Nik Chamberlain: Við eigum bestu stuðningsmennina í þessari deild Ísak Hallmundarson skrifar 29. ágúst 2020 18:22 Nik Chamberlain, þjálfari meistaraflokks Þróttar. Mynd/Þróttur Nik Anthony Chamberlain þjálfari Þróttar var mjög ánægður eftir sigur hjá sínum stelpum á Fylki á Eimskipsvellinum í Laugardalnum í dag. „Þetta var frábært. Þetta var algjörlega það sem stelpurnar áttu skilið í dag. Sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem við yfirspiluðum þær á öllum stöðum vallarins. Svo vörðumst við vel það sem eftir lifði leiks og fengum kannski smá heppni með okkur í lið líka eins og þegar við björguðum á marklínu ásamt nokkrum öðrum atvikum. En stelpurnar mínar áttu þetta fyllilega skilið í dag eftir það sem við erum búnar að leggja á okkur bæði í leikinn í dag og undanfarnar vikur,“ sagði Nik glaður í bragði í leikslok. Þessi leikur og þessi þrjú stig eru Þrótturum afar mikilvæg. Þau gefa nýliðunum von um að liðið geti haldið sér áfram í deildi þeirra bestu. „Ef við höldum áfram að spila eins og við spiluðum í dag þá eigum við góðan möguleika á að halda okkur í deildinni. Við eigum 5 heimaleiki eftir og ef við getum sýnt sama viljann og sjálfstraustið í þessum næstu leikjum og við gerðum í dag þá eigum við mjög góðan möguleika,“ sagði Nik aðspurður um möguleika Þróttar að forðast fall úr deildinni. Í gærkvöldi tilkynntu yfirvöld að áhorfendum yrði aftur hleypt á íþróttaviðburði með ákveðnum takmörkunum. 90 áhorfendur mættu á Eimskipsvöllinn í dag og heimaliðið fékk mikinn stuðning úr stúkunni. Nik var spurður hvort það hafi skipt einhverju máli í dag. „Ég held það. Ég sagði fyrir leikinn að við eigum bestu stuðningsmennina í þessari deild. Stuðningsmennirnir okkar styðja stelpurnar stanslaust áfram og það hjálpar klárlega að hafa þá sem okkar tólfta leikmann,“ sagði Nik Chamberlain að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Nik Anthony Chamberlain þjálfari Þróttar var mjög ánægður eftir sigur hjá sínum stelpum á Fylki á Eimskipsvellinum í Laugardalnum í dag. „Þetta var frábært. Þetta var algjörlega það sem stelpurnar áttu skilið í dag. Sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem við yfirspiluðum þær á öllum stöðum vallarins. Svo vörðumst við vel það sem eftir lifði leiks og fengum kannski smá heppni með okkur í lið líka eins og þegar við björguðum á marklínu ásamt nokkrum öðrum atvikum. En stelpurnar mínar áttu þetta fyllilega skilið í dag eftir það sem við erum búnar að leggja á okkur bæði í leikinn í dag og undanfarnar vikur,“ sagði Nik glaður í bragði í leikslok. Þessi leikur og þessi þrjú stig eru Þrótturum afar mikilvæg. Þau gefa nýliðunum von um að liðið geti haldið sér áfram í deildi þeirra bestu. „Ef við höldum áfram að spila eins og við spiluðum í dag þá eigum við góðan möguleika á að halda okkur í deildinni. Við eigum 5 heimaleiki eftir og ef við getum sýnt sama viljann og sjálfstraustið í þessum næstu leikjum og við gerðum í dag þá eigum við mjög góðan möguleika,“ sagði Nik aðspurður um möguleika Þróttar að forðast fall úr deildinni. Í gærkvöldi tilkynntu yfirvöld að áhorfendum yrði aftur hleypt á íþróttaviðburði með ákveðnum takmörkunum. 90 áhorfendur mættu á Eimskipsvöllinn í dag og heimaliðið fékk mikinn stuðning úr stúkunni. Nik var spurður hvort það hafi skipt einhverju máli í dag. „Ég held það. Ég sagði fyrir leikinn að við eigum bestu stuðningsmennina í þessari deild. Stuðningsmennirnir okkar styðja stelpurnar stanslaust áfram og það hjálpar klárlega að hafa þá sem okkar tólfta leikmann,“ sagði Nik Chamberlain að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira