Alvarleg mistök voru gerð hjá Krabbameinsfélagi Íslands við skoðun leghálssýnis. Kona um fimmtugt fékk rangar niðurstöður og er nú með ólæknandi krabbamein sem líklega hefði verið hægt að koma í veg fyrir. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Einnig verður haldið áfram að fjalla um atvinnuástandið á Suðurnesjum en um fimmtungur íbúa Reykjanesbæjar er nú án atvinnu. Sveitarstjórnarráðherra horfir til uppbyggingar hafnarmannvirkja sem gæti skapað hundruð starfa.
Í lok fréttatímans segjum við frá nýju dýrafélagi sem tvær 10 ára stelpur stofnuðu. Þær ætla að leita að týndum köttum í vesturbænum.
Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30