Forpantanir á fjórhjóladrifna Volvo XC40 rafmagnsjeppanum hófst í dag Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 1. september 2020 07:00 Volvo XC40 rafmagnsjeppinn Brimborg byrjaði að taka við forpöntunum á ríkulega útbúinni R-Design útfærslu rafmagnsjeppans Volvo XC40 á miðnætti í nótt í Vefsýningarsal bílaumboðsins. Sýnis- og reynsluakstursbílar verða hjá Brimborg í nóvember og afhendingar til kaupenda hefjast vorið 2021, samkvæmt fréttatilkynningu frá Brimborg um málið. Volvo XC40 P8 AWD Recharge R-Design í hnotskurn: - Fjórhjóladrifinn, 408 hestafla rafmagnsjeppi sem togar 660 Nm og er 4,9 sekúndur í hundrað - Langdrægur með 78 kWh drifrafhlöðu með 400 km. drægni og aðeins 40 mínútur að ná 320 km. drægni í hraðhleðslu - Fullkominn ferðabíll með 1.500 kg. dráttargetu og 17,6 sm. veghæð - Notendavænt rými með fullt af geymsluplássi, 452 lítra farangursrými og aukarými í húddi - Notendavæn tækni með Android Auto stýrkerfi með Google Maps leiðsögukerfi, forhitari fjarstýrður með Volvo On Call og varmadæla - 5 ára víðtæk verksmiðjuábyrgð og 8 ára verksmiðjuábyrgð á drifrafhlöðu aðeins í boði á bílum seldum hjá Brimborg Volvo XC40 rafmagnsjeppinn Allir Volvo bílar rafmagnaðir árið 2025 Með Volvo XC40 rafmagnsjeppanum stígur Volvo enn eitt skrefið í átt að krefjandi markmiði að fyrir árið 2025 verði helmingur af öllum Volvo bílum keyptum á heimsvísu knúnir rafmagni eingöngu og hinn helmingurinn verði tvinnbílar. Nú þegar á árinu 2020 er sala Brimborgar á Volvo 96% tvinnbílar og ljóst að allir seldir Volvo bílar á Íslandi hjá Brimborg verða annaðhvort 100% hreinir rafbílar eða tvinnbílar árið 2021. Fjórhjóladrif, 408 hestöfl, 4,9 sekúndur í hundrað og 400 km. drægni Volvo XC40 P8 AWD Recharge er fjórhjóladrifinn, 100% hreinn rafmagnsjeppi búinn tveimur öflugum rafmagnsvélum sem skila saman 408 hestöflum og 660 Nm togi og er bíllinn 4,9 sekúndur að ná 100 km. hraða. Drifrafhlaðan er 78 kWh og skilar jeppanum 400 km. í einni aksturslotu skv. WLTP staðli. Áætluð orkunotkun per 100 km. er um 18,75 kWh. sem jafngildir um 300 kr. orkukostnaði m.v. heimilisrafmagn og því má ætla að orkukostnaður á ferðalagi fram og og til baka milli Reykjavíkur og Akureyrar væri um 2.300 kr. Volvo XC40 rafmagnsjeppinn. Stuttur hleðslutími Bíllinn er búinn 11 kW hleðslubúnaði með Type 2 tengi og hægt er að hlaða drifrafhlöðuna í 320 km. drægni á aðeins 40 mínútum í 150 kW hraðhleðslustöð (DC). Í 11 kW eða stærri heimahleðslustöð (AC) eða sambærilegri stöð á vinnustað fullhleðst tóm drifrafhlaða í 100% drægni á aðeins 8 tímum. Rúmgóður fjórhjóladrifinn jeppi fyrir íslenskar aðstæður Nýi Volvo XC40 P8 rafmagnsjeppinn hentar einstaklega vel við íslenskar aðstæður með fjórhjóladrifi, góðri veghæð og hárri sætisstöðu ásamt því að vera einstaklega praktískur með notendavænu rými fyrir farþega og farangur, mikið afl og góða drægni á hreinu rafmagni. Volvo XC40 P8 AWD Recharge er sjálfskiptur, 5 sæta með 452 lítra farangursrými sem er stækkanlegt í 1328 lítra auk þess að viðbótar farangursrými er í húddi. Dráttargetan er 1.500 kg. fyrir vagn með hemlum og hæð undir lægsta punkt er 17,6 sm. Rafmagnsjeppinn er 4425 mm á lengd, 1863 mm á breidd og 1647 mm á hæð, vegur 2113 kg. með einstaklega hagstæða þyngdardreifingu þar sem 52% hvílir á framás og 48% á afturás. Innrarýmið í Volvo XC40 rafmagnsjeppanum Ríkulegur staðalbúnaður sérsniðinn að norðlægum slóðum Volvo XC40 P8 AWD Recharge R-Design er hlaðinn búnaði og má þar nefna til viðbótar við einstakan öryggisbúnað Volvo bíla m.a. rafdrifinn afturhlera, 19 tommu álfelgur, lyklalaust aðgengi, 9 tommu snertiskjá, forhitari með Volvo On Call fjarstýringu, upphituð framsæti, upphitað stýri, upphituð rúðupissstútar, hraðastilli, Bluetooth tengingu og Volvo On Call appið. Android Auto stýrikerfi með Google Maps, forhitari með Volvo On Call fjarstýringu og varmadæla Volvo XC40 P8 er fyrsti Volvo bíllinn sem kemur með innbyggðu Android Auto stýrikerfi með Google Maps leiðsögukerfi og gerir það kleift að nota Android öpp beint í bílnum. Þetta gerir það að verkum að mjög einfalt er að nota stýrikerfi bílsins. Einnig er staðalbúnaður þráðlaus speglun fyrir Apple Car Play. Forhitari fjarstýrður í gegnum Volvo On Call appið er einstaklega þægilegur eiginleiki sem er staðalbúnaður og hluti af Nordic Cold Climate pakkanum sem Brimborg býður með bílnum á Íslandi. Með Volvo On Call appinu er líka hægt að kveikja á sætis- og stýrisupphitun. Varmadæla er mikilvægur búnaður í rafbílum, sérstaklega á Íslandi og hún er staðalbúnaður í Volvo XC40 á Íslandi. Varmadæla endurnýtir orku úr umhverfinu fyrir bæði miðstöð og drifrafhlöðu bílsins sem gerir kleift að að spara orku drifrafhlöðunnar við hitun eða kælingu bílsins. Það getur munað allt að 60 km eða um 15% af drægni bílsins hvort varmadæla er í bílnum eða ekki. Hagstætt verð og víðtæk verksmiðjuábyrgð Volvo XC40 P8 AWD Recharge R-Design kostar frá 7.990.000 kr. kominn á götuna með 5 ára víðtækri verksmiðjuábyrgð á bíl og 8 ára verksmiðjuábyrgð á drifrafhlöðu. Ábyrgðin er aðeins í boði á bílum seldum hjá Brimborg skv. nánari skilmálum Volvo Cars Group og Brimborgar. First Edition aukahlutapakki Fyrstu bílarnir verða í boði með sérstökum First Edition aukahlutapakka á 369.000 kr. sem inniheldur Þráðlausa farsímahleðslu í mælaborði, bakkmyndavél, nálægðarskynjara að framan, rafdrifin farþega og bílstjórasæti og BLIS öryggiskerfi. Sýningar- og reynsluakstursbílarnir sem Brimborg fær verða að auki með sér lit, leðuráklæði, sjálfkeyrandi ökumannsaðstoð og Harmon Kardon premium hljómkerfi. Forpantanir í Vefsýningarsal Brimborgar frá 1. september Forpantanir hófust í Vefsýningarsal Brimborgar á miðnætti í nótt. Þar er hægt að velja sér bíl, smella á hnapp, fylla út form, lýsa mögulegum uppítökbíl og senda fyrirspurn eða pöntun. Söluráðgjafi verður í kjölfarið í sambandi með nánari upplýsingar. Staðfestingargjald við staðfestingu pöntunar er 10% eða 800.000 kr. Vistvænir bílar Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent
Brimborg byrjaði að taka við forpöntunum á ríkulega útbúinni R-Design útfærslu rafmagnsjeppans Volvo XC40 á miðnætti í nótt í Vefsýningarsal bílaumboðsins. Sýnis- og reynsluakstursbílar verða hjá Brimborg í nóvember og afhendingar til kaupenda hefjast vorið 2021, samkvæmt fréttatilkynningu frá Brimborg um málið. Volvo XC40 P8 AWD Recharge R-Design í hnotskurn: - Fjórhjóladrifinn, 408 hestafla rafmagnsjeppi sem togar 660 Nm og er 4,9 sekúndur í hundrað - Langdrægur með 78 kWh drifrafhlöðu með 400 km. drægni og aðeins 40 mínútur að ná 320 km. drægni í hraðhleðslu - Fullkominn ferðabíll með 1.500 kg. dráttargetu og 17,6 sm. veghæð - Notendavænt rými með fullt af geymsluplássi, 452 lítra farangursrými og aukarými í húddi - Notendavæn tækni með Android Auto stýrkerfi með Google Maps leiðsögukerfi, forhitari fjarstýrður með Volvo On Call og varmadæla - 5 ára víðtæk verksmiðjuábyrgð og 8 ára verksmiðjuábyrgð á drifrafhlöðu aðeins í boði á bílum seldum hjá Brimborg Volvo XC40 rafmagnsjeppinn Allir Volvo bílar rafmagnaðir árið 2025 Með Volvo XC40 rafmagnsjeppanum stígur Volvo enn eitt skrefið í átt að krefjandi markmiði að fyrir árið 2025 verði helmingur af öllum Volvo bílum keyptum á heimsvísu knúnir rafmagni eingöngu og hinn helmingurinn verði tvinnbílar. Nú þegar á árinu 2020 er sala Brimborgar á Volvo 96% tvinnbílar og ljóst að allir seldir Volvo bílar á Íslandi hjá Brimborg verða annaðhvort 100% hreinir rafbílar eða tvinnbílar árið 2021. Fjórhjóladrif, 408 hestöfl, 4,9 sekúndur í hundrað og 400 km. drægni Volvo XC40 P8 AWD Recharge er fjórhjóladrifinn, 100% hreinn rafmagnsjeppi búinn tveimur öflugum rafmagnsvélum sem skila saman 408 hestöflum og 660 Nm togi og er bíllinn 4,9 sekúndur að ná 100 km. hraða. Drifrafhlaðan er 78 kWh og skilar jeppanum 400 km. í einni aksturslotu skv. WLTP staðli. Áætluð orkunotkun per 100 km. er um 18,75 kWh. sem jafngildir um 300 kr. orkukostnaði m.v. heimilisrafmagn og því má ætla að orkukostnaður á ferðalagi fram og og til baka milli Reykjavíkur og Akureyrar væri um 2.300 kr. Volvo XC40 rafmagnsjeppinn. Stuttur hleðslutími Bíllinn er búinn 11 kW hleðslubúnaði með Type 2 tengi og hægt er að hlaða drifrafhlöðuna í 320 km. drægni á aðeins 40 mínútum í 150 kW hraðhleðslustöð (DC). Í 11 kW eða stærri heimahleðslustöð (AC) eða sambærilegri stöð á vinnustað fullhleðst tóm drifrafhlaða í 100% drægni á aðeins 8 tímum. Rúmgóður fjórhjóladrifinn jeppi fyrir íslenskar aðstæður Nýi Volvo XC40 P8 rafmagnsjeppinn hentar einstaklega vel við íslenskar aðstæður með fjórhjóladrifi, góðri veghæð og hárri sætisstöðu ásamt því að vera einstaklega praktískur með notendavænu rými fyrir farþega og farangur, mikið afl og góða drægni á hreinu rafmagni. Volvo XC40 P8 AWD Recharge er sjálfskiptur, 5 sæta með 452 lítra farangursrými sem er stækkanlegt í 1328 lítra auk þess að viðbótar farangursrými er í húddi. Dráttargetan er 1.500 kg. fyrir vagn með hemlum og hæð undir lægsta punkt er 17,6 sm. Rafmagnsjeppinn er 4425 mm á lengd, 1863 mm á breidd og 1647 mm á hæð, vegur 2113 kg. með einstaklega hagstæða þyngdardreifingu þar sem 52% hvílir á framás og 48% á afturás. Innrarýmið í Volvo XC40 rafmagnsjeppanum Ríkulegur staðalbúnaður sérsniðinn að norðlægum slóðum Volvo XC40 P8 AWD Recharge R-Design er hlaðinn búnaði og má þar nefna til viðbótar við einstakan öryggisbúnað Volvo bíla m.a. rafdrifinn afturhlera, 19 tommu álfelgur, lyklalaust aðgengi, 9 tommu snertiskjá, forhitari með Volvo On Call fjarstýringu, upphituð framsæti, upphitað stýri, upphituð rúðupissstútar, hraðastilli, Bluetooth tengingu og Volvo On Call appið. Android Auto stýrikerfi með Google Maps, forhitari með Volvo On Call fjarstýringu og varmadæla Volvo XC40 P8 er fyrsti Volvo bíllinn sem kemur með innbyggðu Android Auto stýrikerfi með Google Maps leiðsögukerfi og gerir það kleift að nota Android öpp beint í bílnum. Þetta gerir það að verkum að mjög einfalt er að nota stýrikerfi bílsins. Einnig er staðalbúnaður þráðlaus speglun fyrir Apple Car Play. Forhitari fjarstýrður í gegnum Volvo On Call appið er einstaklega þægilegur eiginleiki sem er staðalbúnaður og hluti af Nordic Cold Climate pakkanum sem Brimborg býður með bílnum á Íslandi. Með Volvo On Call appinu er líka hægt að kveikja á sætis- og stýrisupphitun. Varmadæla er mikilvægur búnaður í rafbílum, sérstaklega á Íslandi og hún er staðalbúnaður í Volvo XC40 á Íslandi. Varmadæla endurnýtir orku úr umhverfinu fyrir bæði miðstöð og drifrafhlöðu bílsins sem gerir kleift að að spara orku drifrafhlöðunnar við hitun eða kælingu bílsins. Það getur munað allt að 60 km eða um 15% af drægni bílsins hvort varmadæla er í bílnum eða ekki. Hagstætt verð og víðtæk verksmiðjuábyrgð Volvo XC40 P8 AWD Recharge R-Design kostar frá 7.990.000 kr. kominn á götuna með 5 ára víðtækri verksmiðjuábyrgð á bíl og 8 ára verksmiðjuábyrgð á drifrafhlöðu. Ábyrgðin er aðeins í boði á bílum seldum hjá Brimborg skv. nánari skilmálum Volvo Cars Group og Brimborgar. First Edition aukahlutapakki Fyrstu bílarnir verða í boði með sérstökum First Edition aukahlutapakka á 369.000 kr. sem inniheldur Þráðlausa farsímahleðslu í mælaborði, bakkmyndavél, nálægðarskynjara að framan, rafdrifin farþega og bílstjórasæti og BLIS öryggiskerfi. Sýningar- og reynsluakstursbílarnir sem Brimborg fær verða að auki með sér lit, leðuráklæði, sjálfkeyrandi ökumannsaðstoð og Harmon Kardon premium hljómkerfi. Forpantanir í Vefsýningarsal Brimborgar frá 1. september Forpantanir hófust í Vefsýningarsal Brimborgar á miðnætti í nótt. Þar er hægt að velja sér bíl, smella á hnapp, fylla út form, lýsa mögulegum uppítökbíl og senda fyrirspurn eða pöntun. Söluráðgjafi verður í kjölfarið í sambandi með nánari upplýsingar. Staðfestingargjald við staðfestingu pöntunar er 10% eða 800.000 kr.
Vistvænir bílar Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent