Laxinn mættur í Kjós og Þjórsá Karl Lúðvíksson skrifar 20. maí 2020 07:52 Laxinn er mættur Við sögðum frá því í gær að fyrstu fréttir af löxum hefðu verið að berast þegar laxar sáust í fossinum við Laxá í Leirársveit en hann er farinn að sjást víðar. Við biðluðum til Bubba Mothens að skjóta á okkur skilaboðum þegar hann væri farinn að sjá fyrstu laxana í Laxá í Kjós en Bubbu býr stutt frá ánni og skoðar hana daglega á þessum tíma. Við fengum skilaboð frá Bubba í gær þar sem hann sagði okkur að hann hefði þegar séð fyrstu laxana í Kjósinni en það var fyrir fimm dögum síðan en þá sá hann tvo laxa í ánni. Í gær sá svo Stefán hjá Iceland Outfitters fyrstu laxana í Þjórsá en þá stukku tveir laxar við Huldu neðan við Urriðafoss. Það er því greinilegt að fyrstu göngurnar eru að stinga nefinu inn í árnar og við bíðum spennt eftir frekari fregnum víðar að sem og auðvitað fyrsta veiðidegi laxasumarsins 2020 sem Veiðivísir ætlar bara að leyfa sér að spá að verði gott.... mjög gott! Stangveiði Mest lesið Leirvogsá komin aftur til SVFR Veiði Veiðiflugur með hnýtingarnámskeið í janúar Veiði Ísbjörn tekur háf, stöng og fisk af veiðimanni! Veiði Nýr 10 ára samningur um Breiðdalsá Veiði Hópur kvenna heldur til Eistlands á skotveiðar Veiði Góð veiði í Steinsmýrarvötnum Veiði 4 laxar á land við opnun Grímsár Veiði Veiðivötn komin í 18.415 fiska Veiði Lokatölur að koma úr flestum ánum Veiði Frá 25 til 60 prósenta afsláttur á veiðileyfum Veiði
Við sögðum frá því í gær að fyrstu fréttir af löxum hefðu verið að berast þegar laxar sáust í fossinum við Laxá í Leirársveit en hann er farinn að sjást víðar. Við biðluðum til Bubba Mothens að skjóta á okkur skilaboðum þegar hann væri farinn að sjá fyrstu laxana í Laxá í Kjós en Bubbu býr stutt frá ánni og skoðar hana daglega á þessum tíma. Við fengum skilaboð frá Bubba í gær þar sem hann sagði okkur að hann hefði þegar séð fyrstu laxana í Kjósinni en það var fyrir fimm dögum síðan en þá sá hann tvo laxa í ánni. Í gær sá svo Stefán hjá Iceland Outfitters fyrstu laxana í Þjórsá en þá stukku tveir laxar við Huldu neðan við Urriðafoss. Það er því greinilegt að fyrstu göngurnar eru að stinga nefinu inn í árnar og við bíðum spennt eftir frekari fregnum víðar að sem og auðvitað fyrsta veiðidegi laxasumarsins 2020 sem Veiðivísir ætlar bara að leyfa sér að spá að verði gott.... mjög gott!
Stangveiði Mest lesið Leirvogsá komin aftur til SVFR Veiði Veiðiflugur með hnýtingarnámskeið í janúar Veiði Ísbjörn tekur háf, stöng og fisk af veiðimanni! Veiði Nýr 10 ára samningur um Breiðdalsá Veiði Hópur kvenna heldur til Eistlands á skotveiðar Veiði Góð veiði í Steinsmýrarvötnum Veiði 4 laxar á land við opnun Grímsár Veiði Veiðivötn komin í 18.415 fiska Veiði Lokatölur að koma úr flestum ánum Veiði Frá 25 til 60 prósenta afsláttur á veiðileyfum Veiði