Áhyggjuefni hversu margir eru í sóttkví Sylvía Hall skrifar 25. ágúst 2020 22:37 Kamilla Sigríður Jósefsdóttir er staðgengill sóttvarnalæknis. Lögreglan „Þetta gæti alveg verið betra, en það gæti líka verið verra,“ segir Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, um stöðu mála í kórónuveirufaraldrinum hér á landi. Líklegast séum við stödd á flatneskju á kúrvunni en óvíst er hvort að hún fari upp eða niður í framhaldinu. Kamilla ræddi kórónuveirufaraldurinn og aðra bylgju hans hér á landi í Reykjavík síðdegis í dag. Hún segir hætt við því að fleiri greinist með veiruna næstu tíu til fjórtán daga í ljósi þess hversu margir eru í sóttkví. Eins og staðan er í dag eru 989 einstaklingar í sóttkví. „Það er náttúrulega mjög stór hópur í sóttkví núna. Það er alltaf svolítið áhyggjuefni því það er ástæða fyrir því að fólk er sett í sóttkví,“ segir Kamilla. Meðal þeirra sem rætt var við í Reykjavík síðdegis í dag var Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóri Airport Associates. Taldi hann mögulegt að fara mildari leið við skimun á landamærunum og sagði hann kröfu um tvöfalda skimun og sóttkví „skrúfa fyrir flæði ferðamanna“. „Það er eitthvað sem hefur verið gert og kæmi til greina aftur ef ástandið er þannig að það virðist skynsamlegt,“ sagði Kamilla um hugmyndir Sigþórs. Önnur bylgja væri þó að ganga yfir Evrópu þessa stundina og virtist hún frekar vera á uppleið frekar en á niðurleið. „Þegar við tókum upp tvær sýnatökur með heimkomusmitgát fyrir alla þá var það af því að við vorum að missa af ferðamannasmitum við fyrstu sýnatökuna, því þeir voru ekki í raun í heimkomusmitgát. Þeir fóru bara út um hvippinn og hvappinn þegar þeir voru komnir með neikvætt í fyrsta. Við vitum um dæmi þess að það hafi komið hópsýkingar í kjölfar þess.“ Hún segir þróunina við landamærin hafa snúist við undanfarið og nú sé meirihluti þeirra smita sem greinast í landamæraskimun virk smit. Áður hafi það verið fyrst og fremst óvirk eða eldri smit en nú hafi rúmlega áttatíu virk smit greinst á landamærunum á um það bil mánuði. „Af þeim eru tíu sem finnast í seinni sýnatöku og tæplega helmingur fólk sem er búsett hér.“ Viðtalið við Kamillu má heyra í spilaranum hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Átta í sóttkví af Ægisborg Átta starfsmenn leikskólans Ægisborgar í Vesturbæ Reykjavíkur hafa verið sendir í sóttkví. 25. ágúst 2020 15:11 Tveggja metra reglan tekur breytingum Heilbrigðisráðherra hefur gert breytingu á tveggja metra reglunni svokölluðu. Áður þurfti að tryggja tveggja metra bil á milli einstaklinga sem ekki deildu heimili. 25. ágúst 2020 12:32 Fimm innanlandssmit bætast við Fimm einstaklingar greindust með kórónuveiruna innanlands í dag. Einstaklingarnir greindust á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og af þeim voru þrír í sóttkví. 25. ágúst 2020 11:04 Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Sjá meira
„Þetta gæti alveg verið betra, en það gæti líka verið verra,“ segir Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, um stöðu mála í kórónuveirufaraldrinum hér á landi. Líklegast séum við stödd á flatneskju á kúrvunni en óvíst er hvort að hún fari upp eða niður í framhaldinu. Kamilla ræddi kórónuveirufaraldurinn og aðra bylgju hans hér á landi í Reykjavík síðdegis í dag. Hún segir hætt við því að fleiri greinist með veiruna næstu tíu til fjórtán daga í ljósi þess hversu margir eru í sóttkví. Eins og staðan er í dag eru 989 einstaklingar í sóttkví. „Það er náttúrulega mjög stór hópur í sóttkví núna. Það er alltaf svolítið áhyggjuefni því það er ástæða fyrir því að fólk er sett í sóttkví,“ segir Kamilla. Meðal þeirra sem rætt var við í Reykjavík síðdegis í dag var Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóri Airport Associates. Taldi hann mögulegt að fara mildari leið við skimun á landamærunum og sagði hann kröfu um tvöfalda skimun og sóttkví „skrúfa fyrir flæði ferðamanna“. „Það er eitthvað sem hefur verið gert og kæmi til greina aftur ef ástandið er þannig að það virðist skynsamlegt,“ sagði Kamilla um hugmyndir Sigþórs. Önnur bylgja væri þó að ganga yfir Evrópu þessa stundina og virtist hún frekar vera á uppleið frekar en á niðurleið. „Þegar við tókum upp tvær sýnatökur með heimkomusmitgát fyrir alla þá var það af því að við vorum að missa af ferðamannasmitum við fyrstu sýnatökuna, því þeir voru ekki í raun í heimkomusmitgát. Þeir fóru bara út um hvippinn og hvappinn þegar þeir voru komnir með neikvætt í fyrsta. Við vitum um dæmi þess að það hafi komið hópsýkingar í kjölfar þess.“ Hún segir þróunina við landamærin hafa snúist við undanfarið og nú sé meirihluti þeirra smita sem greinast í landamæraskimun virk smit. Áður hafi það verið fyrst og fremst óvirk eða eldri smit en nú hafi rúmlega áttatíu virk smit greinst á landamærunum á um það bil mánuði. „Af þeim eru tíu sem finnast í seinni sýnatöku og tæplega helmingur fólk sem er búsett hér.“ Viðtalið við Kamillu má heyra í spilaranum hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Átta í sóttkví af Ægisborg Átta starfsmenn leikskólans Ægisborgar í Vesturbæ Reykjavíkur hafa verið sendir í sóttkví. 25. ágúst 2020 15:11 Tveggja metra reglan tekur breytingum Heilbrigðisráðherra hefur gert breytingu á tveggja metra reglunni svokölluðu. Áður þurfti að tryggja tveggja metra bil á milli einstaklinga sem ekki deildu heimili. 25. ágúst 2020 12:32 Fimm innanlandssmit bætast við Fimm einstaklingar greindust með kórónuveiruna innanlands í dag. Einstaklingarnir greindust á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og af þeim voru þrír í sóttkví. 25. ágúst 2020 11:04 Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Sjá meira
Átta í sóttkví af Ægisborg Átta starfsmenn leikskólans Ægisborgar í Vesturbæ Reykjavíkur hafa verið sendir í sóttkví. 25. ágúst 2020 15:11
Tveggja metra reglan tekur breytingum Heilbrigðisráðherra hefur gert breytingu á tveggja metra reglunni svokölluðu. Áður þurfti að tryggja tveggja metra bil á milli einstaklinga sem ekki deildu heimili. 25. ágúst 2020 12:32
Fimm innanlandssmit bætast við Fimm einstaklingar greindust með kórónuveiruna innanlands í dag. Einstaklingarnir greindust á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og af þeim voru þrír í sóttkví. 25. ágúst 2020 11:04