Meiri áhætta að slaka á takmörkunum á vínveitingastöðum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. ágúst 2020 17:50 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir meiri áhættu að slaka á takmörkunum á vínveitingastöðum. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir telur meiri hættu á að kórónuveirusmit berist milli manna þegar vín er haft við hönd og því sé meiri áhætta að rýmka takmarkanir á opnun skemmtistaða og vínveitingastaða. Hann væntir þess að brátt verði hægt að slaka á aðgerðum vegna kórónuveirunnar hér á landi en mikill árangur hafi náðst í baráttunni við veiruna undanfarnar vikur. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag að mörg smita sem komið hafa upp hér innanlands að undanförnu tengist vínveitingastöðum. „Menn passa sig ekki þegar þeir eru komnir í gleðskapinn eins mikið,“ sagði Þórólfur. Viðlíka upplýsingar megi einnig sjá erlendis og því telji hann meiri áhættu á að rýmka aðgerðir á slíkum stöðum. Frá því í vetur hefur skemmtistöðum og vínveitingastöðum verið gert að loka klukkan ellefu kvöld hvert. Þórólfur segir takmarkanirnar mikilvægar vegna aukinnar smithættu þegar vín er haft við hönd. Eðlilegast að byrja á að slaka á innanlandstakmörkunum Þórólfur sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að hann teldi hægt að fara að slaka á hér innanlands bráðlega. „Mér finnst við hafa náð árangri með þessum skimunum, við erum búin að greina um níutíu einstaklinga á landamærunum sem annars hefðu farið hérna inn með veiruna og getað valdið hér sýkingum og dreifingu á veirunni,“ sagði Þórólfur í Reykjavík síðdegis. „Ég held að við ættum að geta farið að slaka á og í mínum huga er eðlilegast að huga að því að byrja á því að slaka á innanlandstakmörkunum.“ Hann segir ekki ljóst hvaða breytingar á aðgerðum hann hyggist leggja til en nú er um vika í að ný auglýsing heilbrigðisráðherra verði birt. Ýmislegt geti þó komið til álita sem enn eigi eftir að skoða og margt hafi hingað til verið viðrað í umræðum aðgerðateymisins. „Við erum komin með þessa grímuskyldu þar sem ekki er hægt að tryggja tvo metrana, þá höfum við mælt með grímunotkun. Það er hins vegar ekki þar með sagt að það sé hægt að henda tveggja metra reglunni út um gluggann bara til þess að geta notað grímur þannig að tveggja metra reglan er númer eitt og síðan kemur hitt þar sem ekki er hægt að viðhafa hana.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Þórólf í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Reykjavík síðdegis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Boðar tilslakanir á veiruaðgerðum innanlands Aðspurður sagði sóttvarnalæknir ekki enn ljóst hvaða breytingar á aðgerðum hann hyggst leggja til. 31. ágúst 2020 14:34 Segir mestu óvissuna liggja í því hversu djúpstæð og löng kreppan verður Landsframleiðsla hér á landi hefur dregist saman um 9,3 prósent á öðrum ársfjórðungi 2020 og er það mesti samdráttur frá upphafi mælinga. Hagfræðingur segir að hér sér skollin á kreppa. 31. ágúst 2020 12:55 Sextán smitaðir eftir flug fullt af „sjálfselskum kóvitum“ Sextán farþegar úr flugi breska flugfélagsins TUI milli Bretlands og Grikklands í síðustu viku hafa greinst með kórónuveiruna. 31. ágúst 2020 12:29 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Sjá meira
Sóttvarnalæknir telur meiri hættu á að kórónuveirusmit berist milli manna þegar vín er haft við hönd og því sé meiri áhætta að rýmka takmarkanir á opnun skemmtistaða og vínveitingastaða. Hann væntir þess að brátt verði hægt að slaka á aðgerðum vegna kórónuveirunnar hér á landi en mikill árangur hafi náðst í baráttunni við veiruna undanfarnar vikur. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag að mörg smita sem komið hafa upp hér innanlands að undanförnu tengist vínveitingastöðum. „Menn passa sig ekki þegar þeir eru komnir í gleðskapinn eins mikið,“ sagði Þórólfur. Viðlíka upplýsingar megi einnig sjá erlendis og því telji hann meiri áhættu á að rýmka aðgerðir á slíkum stöðum. Frá því í vetur hefur skemmtistöðum og vínveitingastöðum verið gert að loka klukkan ellefu kvöld hvert. Þórólfur segir takmarkanirnar mikilvægar vegna aukinnar smithættu þegar vín er haft við hönd. Eðlilegast að byrja á að slaka á innanlandstakmörkunum Þórólfur sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að hann teldi hægt að fara að slaka á hér innanlands bráðlega. „Mér finnst við hafa náð árangri með þessum skimunum, við erum búin að greina um níutíu einstaklinga á landamærunum sem annars hefðu farið hérna inn með veiruna og getað valdið hér sýkingum og dreifingu á veirunni,“ sagði Þórólfur í Reykjavík síðdegis. „Ég held að við ættum að geta farið að slaka á og í mínum huga er eðlilegast að huga að því að byrja á því að slaka á innanlandstakmörkunum.“ Hann segir ekki ljóst hvaða breytingar á aðgerðum hann hyggist leggja til en nú er um vika í að ný auglýsing heilbrigðisráðherra verði birt. Ýmislegt geti þó komið til álita sem enn eigi eftir að skoða og margt hafi hingað til verið viðrað í umræðum aðgerðateymisins. „Við erum komin með þessa grímuskyldu þar sem ekki er hægt að tryggja tvo metrana, þá höfum við mælt með grímunotkun. Það er hins vegar ekki þar með sagt að það sé hægt að henda tveggja metra reglunni út um gluggann bara til þess að geta notað grímur þannig að tveggja metra reglan er númer eitt og síðan kemur hitt þar sem ekki er hægt að viðhafa hana.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Þórólf í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Reykjavík síðdegis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Boðar tilslakanir á veiruaðgerðum innanlands Aðspurður sagði sóttvarnalæknir ekki enn ljóst hvaða breytingar á aðgerðum hann hyggst leggja til. 31. ágúst 2020 14:34 Segir mestu óvissuna liggja í því hversu djúpstæð og löng kreppan verður Landsframleiðsla hér á landi hefur dregist saman um 9,3 prósent á öðrum ársfjórðungi 2020 og er það mesti samdráttur frá upphafi mælinga. Hagfræðingur segir að hér sér skollin á kreppa. 31. ágúst 2020 12:55 Sextán smitaðir eftir flug fullt af „sjálfselskum kóvitum“ Sextán farþegar úr flugi breska flugfélagsins TUI milli Bretlands og Grikklands í síðustu viku hafa greinst með kórónuveiruna. 31. ágúst 2020 12:29 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Sjá meira
Boðar tilslakanir á veiruaðgerðum innanlands Aðspurður sagði sóttvarnalæknir ekki enn ljóst hvaða breytingar á aðgerðum hann hyggst leggja til. 31. ágúst 2020 14:34
Segir mestu óvissuna liggja í því hversu djúpstæð og löng kreppan verður Landsframleiðsla hér á landi hefur dregist saman um 9,3 prósent á öðrum ársfjórðungi 2020 og er það mesti samdráttur frá upphafi mælinga. Hagfræðingur segir að hér sér skollin á kreppa. 31. ágúst 2020 12:55
Sextán smitaðir eftir flug fullt af „sjálfselskum kóvitum“ Sextán farþegar úr flugi breska flugfélagsins TUI milli Bretlands og Grikklands í síðustu viku hafa greinst með kórónuveiruna. 31. ágúst 2020 12:29