Átta prósent mælst með mótefni hjá Sameind Sylvía Hall og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 30. ágúst 2020 21:01 Um 1.400 manns hafa farið í mælingu hjá Sameind. Vísir Rannsóknarstofan Sameind í Glæsibæ er eina einkarekna fyrirtækið sem hefur heimild til þess að mótefnamæla fyrir Covid19. Um 1.400 manns hafa farið í mælingu hjá fyrirtækinu, en mælingin kostar um fjögur þúsund krónur og ekki er þörf á að panta tíma. Um átta prósent þeirra sem leitað hafa til Sameindar hafa greinst með mótefni við Covid19. „Við fundum að það er mikill áhugi í samfélaginu til þess að gera þetta og það er í rauninni mikilvægt að gera þetta vegna þess að einstaklingar sem greinast hjá okkur, þeir geta þá fengið vottorð þess efnis. Þegar þeir eru að koma til landsins geta þá framvísað slíku skírteini og þurfa þá ekki að fara í sóttkví,“ segir Sturla Orri Arinbjarnarson, sérfræðingur í ónæmisfræðum. Sturla segir upplýsingarnar geta gagnast fólki vel auk þess sem þær hjálpi til við að kortleggja útbreiðslu veirunnar. Allar niðurstöður séu afhentar landlæknisembættinu. „Það segir kannski ekki til um algengi Covid-19, því þetta er svolítið skekkt úrtak sem kemur hingað – það eru frekar einstaklingar sem hafa veikst. Þetta er líka mikilvægt fyrir til dæmis fyrirtæki sem eru að spyrja okkur mikið út í þetta. Það er mikilvægt fyrir fyrirtækin að vita hvaða starfsmenn hafa veikst, vegna þess að ef að það kemur síðan upp sýking í fyrirtækinu þá þurfa þessir starfsmenn ekki að fara í sóttkví.“ Oddur Ævar og Alexandra Ýr reyndust bæði vera með mótefni.Vísir/Arnar Neitað um sýnatöku en reyndust hafa fengið veiruna Par sem veiktist í vor en var neitað um sýnatöku í tvígang, fékk nýverið að vita að það væri með mótefni, og hefði þar af leiðandi verið með Covid. „Okkur var sagt að það væru ýmsar flensur í gangi, þannig við héldum að þetta væri flensa sem við hefðum fengið í mars,“ segir Oddur Ævar Gunnarsson. „Svo lenti ég í slembiúrtaki hjá Íslenskri erfðagreiningu og fór í það ferli og þá komst ég að því að ég hafði verið með Covid,“ segir Alexandra Ýr van Erven. Þau segja að það hefði verið gott að vita þetta fyrr til að komast hjá sóttkví á dögunum, en að á sama tíma sé þeim létt að vita að þau séu komin með mótefni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tvö innanlandssmit og sex bíða mótefnamælingar Tvennt greindist með virk kórónuveirusmit síðasta sólarhringinn hér á landi. Þá greindust sex með kórónuveirusmit á landamærunum, en öll bíða þau mótefnamælingar 30. ágúst 2020 11:08 Býst við bóluefni á Íslandi í janúar Yfirlæknir ónæmisdeildar á Landspítalanum segist bjartsýnn á að bóluefni við kórónuveirunni verði aðgengilegt hér á landi um áramótin. 27. ágúst 2020 12:17 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Sjá meira
Rannsóknarstofan Sameind í Glæsibæ er eina einkarekna fyrirtækið sem hefur heimild til þess að mótefnamæla fyrir Covid19. Um 1.400 manns hafa farið í mælingu hjá fyrirtækinu, en mælingin kostar um fjögur þúsund krónur og ekki er þörf á að panta tíma. Um átta prósent þeirra sem leitað hafa til Sameindar hafa greinst með mótefni við Covid19. „Við fundum að það er mikill áhugi í samfélaginu til þess að gera þetta og það er í rauninni mikilvægt að gera þetta vegna þess að einstaklingar sem greinast hjá okkur, þeir geta þá fengið vottorð þess efnis. Þegar þeir eru að koma til landsins geta þá framvísað slíku skírteini og þurfa þá ekki að fara í sóttkví,“ segir Sturla Orri Arinbjarnarson, sérfræðingur í ónæmisfræðum. Sturla segir upplýsingarnar geta gagnast fólki vel auk þess sem þær hjálpi til við að kortleggja útbreiðslu veirunnar. Allar niðurstöður séu afhentar landlæknisembættinu. „Það segir kannski ekki til um algengi Covid-19, því þetta er svolítið skekkt úrtak sem kemur hingað – það eru frekar einstaklingar sem hafa veikst. Þetta er líka mikilvægt fyrir til dæmis fyrirtæki sem eru að spyrja okkur mikið út í þetta. Það er mikilvægt fyrir fyrirtækin að vita hvaða starfsmenn hafa veikst, vegna þess að ef að það kemur síðan upp sýking í fyrirtækinu þá þurfa þessir starfsmenn ekki að fara í sóttkví.“ Oddur Ævar og Alexandra Ýr reyndust bæði vera með mótefni.Vísir/Arnar Neitað um sýnatöku en reyndust hafa fengið veiruna Par sem veiktist í vor en var neitað um sýnatöku í tvígang, fékk nýverið að vita að það væri með mótefni, og hefði þar af leiðandi verið með Covid. „Okkur var sagt að það væru ýmsar flensur í gangi, þannig við héldum að þetta væri flensa sem við hefðum fengið í mars,“ segir Oddur Ævar Gunnarsson. „Svo lenti ég í slembiúrtaki hjá Íslenskri erfðagreiningu og fór í það ferli og þá komst ég að því að ég hafði verið með Covid,“ segir Alexandra Ýr van Erven. Þau segja að það hefði verið gott að vita þetta fyrr til að komast hjá sóttkví á dögunum, en að á sama tíma sé þeim létt að vita að þau séu komin með mótefni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tvö innanlandssmit og sex bíða mótefnamælingar Tvennt greindist með virk kórónuveirusmit síðasta sólarhringinn hér á landi. Þá greindust sex með kórónuveirusmit á landamærunum, en öll bíða þau mótefnamælingar 30. ágúst 2020 11:08 Býst við bóluefni á Íslandi í janúar Yfirlæknir ónæmisdeildar á Landspítalanum segist bjartsýnn á að bóluefni við kórónuveirunni verði aðgengilegt hér á landi um áramótin. 27. ágúst 2020 12:17 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Sjá meira
Tvö innanlandssmit og sex bíða mótefnamælingar Tvennt greindist með virk kórónuveirusmit síðasta sólarhringinn hér á landi. Þá greindust sex með kórónuveirusmit á landamærunum, en öll bíða þau mótefnamælingar 30. ágúst 2020 11:08
Býst við bóluefni á Íslandi í janúar Yfirlæknir ónæmisdeildar á Landspítalanum segist bjartsýnn á að bóluefni við kórónuveirunni verði aðgengilegt hér á landi um áramótin. 27. ágúst 2020 12:17