„September hefst með látum“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. september 2020 11:35 Gular viðvaranir eru í gildi fyrir fimmtudag og föstudag. Mynd/Veðurstofa Ísland „September hefst með látum.“ Svo hljóðar upphafið á Facebook-færslu Veðurstofunnar þar sem greint er frá því að gefnar hafi verið út gular viðvaranir fyrir fjögur spásvæði síðar í vikunni. Viðvaranirnar ná yfir Norðurland vestra, Norðurland eystra, Miðhálendið og Austurland að Glettingi og eru þær í gildi frá því klukkan 17 á fimmtudaginn fram að miðnætti á föstudag, hið minnsta. „Útlit er fyrir norðan hvassviðri eða storm, 15-20 m/s og talsverða úrkomu, sem fellur ýmist sem slydda eða snjókoma til fjalla. Veðrið gæti skapað vandræði fyrir búfénaði, einkum kindum til fjalla. Líklegt er að færð spillist á fjallvegum og ferðalangar á svæðinu ættu að huga vel að veðurspám,“ segir á Facebook-síðu Veðurstofunnar. Ekki djúp en kröpp Eiríkur Örn Jóhannsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að sökudólgurinn sé lægð sem sé að koma upp að landinu. „Ekkert sérstaklega djúp en svolítið kröpp,“ segir hann. Það muni koma betur í ljós næstu daga hvernig lægðin muni haga sér en þó sé ekki viðbúið að hún nái inn í helgina. Hvetur hann íbúa á svæðunum sem viðvaranirnar ná til til þess að huga að lausamunum í görðum og nærliggjandi svæðum, enda muni talsvert hvassviðri fylgja lægðinni. Veðurhorfur á landinu Suðvestan 3-10 m/s og skúrir, einkum sunnan- og vestanlands. Snýst í norðaustan 8-13 á Vestfjörðum undir kvöld, en lægir heldur í öðrum landshlutum. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast norðaustantil. Gengur í norðaustan 8-15 með rigningu á morgun, en úrkomuminna norðvestantil. Kólnar heldur fyrir norðan. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á fimmtudag: Norðan 10-18 m/s, hvassast norðvestantil. Rigning, talsverð norðaustan- og austanlands, en úrkomulítið um landið suðvestanvert. Hiti 5 til 12 stig, hlýjast syðst. Á föstudag: Norðvestan 8-15 m/s, en 15-20 norðan- og austanlands fram að kvöldi. Rigning á Norður- og Austurlandi og slydda til fjalla, en annars þurrt að kalla. Dregur úr vindi og léttir til sunnan- og vestantil seinnipartinn. Hiti 2 til 9 stig, svalast norðanlands. Á laugardag: Breytileg átt, 3-8 m/s og bjartviðri, en lítilsháttar væta norðaustanlands. Hlýnar heldur í veðri. Á sunnudag: Sunnan strekkingur eða allhvass vindur og rigning, en lengst af þurrt norðaustantil. Hlýnandi. Á mánudag: Allhvöss sunnan og síðar vestanátt. Rigning, einkum vestantil og milt veður. Veður Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Fleiri fréttir Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Sjá meira
„September hefst með látum.“ Svo hljóðar upphafið á Facebook-færslu Veðurstofunnar þar sem greint er frá því að gefnar hafi verið út gular viðvaranir fyrir fjögur spásvæði síðar í vikunni. Viðvaranirnar ná yfir Norðurland vestra, Norðurland eystra, Miðhálendið og Austurland að Glettingi og eru þær í gildi frá því klukkan 17 á fimmtudaginn fram að miðnætti á föstudag, hið minnsta. „Útlit er fyrir norðan hvassviðri eða storm, 15-20 m/s og talsverða úrkomu, sem fellur ýmist sem slydda eða snjókoma til fjalla. Veðrið gæti skapað vandræði fyrir búfénaði, einkum kindum til fjalla. Líklegt er að færð spillist á fjallvegum og ferðalangar á svæðinu ættu að huga vel að veðurspám,“ segir á Facebook-síðu Veðurstofunnar. Ekki djúp en kröpp Eiríkur Örn Jóhannsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að sökudólgurinn sé lægð sem sé að koma upp að landinu. „Ekkert sérstaklega djúp en svolítið kröpp,“ segir hann. Það muni koma betur í ljós næstu daga hvernig lægðin muni haga sér en þó sé ekki viðbúið að hún nái inn í helgina. Hvetur hann íbúa á svæðunum sem viðvaranirnar ná til til þess að huga að lausamunum í görðum og nærliggjandi svæðum, enda muni talsvert hvassviðri fylgja lægðinni. Veðurhorfur á landinu Suðvestan 3-10 m/s og skúrir, einkum sunnan- og vestanlands. Snýst í norðaustan 8-13 á Vestfjörðum undir kvöld, en lægir heldur í öðrum landshlutum. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast norðaustantil. Gengur í norðaustan 8-15 með rigningu á morgun, en úrkomuminna norðvestantil. Kólnar heldur fyrir norðan. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á fimmtudag: Norðan 10-18 m/s, hvassast norðvestantil. Rigning, talsverð norðaustan- og austanlands, en úrkomulítið um landið suðvestanvert. Hiti 5 til 12 stig, hlýjast syðst. Á föstudag: Norðvestan 8-15 m/s, en 15-20 norðan- og austanlands fram að kvöldi. Rigning á Norður- og Austurlandi og slydda til fjalla, en annars þurrt að kalla. Dregur úr vindi og léttir til sunnan- og vestantil seinnipartinn. Hiti 2 til 9 stig, svalast norðanlands. Á laugardag: Breytileg átt, 3-8 m/s og bjartviðri, en lítilsháttar væta norðaustanlands. Hlýnar heldur í veðri. Á sunnudag: Sunnan strekkingur eða allhvass vindur og rigning, en lengst af þurrt norðaustantil. Hlýnandi. Á mánudag: Allhvöss sunnan og síðar vestanátt. Rigning, einkum vestantil og milt veður.
Suðvestan 3-10 m/s og skúrir, einkum sunnan- og vestanlands. Snýst í norðaustan 8-13 á Vestfjörðum undir kvöld, en lægir heldur í öðrum landshlutum. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast norðaustantil. Gengur í norðaustan 8-15 með rigningu á morgun, en úrkomuminna norðvestantil. Kólnar heldur fyrir norðan.
Á fimmtudag: Norðan 10-18 m/s, hvassast norðvestantil. Rigning, talsverð norðaustan- og austanlands, en úrkomulítið um landið suðvestanvert. Hiti 5 til 12 stig, hlýjast syðst. Á föstudag: Norðvestan 8-15 m/s, en 15-20 norðan- og austanlands fram að kvöldi. Rigning á Norður- og Austurlandi og slydda til fjalla, en annars þurrt að kalla. Dregur úr vindi og léttir til sunnan- og vestantil seinnipartinn. Hiti 2 til 9 stig, svalast norðanlands. Á laugardag: Breytileg átt, 3-8 m/s og bjartviðri, en lítilsháttar væta norðaustanlands. Hlýnar heldur í veðri. Á sunnudag: Sunnan strekkingur eða allhvass vindur og rigning, en lengst af þurrt norðaustantil. Hlýnandi. Á mánudag: Allhvöss sunnan og síðar vestanátt. Rigning, einkum vestantil og milt veður.
Veður Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Fleiri fréttir Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Sjá meira