Eyjafjarðará fer vel af stað Karl Lúðvíksson skrifar 3. apríl 2020 10:00 Flottur sjóbirtingur úr Eyjafjarðará þann 1. apríl Mynd: Elli Steinar Það var eins og víðast hvar á sjóbirtingsslóðum ansi kalt í veðri og það var eiginlega ekki hægt að tala um vorveiði heldur vetrarveiði við Eyjafjarðará við opnun. Það kom samt ekki að sök og á opnunardeginum 1. apríl var 21 fiski landað og einhverjar fréttir eru af fleirum sem duttu af. Þetta var sjóbirtingur í ýmsum stærðum en mest vænn fiskur alveg upp í 80 sm fiska. Greinarhöfund rekur ekki í minni að hafa heyra af vilíka opnun þar síðustu ár eða áratugi og það er vonandi að þetta sé bara byrjunin á því sem áin gæti boðið á næstu árum. Það hefur nefnilega verið þannig eins og víða að það hefur verið mikið drepið af fiski í ánni, þá sérstaklega sjóbirting sem er mjög viðkvæmur stofn en með auknu átaki í að hvetja veiðimenn ti lað sleppaþá er þetta árangurinn og það er vel. Mesta veiðin er á neðri svæðunum og er það yfirleitt fram í maí þó það fari oft aðeins eftir því hvernig vorar. Sjóbleikjan fer síðan að mæta um lok júní en þangað til er greinilega nóg um að vera í sjóbirting til að halda mönnum við efnið. Stangveiði Mest lesið Veiddi betur meðan bókin súrraði í kolli hans Veiði Rjúpan kostar allt að 5000 krónur stykkið Veiði Umsóknarfrestur SVFR rennur út í kvöld Veiði Fréttir úr Krossá á Bitru Veiði Góð veiði í Breiðdalsá og Jökla að fara í gang Veiði Fyrstu laxarnir komnir í Korpu Veiði Loksins spáð rigningu sem gæti lífgað uppá veiðina Veiði Vilja að skotveiðimenn hafi raunveruleg áhrif Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Eystri Rangá komin yfir 1000 laxa Veiði
Það var eins og víðast hvar á sjóbirtingsslóðum ansi kalt í veðri og það var eiginlega ekki hægt að tala um vorveiði heldur vetrarveiði við Eyjafjarðará við opnun. Það kom samt ekki að sök og á opnunardeginum 1. apríl var 21 fiski landað og einhverjar fréttir eru af fleirum sem duttu af. Þetta var sjóbirtingur í ýmsum stærðum en mest vænn fiskur alveg upp í 80 sm fiska. Greinarhöfund rekur ekki í minni að hafa heyra af vilíka opnun þar síðustu ár eða áratugi og það er vonandi að þetta sé bara byrjunin á því sem áin gæti boðið á næstu árum. Það hefur nefnilega verið þannig eins og víða að það hefur verið mikið drepið af fiski í ánni, þá sérstaklega sjóbirting sem er mjög viðkvæmur stofn en með auknu átaki í að hvetja veiðimenn ti lað sleppaþá er þetta árangurinn og það er vel. Mesta veiðin er á neðri svæðunum og er það yfirleitt fram í maí þó það fari oft aðeins eftir því hvernig vorar. Sjóbleikjan fer síðan að mæta um lok júní en þangað til er greinilega nóg um að vera í sjóbirting til að halda mönnum við efnið.
Stangveiði Mest lesið Veiddi betur meðan bókin súrraði í kolli hans Veiði Rjúpan kostar allt að 5000 krónur stykkið Veiði Umsóknarfrestur SVFR rennur út í kvöld Veiði Fréttir úr Krossá á Bitru Veiði Góð veiði í Breiðdalsá og Jökla að fara í gang Veiði Fyrstu laxarnir komnir í Korpu Veiði Loksins spáð rigningu sem gæti lífgað uppá veiðina Veiði Vilja að skotveiðimenn hafi raunveruleg áhrif Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Eystri Rangá komin yfir 1000 laxa Veiði