Kyngreina vantar til landsins til að kyngreina fugla Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. apríl 2020 12:30 Menn frá Noregi hafi komið til Íslands í fjölda ár til að kyngreina fuglana í hænur og hana. Nú er alveg óljóst hvort það takist vegna kórónuveirunnar. Hildur Traustadóttir. Íslenskir kjúklingabændur hafa áhyggjur af því hvort það takist að fljúga fjórum tonnum af eggjum til landsins á tíma kórónuveirunnar frá Svíþjóð, sem er ungað út á hér á landi. Aðal áhyggjuefnið er þó það að engin kemst til landsins til að kyngreina ungana í hana og hænur en erlendir sérfræðingar hafa séð um það til fjölda ára. Eggja og kjúklingabændur á Íslandi standa fyrir skrýtinni stöðu núna vegna kórónuveirunnar vegna flutninga á eggjum í maí, sem er erfðaefni þeirra í rekstri kjúklingabúa. Hildur Traustadóttir, framkvæmdastjóri eggja og kjúklingabænda, sem er með starfsstöð sína á Hvanneyri í Borgarfirði þekkir málið manna best. „Við þurfum að flytja inn stofnanna til Íslands. Það er ekki stofnræktun á Íslandi og við höfum keypt þessa stofna frá Svíþjóð og Noregi og það stendur til að öllu óbreyttu að flytja inn stofn tvisvar í maí og síðar fyrir eggjabændur í júní, við gætum nú treint það fram í júlí e‘a ágúst kannski. Það þarf að vera mikil regla á þessu þannig því kjúklingakjötið er selt sem ferskvara,“ segir Hildur. Hildur Traustadóttir, sem framkvæmdastjóri eggja og kjúklingabænda með starfsaðstöðu á Hvanneyri í Borgarfirði.Úr einkasafniHildur segir að stóravandamálið sé kannski ekki flutningur á eggjunum til landsins, sem eru frjóegg, annað og stærra vandamál snýr að ungunum sem koma út úr þeim. „Já, það þarf að kyngreina þennan fugl og það er bara engi á Íslandi sem kann það að neinu marki. Við höfum fengið í mörg ár kyngreina frá Noregi, þeir koma bara reglulega og kyngreina fuglinn og sjá algjörlega um það, en núna er vandamálið að það er í fyrsta lagi ekkert flogið á milli Íslands og Noregs og í öðru lagi er ekkert auðvelt að fá þá frá Noregi því að þegar þeir koma til Noregs aftur þurfa þeir að fara í hálfs mánaðar sóttkví og það er líka verið að ræða um það á Íslandi að þeir, sem eru ferðamenn þurfi að fara í hálfs mánaðar sóttkví þegar þeir koma inn í landið hérna, þannig að þetta er eiginlega vonlaust,“ segir Hildur. Hún segir að á næstu dögum verði fundað með Matvælastofnun og landbúnaðarráðherra um stöðu málsins. Hún er bjartsýn á að það leysist. „Við sjáum til, við finnum einhverja lausn.“ Borgarbyggð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landbúnaður Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Íslenskir kjúklingabændur hafa áhyggjur af því hvort það takist að fljúga fjórum tonnum af eggjum til landsins á tíma kórónuveirunnar frá Svíþjóð, sem er ungað út á hér á landi. Aðal áhyggjuefnið er þó það að engin kemst til landsins til að kyngreina ungana í hana og hænur en erlendir sérfræðingar hafa séð um það til fjölda ára. Eggja og kjúklingabændur á Íslandi standa fyrir skrýtinni stöðu núna vegna kórónuveirunnar vegna flutninga á eggjum í maí, sem er erfðaefni þeirra í rekstri kjúklingabúa. Hildur Traustadóttir, framkvæmdastjóri eggja og kjúklingabænda, sem er með starfsstöð sína á Hvanneyri í Borgarfirði þekkir málið manna best. „Við þurfum að flytja inn stofnanna til Íslands. Það er ekki stofnræktun á Íslandi og við höfum keypt þessa stofna frá Svíþjóð og Noregi og það stendur til að öllu óbreyttu að flytja inn stofn tvisvar í maí og síðar fyrir eggjabændur í júní, við gætum nú treint það fram í júlí e‘a ágúst kannski. Það þarf að vera mikil regla á þessu þannig því kjúklingakjötið er selt sem ferskvara,“ segir Hildur. Hildur Traustadóttir, sem framkvæmdastjóri eggja og kjúklingabænda með starfsaðstöðu á Hvanneyri í Borgarfirði.Úr einkasafniHildur segir að stóravandamálið sé kannski ekki flutningur á eggjunum til landsins, sem eru frjóegg, annað og stærra vandamál snýr að ungunum sem koma út úr þeim. „Já, það þarf að kyngreina þennan fugl og það er bara engi á Íslandi sem kann það að neinu marki. Við höfum fengið í mörg ár kyngreina frá Noregi, þeir koma bara reglulega og kyngreina fuglinn og sjá algjörlega um það, en núna er vandamálið að það er í fyrsta lagi ekkert flogið á milli Íslands og Noregs og í öðru lagi er ekkert auðvelt að fá þá frá Noregi því að þegar þeir koma til Noregs aftur þurfa þeir að fara í hálfs mánaðar sóttkví og það er líka verið að ræða um það á Íslandi að þeir, sem eru ferðamenn þurfi að fara í hálfs mánaðar sóttkví þegar þeir koma inn í landið hérna, þannig að þetta er eiginlega vonlaust,“ segir Hildur. Hún segir að á næstu dögum verði fundað með Matvælastofnun og landbúnaðarráðherra um stöðu málsins. Hún er bjartsýn á að það leysist. „Við sjáum til, við finnum einhverja lausn.“
Borgarbyggð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landbúnaður Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira