María Birta hefur þurft að fara á spítala eftir leiksýningar Stefán Árni Pálsson skrifar 1. september 2020 10:29 María Birta er búsett í Las Vegas en hefur undanfarnar vikur verið hér á landi. Leikkonan María Birta Bjarnadóttir hefur búið undanfarin ár í Bandaríkjunum þar sem hún hefur verið að reyna fyrir sér í leiklistinni. Sem stendur er hún búsett í Las Vegas og tekur þátt í sýningu þar í borg tíu sinnum í viku. María Birta var á sínum tíma verslunareigandi í Reykjavík og gekk reksturinn vel og þegar best var velti búðin tíu milljónum á mánuði. Hún átti tískufataverslunina Maníu. María er er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar. Í viðtalinu ræða Sölvi og María Birta meðal annars um nýjasta verkefnið og líkamlegu átökin eru ekkert grín. Hlutverkið stækkaði og stækkaði „Mér er sagt að ég sé nunna í þessu showi, svo fannst þeim allt í einu frábær hugmynd að allir myndu berja nunnuna og ég hef ekki tölu á því hvað ég hef verið kýld oft í andlitið og svo er brotin flaska á hausnum á mér í sýningunni og hlutverkið mitt stækkar alltaf og núna er ég í 70 mínútur af 100 mínútum á sviðinu,“ segir María. „Ég hef alveg þrisvar sinnum þurft að fara á spítala og farið í röntgenmyndatökur eftir sýningarnar og alls konar. Það er til dæmis brotinn stóll á bakinu á mér í hverri sýningu og af því að hver einasti stóll kostar talsverðan pening þá er hann límdur saman og það fer eftir því hversu mikið lím er notað hversu harður hann verður og líka hver er að brjóta hann á mér. Ég hef nokkrum sinnum farið úr lið á hendinni og verið með svarta marbletti á mjöðminni og fleira. Ég veit að þetta hljómar furðulega, en þetta er bara eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert á ævinni.” Sýningin er nú í tímabundnu hléi vegna heimsfaraldursins, sem var vægast sagt sérstakur fyrir Maríu Birtu og Ella Egilsson, eiginmann hennar. „Ég og Elli tókum bara strax þá ákvörðun að við myndum ekki hitta neinn, þannig að frá 16. mars og alveg þangað til við komum til Íslands í ágúst hittum við eina stelpu. Annars vorum við bara saman í einangrun í 5 mánuði. Við fórum ekki út úr húsi í tvö mánuði, ekki einu sinni í labbitúr. Svo fórum við í fyrsta göngutúrinn í maí og Elli tekur krúttlega selfie af okkur og ég sé myndina og ég hugsaði: „hver er þetta?” af því að ég var búin að fitna svo mikið. Ég hef aldrei í mínu lífi fitnað en þarna var ég búin að fitna um 11 kíló á tveimur mánuðum af því að ég hreyfði mig ekki neitt. Ég var bara orðin eins og helíum blaðra.” Í viðtalinu ræða Sölvi og María Birta líka um menninguna í leiklistinni bæði í Bandaríkjunum og á Íslandi og hvað hefur breyst eftir metoo byltinguna. Metoo breytti miklu „Það hafa alveg verið moment á Íslandi þar sem mér leið ekki vel á setti. Fyrir mig breyttist andrúmsloftið mikið hérna heima í leiklistinni eftir metoo byltinguna og mér fannst gott að senda inn mína sögu og klára mitt mál. Ég lék nýlega í nektarsenu úti og þá fann maður vel breytinguna. Það var svo vel passað upp á að allt væri í lagi og að mér liði vel að það var næstum því hlægilegt. Það hefði aldrei verið svona áður en metoo átti sér stað. En það er rétt að taka það fram að þessi sena var klippt út og fór ekki neitt.” Í viðtalinu ræða Sölvi og María Birta um adrenalínfíknina, löngunina til að vera alltaf að læra eitthvað nýtt, ferilinn í leiklistinni og margt margt fleira. Viðtalið í heild má sjá hér að neðan. Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira
Leikkonan María Birta Bjarnadóttir hefur búið undanfarin ár í Bandaríkjunum þar sem hún hefur verið að reyna fyrir sér í leiklistinni. Sem stendur er hún búsett í Las Vegas og tekur þátt í sýningu þar í borg tíu sinnum í viku. María Birta var á sínum tíma verslunareigandi í Reykjavík og gekk reksturinn vel og þegar best var velti búðin tíu milljónum á mánuði. Hún átti tískufataverslunina Maníu. María er er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar. Í viðtalinu ræða Sölvi og María Birta meðal annars um nýjasta verkefnið og líkamlegu átökin eru ekkert grín. Hlutverkið stækkaði og stækkaði „Mér er sagt að ég sé nunna í þessu showi, svo fannst þeim allt í einu frábær hugmynd að allir myndu berja nunnuna og ég hef ekki tölu á því hvað ég hef verið kýld oft í andlitið og svo er brotin flaska á hausnum á mér í sýningunni og hlutverkið mitt stækkar alltaf og núna er ég í 70 mínútur af 100 mínútum á sviðinu,“ segir María. „Ég hef alveg þrisvar sinnum þurft að fara á spítala og farið í röntgenmyndatökur eftir sýningarnar og alls konar. Það er til dæmis brotinn stóll á bakinu á mér í hverri sýningu og af því að hver einasti stóll kostar talsverðan pening þá er hann límdur saman og það fer eftir því hversu mikið lím er notað hversu harður hann verður og líka hver er að brjóta hann á mér. Ég hef nokkrum sinnum farið úr lið á hendinni og verið með svarta marbletti á mjöðminni og fleira. Ég veit að þetta hljómar furðulega, en þetta er bara eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert á ævinni.” Sýningin er nú í tímabundnu hléi vegna heimsfaraldursins, sem var vægast sagt sérstakur fyrir Maríu Birtu og Ella Egilsson, eiginmann hennar. „Ég og Elli tókum bara strax þá ákvörðun að við myndum ekki hitta neinn, þannig að frá 16. mars og alveg þangað til við komum til Íslands í ágúst hittum við eina stelpu. Annars vorum við bara saman í einangrun í 5 mánuði. Við fórum ekki út úr húsi í tvö mánuði, ekki einu sinni í labbitúr. Svo fórum við í fyrsta göngutúrinn í maí og Elli tekur krúttlega selfie af okkur og ég sé myndina og ég hugsaði: „hver er þetta?” af því að ég var búin að fitna svo mikið. Ég hef aldrei í mínu lífi fitnað en þarna var ég búin að fitna um 11 kíló á tveimur mánuðum af því að ég hreyfði mig ekki neitt. Ég var bara orðin eins og helíum blaðra.” Í viðtalinu ræða Sölvi og María Birta líka um menninguna í leiklistinni bæði í Bandaríkjunum og á Íslandi og hvað hefur breyst eftir metoo byltinguna. Metoo breytti miklu „Það hafa alveg verið moment á Íslandi þar sem mér leið ekki vel á setti. Fyrir mig breyttist andrúmsloftið mikið hérna heima í leiklistinni eftir metoo byltinguna og mér fannst gott að senda inn mína sögu og klára mitt mál. Ég lék nýlega í nektarsenu úti og þá fann maður vel breytinguna. Það var svo vel passað upp á að allt væri í lagi og að mér liði vel að það var næstum því hlægilegt. Það hefði aldrei verið svona áður en metoo átti sér stað. En það er rétt að taka það fram að þessi sena var klippt út og fór ekki neitt.” Í viðtalinu ræða Sölvi og María Birta um adrenalínfíknina, löngunina til að vera alltaf að læra eitthvað nýtt, ferilinn í leiklistinni og margt margt fleira. Viðtalið í heild má sjá hér að neðan.
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira