Gerðist þula í sjónvarpi til að ná athygli pabba síns Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 25. ágúst 2020 11:30 Ellý Ármanns var gestur í Podcasti Sölva Tryggva. Skjáskot „Einu sinni var stofnuð Facebook-síða gegn mér, Rekið Ellý Ármanns úr fjölmiðlum, en ég tók það ekki nærri mér, en vinkonur mínar, sérstaklega tvær tóku þetta mjög nærri sér,” segir Ellý Ármannsdóttir. „Þetta var þegar ég var að skrifa slúðurfréttir, af því að yfirmaðurinn minn sagði mér að gera þetta. Ég var alveg ónæm fyrir þessu, en þessi kona sem stofnaði Facebook síðuna er ágætis vinkona mín í dag, en hún var bara á þessum stað þarna og skildi þetta ekki alveg. Svo fór hún sjálf að vinna í fjölmiðlum og áttaði sig á því að það er ekki allt eins og það lítur út fyrir að vera,” segir Ellý. Hún ræddi fjölmiðlana og ýmislegt fleira í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar. Ellý byrjaði ung að starfa sem þula á Ríkissjónvarpinu, þar sem hún var kvöld eftir kvöld fyrir augum allra landsmanna. Síðan þá hefur hún gert ótal hluti, allt frá fréttaskrifum, yfir í að spá fyrir fólki og kenna hóptíma í líkamsrækt. „Svo las ég Bylgjufréttir á klukkutíma fresti í útvarpinu og mér fannst það erfitt. Ég veit ekki hvort þú hafir fengið þessa þjálfun, en mér var sagt að vera ákveðin þegar ég væri að lesa fréttir og að ég ætti að lesa þær eins og ég væri reið, til að halda fólki við fréttirnar. Mér fannst þetta svo óþægilegt að ég var farin að fá frunsur út um allt andlit. Það er mikilvægt að við áttum okkur á því að það er ekki allt eins og maður heldur að það sé og í dag hlusta ég ekki á fréttir og les ekki blöðin, nema mjög sjaldan. Ef ég á að vita eitthvað, þá segir einhver mér frá því.” Kvartað undan ljósbláum sögum Ellý segir að sambandið við föður hennar hafi verið lítið sem ekkert og að drifkrafturinn fyrir því að fara í fjölmiðla hafi komið þaðan: „Ég skal segja þér af hverju ég sótti um að verða þula. Ég þekkti pabba minn lítið og hann var lítið í sambandi við mig og mig langaði að fanga athygli hans og ég vissi að hann horfði á fréttir og ég vissi að þulan kynnti fréttirnar. Þess vegna fór ég í fjölmiðla Sölvi,“ segir Ellý meðal annars í viðtalinu. Ellý vakti strax athygli fyrir að vera óhefðbundin á tímum þar sem allt var mjög kassalagað í fjölmiðlum. Hún segist ekki hafa tekið það inn á sig þó að margir hafi hneykslast á henni: „Ég var tilbúin að vera alveg sama, þeim sem var ekki sama voru vinkonur mínar og mamma, sem býr í útlöndum. Það var mikið hringt í RÚV og kvartað, sérstaklega þegar ég var að blogga svona ljósbláar sögur á MBL. Þar skrifaði ég ímyndaðar sögur og fantasíur og ég held að um 10 þúsund manns hafi smellt á þessar sögur á hverjum degi og þá var ég tekin á skrifstofuna á RÚV. Yndislegt fólk, sem gaf mér valkost og ég sagðist bara vera hætt og allir voru glaðir og allt í góðu.” Í viðtalinu ræða Sölvi og Ellý um ferilinn í fjölmiðlum, listir, spádóma og margt fleira. „Ég er loksins orðin frjáls," segir Ellý, en hún hefur gengið í gegnum ýmislegt síðustu ár. Hún segist ekki lengur föst í fortíðinni. Viðtalið er komið á Spotify og má horfa á það hér fyrir neðan. Podcast með Sölva Tryggva Fjölmiðlar Mest lesið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira
„Einu sinni var stofnuð Facebook-síða gegn mér, Rekið Ellý Ármanns úr fjölmiðlum, en ég tók það ekki nærri mér, en vinkonur mínar, sérstaklega tvær tóku þetta mjög nærri sér,” segir Ellý Ármannsdóttir. „Þetta var þegar ég var að skrifa slúðurfréttir, af því að yfirmaðurinn minn sagði mér að gera þetta. Ég var alveg ónæm fyrir þessu, en þessi kona sem stofnaði Facebook síðuna er ágætis vinkona mín í dag, en hún var bara á þessum stað þarna og skildi þetta ekki alveg. Svo fór hún sjálf að vinna í fjölmiðlum og áttaði sig á því að það er ekki allt eins og það lítur út fyrir að vera,” segir Ellý. Hún ræddi fjölmiðlana og ýmislegt fleira í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar. Ellý byrjaði ung að starfa sem þula á Ríkissjónvarpinu, þar sem hún var kvöld eftir kvöld fyrir augum allra landsmanna. Síðan þá hefur hún gert ótal hluti, allt frá fréttaskrifum, yfir í að spá fyrir fólki og kenna hóptíma í líkamsrækt. „Svo las ég Bylgjufréttir á klukkutíma fresti í útvarpinu og mér fannst það erfitt. Ég veit ekki hvort þú hafir fengið þessa þjálfun, en mér var sagt að vera ákveðin þegar ég væri að lesa fréttir og að ég ætti að lesa þær eins og ég væri reið, til að halda fólki við fréttirnar. Mér fannst þetta svo óþægilegt að ég var farin að fá frunsur út um allt andlit. Það er mikilvægt að við áttum okkur á því að það er ekki allt eins og maður heldur að það sé og í dag hlusta ég ekki á fréttir og les ekki blöðin, nema mjög sjaldan. Ef ég á að vita eitthvað, þá segir einhver mér frá því.” Kvartað undan ljósbláum sögum Ellý segir að sambandið við föður hennar hafi verið lítið sem ekkert og að drifkrafturinn fyrir því að fara í fjölmiðla hafi komið þaðan: „Ég skal segja þér af hverju ég sótti um að verða þula. Ég þekkti pabba minn lítið og hann var lítið í sambandi við mig og mig langaði að fanga athygli hans og ég vissi að hann horfði á fréttir og ég vissi að þulan kynnti fréttirnar. Þess vegna fór ég í fjölmiðla Sölvi,“ segir Ellý meðal annars í viðtalinu. Ellý vakti strax athygli fyrir að vera óhefðbundin á tímum þar sem allt var mjög kassalagað í fjölmiðlum. Hún segist ekki hafa tekið það inn á sig þó að margir hafi hneykslast á henni: „Ég var tilbúin að vera alveg sama, þeim sem var ekki sama voru vinkonur mínar og mamma, sem býr í útlöndum. Það var mikið hringt í RÚV og kvartað, sérstaklega þegar ég var að blogga svona ljósbláar sögur á MBL. Þar skrifaði ég ímyndaðar sögur og fantasíur og ég held að um 10 þúsund manns hafi smellt á þessar sögur á hverjum degi og þá var ég tekin á skrifstofuna á RÚV. Yndislegt fólk, sem gaf mér valkost og ég sagðist bara vera hætt og allir voru glaðir og allt í góðu.” Í viðtalinu ræða Sölvi og Ellý um ferilinn í fjölmiðlum, listir, spádóma og margt fleira. „Ég er loksins orðin frjáls," segir Ellý, en hún hefur gengið í gegnum ýmislegt síðustu ár. Hún segist ekki lengur föst í fortíðinni. Viðtalið er komið á Spotify og má horfa á það hér fyrir neðan.
Podcast með Sölva Tryggva Fjölmiðlar Mest lesið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira