Mikið verslað á Borg í Grímsnesi um páskana af fólki í sumarbústöðum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. apríl 2020 18:45 Ása Valdís Árnadóttir, oddviti Grímsnes og Grafningshrepp sem skilur ekki af hverju fólk hlýðir ekki tilmælum yfirvalda og haldi sig heima um páskana, ekki í sumarbústöðum. magnús hlynur hreiðarsson Það hefur verið meira en nóg að gera í Versluninni Borg í Grímsnes og Grafningshreppi yfir páskana enda fjölmargir í sumarbústöðum. Það veldur hins vegar oddvita sveitarfélagsins vonbrigðum að sjá hvað margir kusu að vera í bústöðum þvert á tilmæli yfirvalda. Fjölmennasta sumarbústaðabyggð landsins er í Grímsnes og Grafningshreppi en þar eru um þrjú þúsund sumarhús. Þrátt fyrir tilmæli um að fólk yrði heima yfir páskahátíðina og ferðaðist þess í stað innanhúss heima hjá sér eru ótrúlega margir í sumarbústöðum. Það veldur heimamönnum í Grímsnes og Grafningshreppi vonbrigðum. „Ég hefði gjarnan viljað sjá fleiri fara að tilmælum Víðis og vera heima um páskana, þetta eru vonbrigði en eins og ég segi, maður hefði viljað sjá færri í bústöðunum en það er ekkert hægt að gera við þessu,“ segir Ása Valdís Árnadóttir, oddviti sveitarfélagsins. Ása Valdís segir að bústaðirnir hafi ekki bara verið í notkun um páskana, það séu margir búnir að dvelja í þeim í nokkrar vikur. „Já, það eru margir sem fluttu í bústaðina um leið og veiran birtist á Íslandi og búið að vera hér í margar vikur. Við höfum líka heyrt eitthvað um það að fólk í sóttkví sé í bústöðum en ég vek athygli á því að það eru bara sömu reglur hérna í sveitinni eins og í borginni, þú átt að halda þig út af fyrir þig og við vonum bara að fólk geri það.“ Björg, sem rekur verslunina á Borg hefur haft meira en nóg að gera um páskana og hún reiknar með því að það verði þannig áfram næstu daga og vikur.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Björg Ragnarsdóttir sem rekur Verslunina Borg hefur ekki setið auðum höndum um páskana því það hefur verið nóg að gera við að þjóna sumarbústaðafólkið og aðra síðustu daga og vikur. „Það er bara búið að vera mikið af fólki á svæðinu eftir að veiran stakk sér inn í landið okkar, fólk sem forðaði sér út úr þéttbýlinu og er bara búið að vera í bústað.“ Björg segir líka mikið um snertilausar afgreiðslur en þá tekur hún niður pantanir hjá fólki, týnir vörurnar saman í kassa og fer síðan með hann út fyrir verslunina þar sem hann er sóttur eftir að greiðsla hefur farið fram. En hvernig finnst henni hljóðið vera í fólki? „Það er mjög misjafnt en allir eru að reyna að halda í jákvæðnina finnst mér, það er í rauninni ekkert annað, sem hægt er að gera.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grímsnes- og Grafningshreppur Verslun Mest lesið Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Fleiri fréttir „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Sjá meira
Það hefur verið meira en nóg að gera í Versluninni Borg í Grímsnes og Grafningshreppi yfir páskana enda fjölmargir í sumarbústöðum. Það veldur hins vegar oddvita sveitarfélagsins vonbrigðum að sjá hvað margir kusu að vera í bústöðum þvert á tilmæli yfirvalda. Fjölmennasta sumarbústaðabyggð landsins er í Grímsnes og Grafningshreppi en þar eru um þrjú þúsund sumarhús. Þrátt fyrir tilmæli um að fólk yrði heima yfir páskahátíðina og ferðaðist þess í stað innanhúss heima hjá sér eru ótrúlega margir í sumarbústöðum. Það veldur heimamönnum í Grímsnes og Grafningshreppi vonbrigðum. „Ég hefði gjarnan viljað sjá fleiri fara að tilmælum Víðis og vera heima um páskana, þetta eru vonbrigði en eins og ég segi, maður hefði viljað sjá færri í bústöðunum en það er ekkert hægt að gera við þessu,“ segir Ása Valdís Árnadóttir, oddviti sveitarfélagsins. Ása Valdís segir að bústaðirnir hafi ekki bara verið í notkun um páskana, það séu margir búnir að dvelja í þeim í nokkrar vikur. „Já, það eru margir sem fluttu í bústaðina um leið og veiran birtist á Íslandi og búið að vera hér í margar vikur. Við höfum líka heyrt eitthvað um það að fólk í sóttkví sé í bústöðum en ég vek athygli á því að það eru bara sömu reglur hérna í sveitinni eins og í borginni, þú átt að halda þig út af fyrir þig og við vonum bara að fólk geri það.“ Björg, sem rekur verslunina á Borg hefur haft meira en nóg að gera um páskana og hún reiknar með því að það verði þannig áfram næstu daga og vikur.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Björg Ragnarsdóttir sem rekur Verslunina Borg hefur ekki setið auðum höndum um páskana því það hefur verið nóg að gera við að þjóna sumarbústaðafólkið og aðra síðustu daga og vikur. „Það er bara búið að vera mikið af fólki á svæðinu eftir að veiran stakk sér inn í landið okkar, fólk sem forðaði sér út úr þéttbýlinu og er bara búið að vera í bústað.“ Björg segir líka mikið um snertilausar afgreiðslur en þá tekur hún niður pantanir hjá fólki, týnir vörurnar saman í kassa og fer síðan með hann út fyrir verslunina þar sem hann er sóttur eftir að greiðsla hefur farið fram. En hvernig finnst henni hljóðið vera í fólki? „Það er mjög misjafnt en allir eru að reyna að halda í jákvæðnina finnst mér, það er í rauninni ekkert annað, sem hægt er að gera.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grímsnes- og Grafningshreppur Verslun Mest lesið Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Fleiri fréttir „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Sjá meira