Urriðinn mættur við Kárastaði Karl Lúðvíksson skrifar 24. apríl 2020 08:39 Kristján með risavaxinn urriða sem hann veiddi við Kárastaði í gær. Það er eins og venjulega á vorinn mikið verið að fylgjast með urriðaveiðum í Þingvallavatni enda fátt sem kemst nálægt þeirri upplifun að setja í stórann urriða. Því hefur oft verið líst þannig að þegar stóru urriðarnir í Þingvallavatni ráðast á fluguna sé það eins og að kasta flugu við þjóðveginn og festa hana í mótorhjóli sem þeysist framhjá á 100 km hraða. Slíkur er ofsinn þegar flugann er tekinn og fiskurinn rýkur út. Það eru því góðar fréttir fyrir þá sem dreymir um að setja í slíka fiska að helstu svæðin við Þingvallavatn eru eitt af öðru að komast í gang og þar á meðal Kárastaðir en það er greinilegt að urriðinn er farinn að sveima við bakkann þar. Kristján Páll Rafnson hefur verið nokkuð önnum kafinn síðustu daga við að fylgjast með svæðum sem Fish Partner bjóða uppá við vatnið en þar var frá opnun ís á öllum svæðum sem gerði veiðar ómögulegar. Nú er ís að hopa og svæðin hvert af öðru að detta inn og þar á meðal Kárastaðir. Í stuttu stoppi þar í gær landaði hann þremur rígvænum urriðum. Það má því fara að skoða hvaða dagar eru lausir þarna til að setja í þessi tröll sem þar leynast. Þú finnur lausa daga hjá www.fishpartner.is Mest lesið Ennþá góð vikuveiði í laxveiðiánum Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Blanda I að verða uppseld Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði Mjög góð bleikjuveiði í Þingvallavatni og Úlfljótsvatni Veiði Loksins 100 sm lax hjá Stefáni Veiði Fimmtungslækkun í Steingrímsfirði Veiði 116 sm laxinn í Kjarrá engin lygasaga Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Haustbragur á veiðitölum úr laxveiðiánum Veiði
Það er eins og venjulega á vorinn mikið verið að fylgjast með urriðaveiðum í Þingvallavatni enda fátt sem kemst nálægt þeirri upplifun að setja í stórann urriða. Því hefur oft verið líst þannig að þegar stóru urriðarnir í Þingvallavatni ráðast á fluguna sé það eins og að kasta flugu við þjóðveginn og festa hana í mótorhjóli sem þeysist framhjá á 100 km hraða. Slíkur er ofsinn þegar flugann er tekinn og fiskurinn rýkur út. Það eru því góðar fréttir fyrir þá sem dreymir um að setja í slíka fiska að helstu svæðin við Þingvallavatn eru eitt af öðru að komast í gang og þar á meðal Kárastaðir en það er greinilegt að urriðinn er farinn að sveima við bakkann þar. Kristján Páll Rafnson hefur verið nokkuð önnum kafinn síðustu daga við að fylgjast með svæðum sem Fish Partner bjóða uppá við vatnið en þar var frá opnun ís á öllum svæðum sem gerði veiðar ómögulegar. Nú er ís að hopa og svæðin hvert af öðru að detta inn og þar á meðal Kárastaðir. Í stuttu stoppi þar í gær landaði hann þremur rígvænum urriðum. Það má því fara að skoða hvaða dagar eru lausir þarna til að setja í þessi tröll sem þar leynast. Þú finnur lausa daga hjá www.fishpartner.is
Mest lesið Ennþá góð vikuveiði í laxveiðiánum Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Blanda I að verða uppseld Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði Mjög góð bleikjuveiði í Þingvallavatni og Úlfljótsvatni Veiði Loksins 100 sm lax hjá Stefáni Veiði Fimmtungslækkun í Steingrímsfirði Veiði 116 sm laxinn í Kjarrá engin lygasaga Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Haustbragur á veiðitölum úr laxveiðiánum Veiði