Sér ekki fram á tilslakanir í ljósi stöðunnar Sylvía Hall skrifar 21. ágúst 2020 15:44 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir býst við því að fleiri smit komi upp á næstu dögum. Hann segir sóttvarnayfirvöld hafa verið farin að huga að tilslökunum en sviðsmyndin sé nú önnur eftir hópsýkingu sem kom upp á Hótel Rangá. Raðgreining eigi þó eftir að leiða í ljós hvort um sömu veiru sé að ræða og í fyrri hópsýkingum. „Ég sé ekki að við getum farið að slaka mikið á eins og staðan er núna, þegar við erum að fá svona hópsýkingar. Það væri mjög óráðlegt. Við þurfum að fara mjög varlega, við getum kannski aðeins slakað á hugsanlega varðandi listir og menningu, æfingar hvað varðar íþróttir og svo framvegis en ég á ekki von á því að við förum að slaka mikið á varðandi fjöldatakmarkanir,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Átta hafa nú greinst með veiruna eftir að hafa verið á Hótel Rangá. Um Íslendinga er að ræða og því flokkast smitin með innlendum smitum. Engin tengsl eru á milli einstaklinganna önnur en þau að allir voru á hótelinu. „Við viljum ekki fara að slaka meira á núna og þurfa svo að fara að herða aftur. Valið gæti staðið um það í sjálfu sér, við þurfum að fara hægt og bítandi í þetta og vera nokkuð trygg um það að við séum ekki að fara fram úr okkur,“ segir Þórólfur. Tekur lengri tíma að ná utan um sýkinguna Að sögn Þórólfs á enn eftir að koma í ljós hver bar veiruna með sér á hótelið en hann telur fleiri smit eiga eftir að koma upp í tengslum við þessa sýkingu. Veiran hafi náð að dreifa sér víða um samfélagið og sé að skjóta upp kollinum hér en ekki hefur tekist að finna rótina. Þess vegna tekur miklu lengri tíma að ná utan um þessa sýkingu heldur en var t.d. með þessar hópsýkingar sem komu inn í landið síðastliðinn vetur. Þetta getur tekið lengri tíma og við getum átt von á því að vera með svona fjölda tilfella á hverjum degi. Ég vona svo sannarlega að það fari að styttast í það að við getum hrósað sigri í þessari lotu.“ Hann segir veiruna ekki mjög útbreidda, enda hafi skimun á þeim svæðum sem hópsýkingar hafa komið upp leitt í ljós að fáir voru smitaðir. Margir séu þó smitaðir með lítil einkenni og jafnvel einkennalausir. Þórólfur minnir þá á sem hafa einkenni kórónuveirusmits að halda sig til hlés og fara í sýnatöku séu þeir með einkenni. „Við erum að sjá oft að einstaklingar eru að ganga um með einkenni og eru kannski með þessa sýkingu. Það er ekki mikil útbreiðslu á þessari veiru hjá fólki sem er með einkenni, það eru um og undir eitt prósent af sjúklingasýnum þannig það getur verið erfitt að átta sig fyllilega á því hvað er hvað.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Ríkisstjórnin í skimun eftir smit á Hótel Rangá Ráðherrar ríkisstjórnarinnar munu fara í tvöfalda skimun og viðhafa smitgát 21. ágúst 2020 11:17 Tíu innanlandssmit í gær Tíu ný smit bætast við innanlands. 21. ágúst 2020 10:59 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir býst við því að fleiri smit komi upp á næstu dögum. Hann segir sóttvarnayfirvöld hafa verið farin að huga að tilslökunum en sviðsmyndin sé nú önnur eftir hópsýkingu sem kom upp á Hótel Rangá. Raðgreining eigi þó eftir að leiða í ljós hvort um sömu veiru sé að ræða og í fyrri hópsýkingum. „Ég sé ekki að við getum farið að slaka mikið á eins og staðan er núna, þegar við erum að fá svona hópsýkingar. Það væri mjög óráðlegt. Við þurfum að fara mjög varlega, við getum kannski aðeins slakað á hugsanlega varðandi listir og menningu, æfingar hvað varðar íþróttir og svo framvegis en ég á ekki von á því að við förum að slaka mikið á varðandi fjöldatakmarkanir,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Átta hafa nú greinst með veiruna eftir að hafa verið á Hótel Rangá. Um Íslendinga er að ræða og því flokkast smitin með innlendum smitum. Engin tengsl eru á milli einstaklinganna önnur en þau að allir voru á hótelinu. „Við viljum ekki fara að slaka meira á núna og þurfa svo að fara að herða aftur. Valið gæti staðið um það í sjálfu sér, við þurfum að fara hægt og bítandi í þetta og vera nokkuð trygg um það að við séum ekki að fara fram úr okkur,“ segir Þórólfur. Tekur lengri tíma að ná utan um sýkinguna Að sögn Þórólfs á enn eftir að koma í ljós hver bar veiruna með sér á hótelið en hann telur fleiri smit eiga eftir að koma upp í tengslum við þessa sýkingu. Veiran hafi náð að dreifa sér víða um samfélagið og sé að skjóta upp kollinum hér en ekki hefur tekist að finna rótina. Þess vegna tekur miklu lengri tíma að ná utan um þessa sýkingu heldur en var t.d. með þessar hópsýkingar sem komu inn í landið síðastliðinn vetur. Þetta getur tekið lengri tíma og við getum átt von á því að vera með svona fjölda tilfella á hverjum degi. Ég vona svo sannarlega að það fari að styttast í það að við getum hrósað sigri í þessari lotu.“ Hann segir veiruna ekki mjög útbreidda, enda hafi skimun á þeim svæðum sem hópsýkingar hafa komið upp leitt í ljós að fáir voru smitaðir. Margir séu þó smitaðir með lítil einkenni og jafnvel einkennalausir. Þórólfur minnir þá á sem hafa einkenni kórónuveirusmits að halda sig til hlés og fara í sýnatöku séu þeir með einkenni. „Við erum að sjá oft að einstaklingar eru að ganga um með einkenni og eru kannski með þessa sýkingu. Það er ekki mikil útbreiðslu á þessari veiru hjá fólki sem er með einkenni, það eru um og undir eitt prósent af sjúklingasýnum þannig það getur verið erfitt að átta sig fyllilega á því hvað er hvað.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Ríkisstjórnin í skimun eftir smit á Hótel Rangá Ráðherrar ríkisstjórnarinnar munu fara í tvöfalda skimun og viðhafa smitgát 21. ágúst 2020 11:17 Tíu innanlandssmit í gær Tíu ný smit bætast við innanlands. 21. ágúst 2020 10:59 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
Ríkisstjórnin í skimun eftir smit á Hótel Rangá Ráðherrar ríkisstjórnarinnar munu fara í tvöfalda skimun og viðhafa smitgát 21. ágúst 2020 11:17