Færri þurfa sjúkrahúsinnlögn í þessari bylgju Sylvía Hall skrifar 27. ágúst 2020 16:15 Sjö prósent þeirra sem veiktust í vor þurftu sjúkrahúsinnlögn. Nú er hlutfallið 2,5 prósent. Landspítali/Þorkell Mun færri leggjast inn á spítala í annarri bylgju kórónuveirunnar hér á landi en í þeirri fyrstu. Þetta kom fram í máli landlæknis sem var spurð út í ástæður þess að færri leggjast inn á spítala. Alma Möller landlæknir sagði marga þætti spila inn í þá staðreynd að hlutfall sjúkrahúsinnlagna væri um það bil 2,5 prósent nú samanborið við 7 prósent í fyrstu bylgju faraldursins. Almennt væri yngra fólk að greinast með veiruna nú en í vor en fleiri skýringar kæmu einnig til skoðunar. „Við erum duglegri að skima, þannig við erum kannski með fleiri minna veika sem við greinum núna. Síðan eru getgátur til dæmis um að af því við erum að viðhafa svo margskonar varúð með nándartakmörkunum og þessum persónulegum smitvörnum, að þá fái kannski hver og einn minna af veiru í sig og það kunni að endurspeglast í minni veikindum,“ sagði Alma. Hún segir eftirlit Covid-göngudeildarinnar vera gott og það sé mikilvægur þáttur í eftirfylgni með þeim sem veikjast. Sambærileg þróun hefur orðið í annarri bylgju faraldursins í Danmörku. Í fréttatilkynningu í dag kom fram að færri andlát hefðu orðið þar í landi og að fólk sem þyrfti sjúkrahúsinnlögn væri inniliggjandi í mun styttri tíma en almennt var í fyrstu bylgju faraldursins. „Við erum orðin mun klókari en við vorum í vor,“ var haft eftir Bjarne Ørskov Lindhardt, yfirlækni á smitsjúkdómadeild spítalans í Hvidovre og bætti hann við að fleiri úrræði væru nú í boði fyrir sjúklinga en voru í vor. Klippa: Færri leggjast inn á sjúkrahús en í fyrstu bylgju Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Um fjörutíu prósent með rakningarappið Um það bil 40 prósent landamanna hafa sótt rakningarappið Rakning C-19. 27. ágúst 2020 14:35 Telur óviðeigandi að tengja veirur við staði Alma Möller landlæknir ítrekaði mikilvægi nærgætinnar umfjöllunar um kórónuveirufaraldurinn á upplýsingafundi í dag. 27. ágúst 2020 15:04 Flestar ábendingar um sóttkvíarbrot ekki á rökum reistar Við eftirlit með fólki í sóttkví hefur lögregla fylgt eftir ábendingum um möguleg brot á sóttkvíarskyldu. 27. ágúst 2020 14:29 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Fleiri fréttir „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Sjá meira
Mun færri leggjast inn á spítala í annarri bylgju kórónuveirunnar hér á landi en í þeirri fyrstu. Þetta kom fram í máli landlæknis sem var spurð út í ástæður þess að færri leggjast inn á spítala. Alma Möller landlæknir sagði marga þætti spila inn í þá staðreynd að hlutfall sjúkrahúsinnlagna væri um það bil 2,5 prósent nú samanborið við 7 prósent í fyrstu bylgju faraldursins. Almennt væri yngra fólk að greinast með veiruna nú en í vor en fleiri skýringar kæmu einnig til skoðunar. „Við erum duglegri að skima, þannig við erum kannski með fleiri minna veika sem við greinum núna. Síðan eru getgátur til dæmis um að af því við erum að viðhafa svo margskonar varúð með nándartakmörkunum og þessum persónulegum smitvörnum, að þá fái kannski hver og einn minna af veiru í sig og það kunni að endurspeglast í minni veikindum,“ sagði Alma. Hún segir eftirlit Covid-göngudeildarinnar vera gott og það sé mikilvægur þáttur í eftirfylgni með þeim sem veikjast. Sambærileg þróun hefur orðið í annarri bylgju faraldursins í Danmörku. Í fréttatilkynningu í dag kom fram að færri andlát hefðu orðið þar í landi og að fólk sem þyrfti sjúkrahúsinnlögn væri inniliggjandi í mun styttri tíma en almennt var í fyrstu bylgju faraldursins. „Við erum orðin mun klókari en við vorum í vor,“ var haft eftir Bjarne Ørskov Lindhardt, yfirlækni á smitsjúkdómadeild spítalans í Hvidovre og bætti hann við að fleiri úrræði væru nú í boði fyrir sjúklinga en voru í vor. Klippa: Færri leggjast inn á sjúkrahús en í fyrstu bylgju
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Um fjörutíu prósent með rakningarappið Um það bil 40 prósent landamanna hafa sótt rakningarappið Rakning C-19. 27. ágúst 2020 14:35 Telur óviðeigandi að tengja veirur við staði Alma Möller landlæknir ítrekaði mikilvægi nærgætinnar umfjöllunar um kórónuveirufaraldurinn á upplýsingafundi í dag. 27. ágúst 2020 15:04 Flestar ábendingar um sóttkvíarbrot ekki á rökum reistar Við eftirlit með fólki í sóttkví hefur lögregla fylgt eftir ábendingum um möguleg brot á sóttkvíarskyldu. 27. ágúst 2020 14:29 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Fleiri fréttir „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Sjá meira
Um fjörutíu prósent með rakningarappið Um það bil 40 prósent landamanna hafa sótt rakningarappið Rakning C-19. 27. ágúst 2020 14:35
Telur óviðeigandi að tengja veirur við staði Alma Möller landlæknir ítrekaði mikilvægi nærgætinnar umfjöllunar um kórónuveirufaraldurinn á upplýsingafundi í dag. 27. ágúst 2020 15:04
Flestar ábendingar um sóttkvíarbrot ekki á rökum reistar Við eftirlit með fólki í sóttkví hefur lögregla fylgt eftir ábendingum um möguleg brot á sóttkvíarskyldu. 27. ágúst 2020 14:29