Færri þurfa sjúkrahúsinnlögn í þessari bylgju Sylvía Hall skrifar 27. ágúst 2020 16:15 Sjö prósent þeirra sem veiktust í vor þurftu sjúkrahúsinnlögn. Nú er hlutfallið 2,5 prósent. Landspítali/Þorkell Mun færri leggjast inn á spítala í annarri bylgju kórónuveirunnar hér á landi en í þeirri fyrstu. Þetta kom fram í máli landlæknis sem var spurð út í ástæður þess að færri leggjast inn á spítala. Alma Möller landlæknir sagði marga þætti spila inn í þá staðreynd að hlutfall sjúkrahúsinnlagna væri um það bil 2,5 prósent nú samanborið við 7 prósent í fyrstu bylgju faraldursins. Almennt væri yngra fólk að greinast með veiruna nú en í vor en fleiri skýringar kæmu einnig til skoðunar. „Við erum duglegri að skima, þannig við erum kannski með fleiri minna veika sem við greinum núna. Síðan eru getgátur til dæmis um að af því við erum að viðhafa svo margskonar varúð með nándartakmörkunum og þessum persónulegum smitvörnum, að þá fái kannski hver og einn minna af veiru í sig og það kunni að endurspeglast í minni veikindum,“ sagði Alma. Hún segir eftirlit Covid-göngudeildarinnar vera gott og það sé mikilvægur þáttur í eftirfylgni með þeim sem veikjast. Sambærileg þróun hefur orðið í annarri bylgju faraldursins í Danmörku. Í fréttatilkynningu í dag kom fram að færri andlát hefðu orðið þar í landi og að fólk sem þyrfti sjúkrahúsinnlögn væri inniliggjandi í mun styttri tíma en almennt var í fyrstu bylgju faraldursins. „Við erum orðin mun klókari en við vorum í vor,“ var haft eftir Bjarne Ørskov Lindhardt, yfirlækni á smitsjúkdómadeild spítalans í Hvidovre og bætti hann við að fleiri úrræði væru nú í boði fyrir sjúklinga en voru í vor. Klippa: Færri leggjast inn á sjúkrahús en í fyrstu bylgju Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Um fjörutíu prósent með rakningarappið Um það bil 40 prósent landamanna hafa sótt rakningarappið Rakning C-19. 27. ágúst 2020 14:35 Telur óviðeigandi að tengja veirur við staði Alma Möller landlæknir ítrekaði mikilvægi nærgætinnar umfjöllunar um kórónuveirufaraldurinn á upplýsingafundi í dag. 27. ágúst 2020 15:04 Flestar ábendingar um sóttkvíarbrot ekki á rökum reistar Við eftirlit með fólki í sóttkví hefur lögregla fylgt eftir ábendingum um möguleg brot á sóttkvíarskyldu. 27. ágúst 2020 14:29 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Mun færri leggjast inn á spítala í annarri bylgju kórónuveirunnar hér á landi en í þeirri fyrstu. Þetta kom fram í máli landlæknis sem var spurð út í ástæður þess að færri leggjast inn á spítala. Alma Möller landlæknir sagði marga þætti spila inn í þá staðreynd að hlutfall sjúkrahúsinnlagna væri um það bil 2,5 prósent nú samanborið við 7 prósent í fyrstu bylgju faraldursins. Almennt væri yngra fólk að greinast með veiruna nú en í vor en fleiri skýringar kæmu einnig til skoðunar. „Við erum duglegri að skima, þannig við erum kannski með fleiri minna veika sem við greinum núna. Síðan eru getgátur til dæmis um að af því við erum að viðhafa svo margskonar varúð með nándartakmörkunum og þessum persónulegum smitvörnum, að þá fái kannski hver og einn minna af veiru í sig og það kunni að endurspeglast í minni veikindum,“ sagði Alma. Hún segir eftirlit Covid-göngudeildarinnar vera gott og það sé mikilvægur þáttur í eftirfylgni með þeim sem veikjast. Sambærileg þróun hefur orðið í annarri bylgju faraldursins í Danmörku. Í fréttatilkynningu í dag kom fram að færri andlát hefðu orðið þar í landi og að fólk sem þyrfti sjúkrahúsinnlögn væri inniliggjandi í mun styttri tíma en almennt var í fyrstu bylgju faraldursins. „Við erum orðin mun klókari en við vorum í vor,“ var haft eftir Bjarne Ørskov Lindhardt, yfirlækni á smitsjúkdómadeild spítalans í Hvidovre og bætti hann við að fleiri úrræði væru nú í boði fyrir sjúklinga en voru í vor. Klippa: Færri leggjast inn á sjúkrahús en í fyrstu bylgju
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Um fjörutíu prósent með rakningarappið Um það bil 40 prósent landamanna hafa sótt rakningarappið Rakning C-19. 27. ágúst 2020 14:35 Telur óviðeigandi að tengja veirur við staði Alma Möller landlæknir ítrekaði mikilvægi nærgætinnar umfjöllunar um kórónuveirufaraldurinn á upplýsingafundi í dag. 27. ágúst 2020 15:04 Flestar ábendingar um sóttkvíarbrot ekki á rökum reistar Við eftirlit með fólki í sóttkví hefur lögregla fylgt eftir ábendingum um möguleg brot á sóttkvíarskyldu. 27. ágúst 2020 14:29 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Um fjörutíu prósent með rakningarappið Um það bil 40 prósent landamanna hafa sótt rakningarappið Rakning C-19. 27. ágúst 2020 14:35
Telur óviðeigandi að tengja veirur við staði Alma Möller landlæknir ítrekaði mikilvægi nærgætinnar umfjöllunar um kórónuveirufaraldurinn á upplýsingafundi í dag. 27. ágúst 2020 15:04
Flestar ábendingar um sóttkvíarbrot ekki á rökum reistar Við eftirlit með fólki í sóttkví hefur lögregla fylgt eftir ábendingum um möguleg brot á sóttkvíarskyldu. 27. ágúst 2020 14:29