Laxar á Breiðunni í Elliðaánum Karl Lúðvíksson skrifar 4. júní 2020 15:45 Breiðan í Elliðaánum Mynd: KL Laxveiðitímabilið er farið af stað fyrst með góðri opnun við Urriðafoss í Þjórsá og svo í dag voru alla vega fimm laxar komnir á land í Norðurá sem opnaði fyrir veiði í dag. Það er mikill spenningur eins og venjulega hjá veiðimönnum á fyrstu dögum hvers veiðitímabils og það hve vel hefur gengið fyrstu vaktirnar gefur góða von um gott sumar. En það er fleira sem kemur til. Lax hefur sést í flestum ánum á vesturlandi og einhverjum af ánum fyrir norðan en sú á sem er líklega best vöktuð af þeim öllum, Elliðaárnar, er þegar farin að sjá sína fyrstu lónbúa og í dag í glampandi sól og blíðu máttu sjá í bláa og silfraða laxa á Breiðunni. Það lágu í það minnsta fjórir til fimm laxar á Breiðunni rétt fyrir hádegið og þetta gerir ekki annað en að auka á bjartsýni fyrir því að þær væntingar sem eru fyrir þetta veiðisumar séu fyllilega réttlætanlegar. Næstu ár sem opna eru til að mynda Þverá og Kjarrá sem og Blanda sem opna á morgun og það er víst að vel verður fylgst með því. Mest lesið Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Bleikjan horfin úr Tungufljóti? Veiði Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Góð veiði í Breiðdalsá og Jökla að fara í gang Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Erlendir veiðimenn uggandi yfir líklegu eldgosi Veiði Sumarblað Veiðimannsins er komið út Veiði Síðustu dagar Köldukvíslar framundan Veiði Vefsala SVFR opnuð Veiði
Laxveiðitímabilið er farið af stað fyrst með góðri opnun við Urriðafoss í Þjórsá og svo í dag voru alla vega fimm laxar komnir á land í Norðurá sem opnaði fyrir veiði í dag. Það er mikill spenningur eins og venjulega hjá veiðimönnum á fyrstu dögum hvers veiðitímabils og það hve vel hefur gengið fyrstu vaktirnar gefur góða von um gott sumar. En það er fleira sem kemur til. Lax hefur sést í flestum ánum á vesturlandi og einhverjum af ánum fyrir norðan en sú á sem er líklega best vöktuð af þeim öllum, Elliðaárnar, er þegar farin að sjá sína fyrstu lónbúa og í dag í glampandi sól og blíðu máttu sjá í bláa og silfraða laxa á Breiðunni. Það lágu í það minnsta fjórir til fimm laxar á Breiðunni rétt fyrir hádegið og þetta gerir ekki annað en að auka á bjartsýni fyrir því að þær væntingar sem eru fyrir þetta veiðisumar séu fyllilega réttlætanlegar. Næstu ár sem opna eru til að mynda Þverá og Kjarrá sem og Blanda sem opna á morgun og það er víst að vel verður fylgst með því.
Mest lesið Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Bleikjan horfin úr Tungufljóti? Veiði Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Góð veiði í Breiðdalsá og Jökla að fara í gang Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Erlendir veiðimenn uggandi yfir líklegu eldgosi Veiði Sumarblað Veiðimannsins er komið út Veiði Síðustu dagar Köldukvíslar framundan Veiði Vefsala SVFR opnuð Veiði