Garðaklaufhalinn orðinn landlægur: „Búið ykkur undir haustið!“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. september 2020 07:52 Garðahlaufhalinn gerir mönnum ekki mein en hann er auðþekktur frá öðrum skordýrum hér á landi að því er segir í umfjöllun Náttúrufræðistofnunar. Getty/Andrea Innocenti Erling Ólafsson, skordýrafræðingur, fjallar um garðaklaufhalann í nýrri færslu á Facebook-síðu sinni, Heimur smádýranna. Birtir Erling mynd af einum slíkum og segir frá því að sá hafi borist Náttúrufræðistofnun um miðjan júlí. „Hann hafði grafið um sig í nektarínu sem keypt var í matvöruverslun í Mosfellsbæ. Klaufhalinn berst stundum til landsins með ávöxtum og grænmeti. Auk þess er hann orðinn landlægur hjá okkur. Klaufhalar finnast einna helst í Árbæjarhverfi, en þegar haustar leita þeir stundum inn í hús. Sem sagt, búið ykkur undir haustið!“ segir Erling í færslunni en bætir því við að landsmenn þurfi ekki að hafa neinar áhyggjur, klaufhalinn geri engan miska. GARÐAKLAUFHALI Þessi flotti garðaklaufhali barst Náttúrufræðistofnun um miðjan júlí. Hann hafði grafið um sig inni í...Posted by Heimur smádýranna on Wednesday, September 2, 2020 RÚV greindi fyrst frá færslu Erlings. Á vef Náttúrufræðistofnunar segir að garðaklauhalar hafi fundist víða um land. Flestir hafi fundist á höfuðborgarsvæðinu en einnig hafi þeirra orðið vart í Grindavík, Búðardal, Ólafsvík, á Grundarfirði, Hvammstanga, Blönduósi, Sauðárkróki og Akureyri, sem og undir Eyjafjöllum. Garðaklaufahalinn nærist einkum á rotnandi plöntu- og dýraleifum og er einkar sólginn í skemmda ávexti að því er kemur fram í umfjöllun Náttúrufræðistofnunar. Hann fannst fyrst í Reykjavík árið 1902 en „haustið 2011 urðu þáttaskil hjá klaufhalanum“ þegar töluverður fjöldi fannst tveimur aðskildum hverfum í Hafnarfirði. „Garðaklaufhalar eru auðþekktir frá öðrum skordýrum hér á landi. Þeir eru langir og grannir, misstórir. Höfuð og afturbolur rauðbrún, hálsskjöldur, stuttir yfirvængir og fætur gulir, hálsskjöldur dökkur um miðbikið, þunnir samanbrotnir flugvængir undir yfirvængjum, en fullorðin dýr eru fleyg. Fálmarar eru langir og grannir. Klaufhalar þekkjast auðveldlega á tveim hörðum, sterklegum stöfum (halaskottum) aftur úr bolnum sem eru kræktir á karldýrum en nær beinir á kvendýrum. Ungviði svipuð að sköpulagi en aðeins með litla vængvísa,“ segir í umfjöllun Náttúrufræðistofnunar. Dýr Skordýr Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sjá meira
Erling Ólafsson, skordýrafræðingur, fjallar um garðaklaufhalann í nýrri færslu á Facebook-síðu sinni, Heimur smádýranna. Birtir Erling mynd af einum slíkum og segir frá því að sá hafi borist Náttúrufræðistofnun um miðjan júlí. „Hann hafði grafið um sig í nektarínu sem keypt var í matvöruverslun í Mosfellsbæ. Klaufhalinn berst stundum til landsins með ávöxtum og grænmeti. Auk þess er hann orðinn landlægur hjá okkur. Klaufhalar finnast einna helst í Árbæjarhverfi, en þegar haustar leita þeir stundum inn í hús. Sem sagt, búið ykkur undir haustið!“ segir Erling í færslunni en bætir því við að landsmenn þurfi ekki að hafa neinar áhyggjur, klaufhalinn geri engan miska. GARÐAKLAUFHALI Þessi flotti garðaklaufhali barst Náttúrufræðistofnun um miðjan júlí. Hann hafði grafið um sig inni í...Posted by Heimur smádýranna on Wednesday, September 2, 2020 RÚV greindi fyrst frá færslu Erlings. Á vef Náttúrufræðistofnunar segir að garðaklauhalar hafi fundist víða um land. Flestir hafi fundist á höfuðborgarsvæðinu en einnig hafi þeirra orðið vart í Grindavík, Búðardal, Ólafsvík, á Grundarfirði, Hvammstanga, Blönduósi, Sauðárkróki og Akureyri, sem og undir Eyjafjöllum. Garðaklaufahalinn nærist einkum á rotnandi plöntu- og dýraleifum og er einkar sólginn í skemmda ávexti að því er kemur fram í umfjöllun Náttúrufræðistofnunar. Hann fannst fyrst í Reykjavík árið 1902 en „haustið 2011 urðu þáttaskil hjá klaufhalanum“ þegar töluverður fjöldi fannst tveimur aðskildum hverfum í Hafnarfirði. „Garðaklaufhalar eru auðþekktir frá öðrum skordýrum hér á landi. Þeir eru langir og grannir, misstórir. Höfuð og afturbolur rauðbrún, hálsskjöldur, stuttir yfirvængir og fætur gulir, hálsskjöldur dökkur um miðbikið, þunnir samanbrotnir flugvængir undir yfirvængjum, en fullorðin dýr eru fleyg. Fálmarar eru langir og grannir. Klaufhalar þekkjast auðveldlega á tveim hörðum, sterklegum stöfum (halaskottum) aftur úr bolnum sem eru kræktir á karldýrum en nær beinir á kvendýrum. Ungviði svipuð að sköpulagi en aðeins með litla vængvísa,“ segir í umfjöllun Náttúrufræðistofnunar.
Dýr Skordýr Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sjá meira