5G byltingin að hefjast á Íslandi og mun breyta miklu Heimir Már Pétursson skrifar 2. september 2020 19:40 Hraðinn í samskiptum í 5 G fjarskiptakerfinu verður tíu sinnum meiri en nú þekkist. Tæknin mun hafa mikil áhrif á samfélög framtíðarinnar og segir tæknistjóri Vodafone fulla ástæðu til að byggja upp regluverk um öryggi þessarar nýju tækni. Vodafone kynnir þessa dagana 5G fjarskiptalausnir sem verið er að byggja upp. En þær byggja einmitt á búnaði frá kínverska tæknirisanum Huawei sem bandarísk stjórnvöld hafa lagt fæð á og skorað á stjórnvöld annarra ríkja að banna. Það er kaldhæðnislegt að kynningin fer fram beint á móti framtíðar sendiráðsbyggingu Bandaríkjamanna í Reykjavík. Bandaríska sendiráðið verður í þessu húsi inna nokkurra missera en stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa þrýst á önnur ríki að banna búnað Huawei í 5G væðingunni. Bandarísk fyrirtæki eru hins vegar komin mun skemur á veg en kínverska fyrirtækið sem er talið standa fremst í þróun 56 búnaðar í heiminum.Vísir/Vilhelm Fyrstu sendarnir eru komnir upp og verða prufukeyrðir með völdum viðskiptavinum Vodafone og Nova sem sameiginlega setja sendana upp um allt land þegar þar að kemur. Kjartan Briem tæknistjóri Vodafone segir að hraðinn á gagnaflutningum í 5G verði um tíu sinnum meiri en nú. Þannig tæki aðeins nokkrar sekúndur að hala niður kvikmynd. Tæknistjóri Vodafone segir að fyrst um sinn muni notendur finna fyrir mjög auknum hraða með notkun 5G. Í framtíðinni muni tæknin hins vegar hafa mikil áhrif á allt samfélagið og eðlilegt að hugað verði að öryggisþættinum í þeim efnum.Stöð 2/Baldur „Svona í byrjun er þetta aðallega meiri hraði og betri upplifun. En í framtíðinni er þetta farið að breyta heilmiklu í okkar samfélagi. 5G snýst ansi mikið um samskipti tækjanna að gera þau möguleg og hluti mögulega eins og fyrir umhverfið. Fyrir sjálfkeyrandi bíla og svo framvegis," segir Kjartan. Bandaríkjastjórn og aðrir gagnrýnendur 56 hafa varað við því að búnaðurinn opni gátt fyrir kínversk stjórnvöld inn í samskipti fólks og ríkja. Kjartan segir Huawei fremsta í heiminum í framleiðslu þessa búnaðar og því væri glapræði að hleypa þeim ekki að hér á landi. En þessi búnaður sé ekki sá eini sem komi að fjarskiptainnviðum samfélaga. „En vissulega verður þetta mikilvægari hluti innviða landsinis og það er full ástæða til að taka öryggismál alvarlega í þessu samhengi,“ segir Kjartan. Ekki væri skynsamlegt að horfa á einn framleiðanda og segja hann hættulegri en aðra. Nær væri að að byggja upp regluverk um tæknina. „Þar sem gengið er úr skugga um að ekki sé hægt að nýta sér einhverja veikleika í kerfinu. Það er miklu mikilvægari hluti en að einblína á einhvern einn framleiðanda,“ segir Kjartan Briem. Vodafone er í eigu Sýnar sem einnig á fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis. Fjarskipti Tengdar fréttir 5G í loftið hjá Vodafone Vodafone hóf í dag uppbyggingu á 5G-kerfi á Íslandi en fyrsti sendir fyrirtækisins er staðsettur við höfuðstöðvar þess á Suðurlandsbraut. 1. september 2020 13:04 Segir fráleitt að takmarka aðgengi íslenskra einkafyrirtækja að besta búnaðinum til þess að „Það væri fráleitt að takmarka aðgengi íslenskra einkafyrirtækja að besta og ódýrasta búnaðinum til þess eins að þóknast utanríkispólitík Donalds Trump,“ segir Heiðar Guðjónsson forstjóri Sýnar í uppgjöri fyrirtækisins fyrir fyrri árshelming. 26. ágúst 2020 17:26 Forstjóri Huawei segir 5G ekki opna leið til njósna Forstjóri Huawei á Norðurlöndum segir engar bakdyr í 5G búnaði fyrirtækisins sem kínversk stjónvöld geti notað til að njósna um stjórnvöld annarra landa. 5. ágúst 2020 18:52 Ekkert bendir til þess að búnaður Huawei sé óöruggur Íslensk fjarskiptafyrirtæki vinna að uppbyggingu fimmtu kynslóðar fjarskiptanetsins og tvö þeirra styðjast við búnað frá Huawei. 2. ágúst 2020 23:30 Bretar láta undan þrýstingi Bandaríkjastjórnar varðandi 5G Bresk stjórnvöld hafa látið undan þrýstingi frá Bandaríkjastjórn og ákveðið að banna aðkomu kínverska tæknirisans að framþróun 5G fjarskiptakerfisins. 14. júlí 2020 19:30 Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Hraðinn í samskiptum í 5 G fjarskiptakerfinu verður tíu sinnum meiri en nú þekkist. Tæknin mun hafa mikil áhrif á samfélög framtíðarinnar og segir tæknistjóri Vodafone fulla ástæðu til að byggja upp regluverk um öryggi þessarar nýju tækni. Vodafone kynnir þessa dagana 5G fjarskiptalausnir sem verið er að byggja upp. En þær byggja einmitt á búnaði frá kínverska tæknirisanum Huawei sem bandarísk stjórnvöld hafa lagt fæð á og skorað á stjórnvöld annarra ríkja að banna. Það er kaldhæðnislegt að kynningin fer fram beint á móti framtíðar sendiráðsbyggingu Bandaríkjamanna í Reykjavík. Bandaríska sendiráðið verður í þessu húsi inna nokkurra missera en stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa þrýst á önnur ríki að banna búnað Huawei í 5G væðingunni. Bandarísk fyrirtæki eru hins vegar komin mun skemur á veg en kínverska fyrirtækið sem er talið standa fremst í þróun 56 búnaðar í heiminum.Vísir/Vilhelm Fyrstu sendarnir eru komnir upp og verða prufukeyrðir með völdum viðskiptavinum Vodafone og Nova sem sameiginlega setja sendana upp um allt land þegar þar að kemur. Kjartan Briem tæknistjóri Vodafone segir að hraðinn á gagnaflutningum í 5G verði um tíu sinnum meiri en nú. Þannig tæki aðeins nokkrar sekúndur að hala niður kvikmynd. Tæknistjóri Vodafone segir að fyrst um sinn muni notendur finna fyrir mjög auknum hraða með notkun 5G. Í framtíðinni muni tæknin hins vegar hafa mikil áhrif á allt samfélagið og eðlilegt að hugað verði að öryggisþættinum í þeim efnum.Stöð 2/Baldur „Svona í byrjun er þetta aðallega meiri hraði og betri upplifun. En í framtíðinni er þetta farið að breyta heilmiklu í okkar samfélagi. 5G snýst ansi mikið um samskipti tækjanna að gera þau möguleg og hluti mögulega eins og fyrir umhverfið. Fyrir sjálfkeyrandi bíla og svo framvegis," segir Kjartan. Bandaríkjastjórn og aðrir gagnrýnendur 56 hafa varað við því að búnaðurinn opni gátt fyrir kínversk stjórnvöld inn í samskipti fólks og ríkja. Kjartan segir Huawei fremsta í heiminum í framleiðslu þessa búnaðar og því væri glapræði að hleypa þeim ekki að hér á landi. En þessi búnaður sé ekki sá eini sem komi að fjarskiptainnviðum samfélaga. „En vissulega verður þetta mikilvægari hluti innviða landsinis og það er full ástæða til að taka öryggismál alvarlega í þessu samhengi,“ segir Kjartan. Ekki væri skynsamlegt að horfa á einn framleiðanda og segja hann hættulegri en aðra. Nær væri að að byggja upp regluverk um tæknina. „Þar sem gengið er úr skugga um að ekki sé hægt að nýta sér einhverja veikleika í kerfinu. Það er miklu mikilvægari hluti en að einblína á einhvern einn framleiðanda,“ segir Kjartan Briem. Vodafone er í eigu Sýnar sem einnig á fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis.
Fjarskipti Tengdar fréttir 5G í loftið hjá Vodafone Vodafone hóf í dag uppbyggingu á 5G-kerfi á Íslandi en fyrsti sendir fyrirtækisins er staðsettur við höfuðstöðvar þess á Suðurlandsbraut. 1. september 2020 13:04 Segir fráleitt að takmarka aðgengi íslenskra einkafyrirtækja að besta búnaðinum til þess að „Það væri fráleitt að takmarka aðgengi íslenskra einkafyrirtækja að besta og ódýrasta búnaðinum til þess eins að þóknast utanríkispólitík Donalds Trump,“ segir Heiðar Guðjónsson forstjóri Sýnar í uppgjöri fyrirtækisins fyrir fyrri árshelming. 26. ágúst 2020 17:26 Forstjóri Huawei segir 5G ekki opna leið til njósna Forstjóri Huawei á Norðurlöndum segir engar bakdyr í 5G búnaði fyrirtækisins sem kínversk stjónvöld geti notað til að njósna um stjórnvöld annarra landa. 5. ágúst 2020 18:52 Ekkert bendir til þess að búnaður Huawei sé óöruggur Íslensk fjarskiptafyrirtæki vinna að uppbyggingu fimmtu kynslóðar fjarskiptanetsins og tvö þeirra styðjast við búnað frá Huawei. 2. ágúst 2020 23:30 Bretar láta undan þrýstingi Bandaríkjastjórnar varðandi 5G Bresk stjórnvöld hafa látið undan þrýstingi frá Bandaríkjastjórn og ákveðið að banna aðkomu kínverska tæknirisans að framþróun 5G fjarskiptakerfisins. 14. júlí 2020 19:30 Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
5G í loftið hjá Vodafone Vodafone hóf í dag uppbyggingu á 5G-kerfi á Íslandi en fyrsti sendir fyrirtækisins er staðsettur við höfuðstöðvar þess á Suðurlandsbraut. 1. september 2020 13:04
Segir fráleitt að takmarka aðgengi íslenskra einkafyrirtækja að besta búnaðinum til þess að „Það væri fráleitt að takmarka aðgengi íslenskra einkafyrirtækja að besta og ódýrasta búnaðinum til þess eins að þóknast utanríkispólitík Donalds Trump,“ segir Heiðar Guðjónsson forstjóri Sýnar í uppgjöri fyrirtækisins fyrir fyrri árshelming. 26. ágúst 2020 17:26
Forstjóri Huawei segir 5G ekki opna leið til njósna Forstjóri Huawei á Norðurlöndum segir engar bakdyr í 5G búnaði fyrirtækisins sem kínversk stjónvöld geti notað til að njósna um stjórnvöld annarra landa. 5. ágúst 2020 18:52
Ekkert bendir til þess að búnaður Huawei sé óöruggur Íslensk fjarskiptafyrirtæki vinna að uppbyggingu fimmtu kynslóðar fjarskiptanetsins og tvö þeirra styðjast við búnað frá Huawei. 2. ágúst 2020 23:30
Bretar láta undan þrýstingi Bandaríkjastjórnar varðandi 5G Bresk stjórnvöld hafa látið undan þrýstingi frá Bandaríkjastjórn og ákveðið að banna aðkomu kínverska tæknirisans að framþróun 5G fjarskiptakerfisins. 14. júlí 2020 19:30