Söngvarinn Ed Sheeran tilkynnti á Instagram rétt í þessu að í síðustu viku hafi hann eignast dóttur með eiginkonu sinni, Cherry Seaborn.
„Cherry fæddi fallega og heilbrigða dóttur - Lyra Antarctica Seaborn Sheeran.“

Söngvarinn segir að móður og barni heilsist vel og þau svífi nú öll um á skýi. Hann biður um að fólk virði friðhelgi einkalífs þeirra á þessum tíma. Á síðasta ári tilkynnti Sheeran að hann ætlaði að taka sér hlé frá sviðsljósinu og er þetta fyrsta myndin sem hann birtir á Instagram síðan jólin 2019. Hann virðist þó ætla að taka sér lengri pásu og endar færsluna á að segja
„Sjáumst þegar það er kominn tími á að koma til baka.“