Kári svarar Herði og spyr hverju hann hafi átt að hóta ríkisstjórninni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. september 2020 08:49 Frá því fyrr í sumar eftir að Kári Stefánsson fór á fund ráðherra. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, virðist ekki sáttur við leiðara Harðar Ægissonar, ritstjóra Markaðsins, fylgiblaðs Fréttablaðsins um viðskipti, sem birtist í Fréttablaðinu síðastliðinn föstudag. Þar staðhæfði Hörður að ríkisstjórn Íslands hefði meðal annars látið undan hótunum Kára, þegar ákveðið var að herða sóttvarnaraðgerðir á landamærum, en Hörður gagnrýndi þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar mjög í leiðaranum, sem lesa má hér. „Ákvörðun ríkisstjórnarinnar, sem lét meðal annars undan hótunum forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, á eftir að reynast henni meiriháttar pólitískur og efnahagslegur afleikur,“ skrifaði Hörður meðal annars í leiðaranum undir fyrirsögninni Afleikur. „Hverju átti ég að hóta henni?“ Kári ritar opið bréf til Harðar í Fréttablaðinu í dag þar sem hann fer yfir það af hverju ríkisstjórnin hafi valið þá leið sem hún ákvað að fara. Nefnir hann alls sjö ástæður fyrir því og kemst hann svo að orði að það sem þar komi fram bendi sterklega til þess að þess að án þess aðviðhafa skimun–sóttkví–skimun yrði að reikna með því að fá yfir okkur hverja bylgjuna á fætur annarri. Því næst fer Kári yfir ýmis atriði í grein Harðar, hann segist vera sammála ritstjóranum um að alvarleg efnahagskreppa sé framundan, en ósammála því að hún eigi rætur sínar í sóttvarnaraðgerðum á landamærunum. Ræturnar liggi hreinlega í „veirunni illvígu“. Þá víkur Kári orðunum að hinum meintu hótunum sem Hörður staðhæfði að ríkisstjórnin hefði látið undan. „Þú gefur sterklega í skyn að ríkisstjórnin hafi komið á núverandi fyrirkomulagi við landamærin af því að ég hafi hótað henni. Hverju átti ég að hóta henni? Að Íslensk erfðagreining myndi hætta að skima? Við vorum hætt að skima og ákvörðunin hafði ekkert með skimunargetu að gera heldur þá staðreynd að ein skimun nægir ekki. Eða var það kannski að ég myndi hætta að gagnrýna ríkisstjórnina og fara að styðja hana?“ skrifar Kári. Segir Hörð enda í ekkert-að-marka landinu Skrifar Kári einnig að með þessu fari Hörður ekki bara yfir línuna, hann hagi sér eins og hún sé ekki til. „Þú endaðir ekki úti í mýri sem er sá göfugi partur af landslaginu sem verður gjarnan áfangastaður þeirra sem fara yfir línuna heldur lentirðu í ekkert-að-marka landinu þar sem vex lítið annað en ósannindi innan um rembing og þvælu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjölmiðlar Íslensk erfðagreining Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, virðist ekki sáttur við leiðara Harðar Ægissonar, ritstjóra Markaðsins, fylgiblaðs Fréttablaðsins um viðskipti, sem birtist í Fréttablaðinu síðastliðinn föstudag. Þar staðhæfði Hörður að ríkisstjórn Íslands hefði meðal annars látið undan hótunum Kára, þegar ákveðið var að herða sóttvarnaraðgerðir á landamærum, en Hörður gagnrýndi þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar mjög í leiðaranum, sem lesa má hér. „Ákvörðun ríkisstjórnarinnar, sem lét meðal annars undan hótunum forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, á eftir að reynast henni meiriháttar pólitískur og efnahagslegur afleikur,“ skrifaði Hörður meðal annars í leiðaranum undir fyrirsögninni Afleikur. „Hverju átti ég að hóta henni?“ Kári ritar opið bréf til Harðar í Fréttablaðinu í dag þar sem hann fer yfir það af hverju ríkisstjórnin hafi valið þá leið sem hún ákvað að fara. Nefnir hann alls sjö ástæður fyrir því og kemst hann svo að orði að það sem þar komi fram bendi sterklega til þess að þess að án þess aðviðhafa skimun–sóttkví–skimun yrði að reikna með því að fá yfir okkur hverja bylgjuna á fætur annarri. Því næst fer Kári yfir ýmis atriði í grein Harðar, hann segist vera sammála ritstjóranum um að alvarleg efnahagskreppa sé framundan, en ósammála því að hún eigi rætur sínar í sóttvarnaraðgerðum á landamærunum. Ræturnar liggi hreinlega í „veirunni illvígu“. Þá víkur Kári orðunum að hinum meintu hótunum sem Hörður staðhæfði að ríkisstjórnin hefði látið undan. „Þú gefur sterklega í skyn að ríkisstjórnin hafi komið á núverandi fyrirkomulagi við landamærin af því að ég hafi hótað henni. Hverju átti ég að hóta henni? Að Íslensk erfðagreining myndi hætta að skima? Við vorum hætt að skima og ákvörðunin hafði ekkert með skimunargetu að gera heldur þá staðreynd að ein skimun nægir ekki. Eða var það kannski að ég myndi hætta að gagnrýna ríkisstjórnina og fara að styðja hana?“ skrifar Kári. Segir Hörð enda í ekkert-að-marka landinu Skrifar Kári einnig að með þessu fari Hörður ekki bara yfir línuna, hann hagi sér eins og hún sé ekki til. „Þú endaðir ekki úti í mýri sem er sá göfugi partur af landslaginu sem verður gjarnan áfangastaður þeirra sem fara yfir línuna heldur lentirðu í ekkert-að-marka landinu þar sem vex lítið annað en ósannindi innan um rembing og þvælu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjölmiðlar Íslensk erfðagreining Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Sjá meira