Aldrei fleiri leitað til Bjarkarhlíðar vegna heimilisofbeldis í einum mánuði Nadine Guðrún Yaghi skrifar 29. ágúst 2020 16:00 Bjarkarhlíð er mistöð fyrir þolendur ofbeldis. Aldrei hafa fleiri leitað til samtakanna eins og í júní. Aldrei hafa fleiri leitað til Bjarkarhlíðar vegna heimilisofbeldis eins og í sumar. Málin eru mörg þung þar sem um ræðir alvarlegt líkamlegt ofbeldi. Þá hafa fleiri leitað sér aðstoðar vegna andlegs ofbeldis að sögn verkefnastjóra Bjarkarhlíðar. Á fyrstu sex mánuðum ársins hefur orðið aukning á heimilisofbeldi samkvæmt bráðabirgðatölum Ríkislögreglustjóra um fjölda afbrota á landsvísu. Sú þróun er eitt af því sem lögregluyfirvöld í Evrópu og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hafa varað við í tengslum við Covid-19 faraldurinn. Hjá Bjarkarhlíð, sem er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, hefur orðið mikil aukning á komum í sumar að sögn Rögnu Bjargar Guðbrandsdóttur, verkefnastjóra. „Miðað við tölurnar hjá okkur lítur ekki út fyrir að toppnum sé náð,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastýra Bjarkarhlíðar.Stöð2 „Í sumar var meira að gera hjá okkur en við áttum von á. Covid kom þarna inn í strax í maí. Þá fór að verða mikið að gera en síðan sprakk allt í júní og við sáum tölur sem við höfum ekki séð í neinum mánuði áður. Það voru 107 sem komu til okkar,“ segir Ragna. 97 leituðu til Bjarkarhlíðar í júlí og um sextíu í ágúst. Flestir sem koma eru að leita sér aðstoðar vegna heimilisofbeldis, yfir 80 prósent konur og um 20 prósent karlar. „Þetta eru orðin 534 mál sem við erum komin með í lok ágúst en allt árið í fyrra vorum við með 565 mál. Þannig það lítur út fyrir ansi mikla fjölgun ef þetta heldur áfram með þessum hætti,“ segir Ragna. Málin í ár hafi mörg hver verið þung þar sem um ræðir alvarlegt líkamlegt ofbeldi. Þá hafi margir leitað sér aðstoðar vegna andlegs ofbeldis í sumar og telur Ragna að það hafi orðið vitundavakning á þeim málum í vor. „Hlutir eins og þegar sá sem þú ert í nánu sambandi með fer að hóta sjálfsvígum, eða að skaða sjálfan sig og fara eða eitthvað slíkt. Þetta er form af andlegu ofbeldi sem er mjög mikið notað og skiljanlega á fólk á mjög erfitt með að standa undir og er oft til þess fallið að fólk sé lengur í sambandinu og festist,“ segir Ragna. Hún hefur áhyggjur af framhaldinu. „Miðað við tölurnar hjá okkur lítur ekki út fyrir að toppnum sé náð. Eftir því sem tíminn lengist þeim mun meiri pressa er á fólki sem er í samböndum þar sem ofbeldi á sér stað,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð. Heimilisofbeldi Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Fleiri fréttir Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Sjá meira
Aldrei hafa fleiri leitað til Bjarkarhlíðar vegna heimilisofbeldis eins og í sumar. Málin eru mörg þung þar sem um ræðir alvarlegt líkamlegt ofbeldi. Þá hafa fleiri leitað sér aðstoðar vegna andlegs ofbeldis að sögn verkefnastjóra Bjarkarhlíðar. Á fyrstu sex mánuðum ársins hefur orðið aukning á heimilisofbeldi samkvæmt bráðabirgðatölum Ríkislögreglustjóra um fjölda afbrota á landsvísu. Sú þróun er eitt af því sem lögregluyfirvöld í Evrópu og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hafa varað við í tengslum við Covid-19 faraldurinn. Hjá Bjarkarhlíð, sem er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, hefur orðið mikil aukning á komum í sumar að sögn Rögnu Bjargar Guðbrandsdóttur, verkefnastjóra. „Miðað við tölurnar hjá okkur lítur ekki út fyrir að toppnum sé náð,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastýra Bjarkarhlíðar.Stöð2 „Í sumar var meira að gera hjá okkur en við áttum von á. Covid kom þarna inn í strax í maí. Þá fór að verða mikið að gera en síðan sprakk allt í júní og við sáum tölur sem við höfum ekki séð í neinum mánuði áður. Það voru 107 sem komu til okkar,“ segir Ragna. 97 leituðu til Bjarkarhlíðar í júlí og um sextíu í ágúst. Flestir sem koma eru að leita sér aðstoðar vegna heimilisofbeldis, yfir 80 prósent konur og um 20 prósent karlar. „Þetta eru orðin 534 mál sem við erum komin með í lok ágúst en allt árið í fyrra vorum við með 565 mál. Þannig það lítur út fyrir ansi mikla fjölgun ef þetta heldur áfram með þessum hætti,“ segir Ragna. Málin í ár hafi mörg hver verið þung þar sem um ræðir alvarlegt líkamlegt ofbeldi. Þá hafi margir leitað sér aðstoðar vegna andlegs ofbeldis í sumar og telur Ragna að það hafi orðið vitundavakning á þeim málum í vor. „Hlutir eins og þegar sá sem þú ert í nánu sambandi með fer að hóta sjálfsvígum, eða að skaða sjálfan sig og fara eða eitthvað slíkt. Þetta er form af andlegu ofbeldi sem er mjög mikið notað og skiljanlega á fólk á mjög erfitt með að standa undir og er oft til þess fallið að fólk sé lengur í sambandinu og festist,“ segir Ragna. Hún hefur áhyggjur af framhaldinu. „Miðað við tölurnar hjá okkur lítur ekki út fyrir að toppnum sé náð. Eftir því sem tíminn lengist þeim mun meiri pressa er á fólki sem er í samböndum þar sem ofbeldi á sér stað,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð.
Heimilisofbeldi Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Fleiri fréttir Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Sjá meira