Um 75% allrar mjólkur á Íslandi kemur frá kúm í lausagöngufjósum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. maí 2020 13:45 Meira en 75% allrar mjólkur á Íslandi kemur frá kúm í lausagöngufjósum. Básafjósum fækkað um 49% á síðastliðnum áratug. Landssamband kúabænda Í fyrsta skipti eru básafjós með rörmjaltakerfi ekki lengur algengasta fjósgerðin á Íslandi en mjaltaþjónafjósin hafa nú tekið forystuna. Ekkert annað land í heiminum hafi jafn hátt hlutfall mjaltaþjónafjósa af heildarfjölda fjósa. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um þróun fjósgerða og mjaltatækni sem Landssamband kúabænda gaf út í vikunni. Allt frá árinu 2003 hefur Landssamband kúabænda staðið fyrir því að taka saman upplýsingar um fjósgerðir á Íslandi og þróun þeirra ásamt ýmsum öðrum gagnlegum upplýsingum. Þetta hefur verið gert u.þ.b. annað hvert ár og nú liggur fyrir níunda skýrslan og tekur hún til árabilsins 2017-2019. Upplýsingar þar eru athyglisverðar en helstu tíðindin eru þau að í fyrsta skipti þá eru básafjós með rörmjaltakerfi ekki lengur algengasta fjósgerðin á Íslandi því mjaltaþjónafjósin hafa nú tekið forustuna í þessum efnum. Margrét Gísladóttir er framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda. „Við sáum það fyrir tveimur árum að þá tóku lausagöngufjósin fram úr básafjósunum og þetta í rauninni gerist núna í framhaldinu. Þetta kemur kannski ekki mikið á óvart en þetta er að gerast nokkuð hratt og núna er það þannig að tæplega þrír fjórðu hlutar allra kúa á landinu eru í lausagöngufjósum en fyrir fjórum árum síðan var þetta hlutfall bara 60 prósent þannig að þetta gerist hratt.” Margrét segir engan vafa á því að kúnum líði mjög vel í lausagöngufjósum enda oftast rúmt á þeim og þær geta farið í mjaltaþjóninn allan sólarhringinn. “Þær allavega mjólka meira en það er margt sem spilar inn í varðandi líðanina, þeim getur liðið einstaklega vel í básafjósum líka. Lausagöngufjósin, sem eru með mjaltaþjónunum eru náttúrulega þess eðlis að starfsumhverfi bænda og kúnna er ólíkt. Þær fara þá bara sjálfar í mjaltaþjóninn og láta mjólka sig á þeirra tíma. Það eru ekki þessar morgun og kvöldmjaltir eins og við þekkjum”. Margrét Gísladóttir, sem er framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda.Landssamband kúabændaMargrét segir að kúabændum sé alltaf að fækka og fækka á Íslandi eins og í öðrum löndum í kringum okkur. “Já, kúabændum er að fækka. Ef við lítum til síðustu tveggja ára þá var fækkunin 5,4%. Núna eru fjósin sem eru í notkun 542 og fækkunin hér á Íslandi er keimlík því sem við erum að sjá annars staðar í Evrópu.” Í lokin má til gamans geta að kúabændur hafa nú efnt til skemmtilegs verkefnis á samfélagsmiðlum þar sem bændur eru að deilda myndum úr sveitinni hjá sér og af mjólk og mjólkurframleiðslu í tengslum við alþjóðlega mjólkurdaginn, sem verður 1. júní næstkomandi undir myllumerkinu drekkum mjólk. Landbúnaður Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Í fyrsta skipti eru básafjós með rörmjaltakerfi ekki lengur algengasta fjósgerðin á Íslandi en mjaltaþjónafjósin hafa nú tekið forystuna. Ekkert annað land í heiminum hafi jafn hátt hlutfall mjaltaþjónafjósa af heildarfjölda fjósa. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um þróun fjósgerða og mjaltatækni sem Landssamband kúabænda gaf út í vikunni. Allt frá árinu 2003 hefur Landssamband kúabænda staðið fyrir því að taka saman upplýsingar um fjósgerðir á Íslandi og þróun þeirra ásamt ýmsum öðrum gagnlegum upplýsingum. Þetta hefur verið gert u.þ.b. annað hvert ár og nú liggur fyrir níunda skýrslan og tekur hún til árabilsins 2017-2019. Upplýsingar þar eru athyglisverðar en helstu tíðindin eru þau að í fyrsta skipti þá eru básafjós með rörmjaltakerfi ekki lengur algengasta fjósgerðin á Íslandi því mjaltaþjónafjósin hafa nú tekið forustuna í þessum efnum. Margrét Gísladóttir er framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda. „Við sáum það fyrir tveimur árum að þá tóku lausagöngufjósin fram úr básafjósunum og þetta í rauninni gerist núna í framhaldinu. Þetta kemur kannski ekki mikið á óvart en þetta er að gerast nokkuð hratt og núna er það þannig að tæplega þrír fjórðu hlutar allra kúa á landinu eru í lausagöngufjósum en fyrir fjórum árum síðan var þetta hlutfall bara 60 prósent þannig að þetta gerist hratt.” Margrét segir engan vafa á því að kúnum líði mjög vel í lausagöngufjósum enda oftast rúmt á þeim og þær geta farið í mjaltaþjóninn allan sólarhringinn. “Þær allavega mjólka meira en það er margt sem spilar inn í varðandi líðanina, þeim getur liðið einstaklega vel í básafjósum líka. Lausagöngufjósin, sem eru með mjaltaþjónunum eru náttúrulega þess eðlis að starfsumhverfi bænda og kúnna er ólíkt. Þær fara þá bara sjálfar í mjaltaþjóninn og láta mjólka sig á þeirra tíma. Það eru ekki þessar morgun og kvöldmjaltir eins og við þekkjum”. Margrét Gísladóttir, sem er framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda.Landssamband kúabændaMargrét segir að kúabændum sé alltaf að fækka og fækka á Íslandi eins og í öðrum löndum í kringum okkur. “Já, kúabændum er að fækka. Ef við lítum til síðustu tveggja ára þá var fækkunin 5,4%. Núna eru fjósin sem eru í notkun 542 og fækkunin hér á Íslandi er keimlík því sem við erum að sjá annars staðar í Evrópu.” Í lokin má til gamans geta að kúabændur hafa nú efnt til skemmtilegs verkefnis á samfélagsmiðlum þar sem bændur eru að deilda myndum úr sveitinni hjá sér og af mjólk og mjólkurframleiðslu í tengslum við alþjóðlega mjólkurdaginn, sem verður 1. júní næstkomandi undir myllumerkinu drekkum mjólk.
Landbúnaður Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira