óvart þar sem veiran er fljót að dreifa úr sér ef einstaklingar reynast smitaðir. „Við höldum að þetta sé nákvæmlega það sem við má búast. Veiran er bráðsmitandi og þegar hún kemst inn í einhverja hópa sem eiga mikil samskipti, jafnvel þó þeir séu ótengdir, þá gerist þetta mjög hratt. Það eru einstaklingar sem geta verið mjög smitandi og þetta dreifist mjög hratt úr sér og hefur víðtæk áhrif. Þetta eru hlutir sem við höfum séð og munum sjá aftur.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Rangárþing ytra Tengdar fréttir Tíu innanlandssmit í gær Tíu ný smit bætast við innanlands. 21. ágúst 2020 10:59 Smit hjá starfsmanni hótels þar sem ríkisstjórnin borðaði Starfsmaður hótels á Suðurlandi, þar sem ráðherrar ríkisstjórnarinnar dvöldust í hádeginu á þriðjudag, greindist með kórónuveiruna í dag. Starfsmaðurinn var ekki að þjónusta ráðherrana þar sem þeir snæddu. 20. ágúst 2020 22:30 Ríkisstjórnin í skimun eftir smit á Hótel Rangá Ráðherrar ríkisstjórnarinnar munu fara í tvöfalda skimun og viðhafa smitgát 21. ágúst 2020 11:17 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Sjá meira
Smit hjá starfsmanni hótels þar sem ríkisstjórnin borðaði Starfsmaður hótels á Suðurlandi, þar sem ráðherrar ríkisstjórnarinnar dvöldust í hádeginu á þriðjudag, greindist með kórónuveiruna í dag. Starfsmaðurinn var ekki að þjónusta ráðherrana þar sem þeir snæddu. 20. ágúst 2020 22:30
Ríkisstjórnin í skimun eftir smit á Hótel Rangá Ráðherrar ríkisstjórnarinnar munu fara í tvöfalda skimun og viðhafa smitgát 21. ágúst 2020 11:17
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent