Uppsagnirnar á Herjólfi „hrikalega þungbærar“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. september 2020 12:35 Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Vísir/Jóhann K. Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir það afar þungbært að öllum starfsmönnum Herjólfs ohf. Hafi verið sagt upp störfum í gær. Allt verði gert til þess að halda uppi óbreyttum samgöngum til og frá Vestmannaeyjum. Þá séu uppsagnirnar í Herjólfi ekki sambærilegar uppsögnum hjá Icelandair í vor. Alls var 68 starfsmönnum Herjólfs sagt upp í gær. Herjólfur ohf., félag í eigu Vestmannaeyjabæjar sem sér um rekstur ferjunnar, sagði í tilkynningu í gær að uppsagnirnar skrifuðust bæði á kórónuveirufaraldurinn og stöðu sem uppi er í deilu við ríkið um efndir á þjónustusamningi. Félagið telur ríkið ekki hafa staðið við sinn hluta samningsins upp á 400 milljónir króna. „Þetta er hrikalega þungbært að stjórn félagsins telji sig þurfa að grípa til þessara aðgerða sem eru nauðsynlegar til að endurskipuleggja reksturinn. En þetta þýðir það að það liggur fyrir að staðan á félaginu er alvarleg eins og hefur margoft komið fram í fjölmiðlum,“ sagði Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „En auðvitað er þetta þannig að Herjólfur siglir áfram og það verða áfram störf þarna um borð. En þetta er bara ekki einfalt. Það er ekki einfalt að hald uppi samgöngum við Vestmannaeyjar eins og verið hefur.“ Innt eftir því hvort uppsagnirnar á Herjólfi væru af svipuðum meiði og þegar Icelandair sagði upp um 2000 starfsmönnum í vor sagði Íris að hún teldi svo ekki vera. „Nei, það held ég nú ekki. Þá voru menn ekkert að fljúga. Þetta er ekki þannig. Þetta er svigrúm sem stjórnin telur sig þurfa til að geta endurskipulagt reksturinn, af því að auðvitað finnst mér að það ætti að vera borðleggjandi að ríkið greiði samkvæmt þeim samningi sem er á borðinu. En ef peningarnir koma ekki þá þarf stjórn félagsins að hafa eitthvað svigrúm til að sjá hvað hún getur gert,“ sagði Íris. „Það sem er algjör lykill er að ferðatíðnin verði varin. Við erum ekki tilbúin að fara til baka, hvorki við sem stýrum sveitarfélaginu né samfélagið í Vestmannaeyjum. Við ætlum okkur að halda þessari ferðatíðini. […] Það er enginn að fara að bjóða upp á það að það verði enginn Herjólfur.“ Vestmannaeyjar Herjólfur Samgöngur Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Öllum starfsmönnum Herjólfs sagt upp Öllum starfsmönnum Herjólfs hefur verið sagt upp samkvæmt heimildum fréttastofu. 31. ágúst 2020 15:18 Vinnustöðvun á Herjólfi aflýst Sjómannafélag Íslands hefur aflýst vinnustöðvun sem átti að hefjast á miðnætti í kvöld eftir að samkomulag náðist í kvöld milli Sjómannafélags Íslands og Herjólfs ohf. um viðræðuáætlun. 20. júlí 2020 19:44 Lífróður í ólgusjó verkfalla Alvarleg staða ríkir í samgöngumálum okkar Eyjamanna. Herjólfur er okkar þjóðvegur og gegnir lykilhlutverki í samgöngum við Eyjar. 17. júlí 2020 11:51 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir það afar þungbært að öllum starfsmönnum Herjólfs ohf. Hafi verið sagt upp störfum í gær. Allt verði gert til þess að halda uppi óbreyttum samgöngum til og frá Vestmannaeyjum. Þá séu uppsagnirnar í Herjólfi ekki sambærilegar uppsögnum hjá Icelandair í vor. Alls var 68 starfsmönnum Herjólfs sagt upp í gær. Herjólfur ohf., félag í eigu Vestmannaeyjabæjar sem sér um rekstur ferjunnar, sagði í tilkynningu í gær að uppsagnirnar skrifuðust bæði á kórónuveirufaraldurinn og stöðu sem uppi er í deilu við ríkið um efndir á þjónustusamningi. Félagið telur ríkið ekki hafa staðið við sinn hluta samningsins upp á 400 milljónir króna. „Þetta er hrikalega þungbært að stjórn félagsins telji sig þurfa að grípa til þessara aðgerða sem eru nauðsynlegar til að endurskipuleggja reksturinn. En þetta þýðir það að það liggur fyrir að staðan á félaginu er alvarleg eins og hefur margoft komið fram í fjölmiðlum,“ sagði Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „En auðvitað er þetta þannig að Herjólfur siglir áfram og það verða áfram störf þarna um borð. En þetta er bara ekki einfalt. Það er ekki einfalt að hald uppi samgöngum við Vestmannaeyjar eins og verið hefur.“ Innt eftir því hvort uppsagnirnar á Herjólfi væru af svipuðum meiði og þegar Icelandair sagði upp um 2000 starfsmönnum í vor sagði Íris að hún teldi svo ekki vera. „Nei, það held ég nú ekki. Þá voru menn ekkert að fljúga. Þetta er ekki þannig. Þetta er svigrúm sem stjórnin telur sig þurfa til að geta endurskipulagt reksturinn, af því að auðvitað finnst mér að það ætti að vera borðleggjandi að ríkið greiði samkvæmt þeim samningi sem er á borðinu. En ef peningarnir koma ekki þá þarf stjórn félagsins að hafa eitthvað svigrúm til að sjá hvað hún getur gert,“ sagði Íris. „Það sem er algjör lykill er að ferðatíðnin verði varin. Við erum ekki tilbúin að fara til baka, hvorki við sem stýrum sveitarfélaginu né samfélagið í Vestmannaeyjum. Við ætlum okkur að halda þessari ferðatíðini. […] Það er enginn að fara að bjóða upp á það að það verði enginn Herjólfur.“
Vestmannaeyjar Herjólfur Samgöngur Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Öllum starfsmönnum Herjólfs sagt upp Öllum starfsmönnum Herjólfs hefur verið sagt upp samkvæmt heimildum fréttastofu. 31. ágúst 2020 15:18 Vinnustöðvun á Herjólfi aflýst Sjómannafélag Íslands hefur aflýst vinnustöðvun sem átti að hefjast á miðnætti í kvöld eftir að samkomulag náðist í kvöld milli Sjómannafélags Íslands og Herjólfs ohf. um viðræðuáætlun. 20. júlí 2020 19:44 Lífróður í ólgusjó verkfalla Alvarleg staða ríkir í samgöngumálum okkar Eyjamanna. Herjólfur er okkar þjóðvegur og gegnir lykilhlutverki í samgöngum við Eyjar. 17. júlí 2020 11:51 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Öllum starfsmönnum Herjólfs sagt upp Öllum starfsmönnum Herjólfs hefur verið sagt upp samkvæmt heimildum fréttastofu. 31. ágúst 2020 15:18
Vinnustöðvun á Herjólfi aflýst Sjómannafélag Íslands hefur aflýst vinnustöðvun sem átti að hefjast á miðnætti í kvöld eftir að samkomulag náðist í kvöld milli Sjómannafélags Íslands og Herjólfs ohf. um viðræðuáætlun. 20. júlí 2020 19:44
Lífróður í ólgusjó verkfalla Alvarleg staða ríkir í samgöngumálum okkar Eyjamanna. Herjólfur er okkar þjóðvegur og gegnir lykilhlutverki í samgöngum við Eyjar. 17. júlí 2020 11:51