Eins metra regla fyrir alla og 200 megi koma saman Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. september 2020 14:13 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm Sóttvarnalæknir hefur lagt það til við heilbrigðisráðherra að fjöldamörk samkomubanns verði hækkuð úr hundrað manns upp í tvö hundruð frá og með 7. september næstkomandi, fyrr en áætlað var. Þá verði tveggja metra reglan eins og hún er núna afnumin og í stað þess verði nálægðarmörk miðuð við einn metra. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna nú síðdegis. Þórólfur leggur einnig til að leyfilegur fjöldi gesta í sundlaugum og líkamsræktarstöðvum verði 75 prósent af hámarksfjölda í stað 50 prósent eins og nú er. Þá verði íþróttaleikir með snertingu áfram leyfðir með 200 manna hólfaskiptingu og eins metra reglu, auk þess sem sviðslistasýningar verði leyfðar með að hámarki 200 áhorfendum og eins metra reglu. Engin breyting verði hins vegar á opnunartíma skemmtistaða en Þórólfur leggur áfram til að þeir verði opnir til ellefu á kvöldin, líkt og verið hefur undanfarna mánuði. Einn metri ásættanlegur Eins metra reglan, sem nú er aðeins í gildi í skólum landsins, mun að mati Þórólfs liðka til við ýmislegt í samfélaginu. Þá segir hann að niðurstöður úr rannsóknum sem berist nú sýni að eins metra fjarlægð milli manna minnki líkur á smiti fimmfalt. Það telur Þórólfur ásættanlegt. Grímuskylda verður óbreytt frá því sem verið hefur, utan þess að nú miðast fjarlægðarmörk við einn en ekki tvo metra. Eins og áður segir er gert ráð fyrir að breytingarnar taki gildi mánudaginn 7. september. Það er nokkuð fyrr en áætlað var en núverandi auglýsing heilbrigðisráðherra um sóttvarnaraðgerðir átti að gilda til 10. september. Þórólfur telur jafnvel von á að nýja auglýsing ráðherra verði birt strax í dag. Þá gerir Þórólfur ráð fyrir að nýju aðgerðirnar verði endurskoðaðar tveimur til þremur vikum eftir að þær taka gildi á mánudag. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Fjögur ný innanlandssmit Alls greindust fjórir með virkt kórónuveirusmit innanlands síðasta sólarhringinn. Tveir voru í sóttkví. 3. september 2020 11:07 Útibúi lokað og þrettán í sóttkví vegna smits starfsmanns Þrettán starfsmenn Landsbankans í Mjódd eru komnir í sóttkví. Beðið er upplýsinga hvort að hafa þurfi samband við viðskiptavini sem mættu í útibúið fyrr í vikunni. 3. september 2020 09:48 Tveggja metra reglan tekur breytingum Heilbrigðisráðherra hefur gert breytingu á tveggja metra reglunni svokölluðu. Áður þurfti að tryggja tveggja metra bil á milli einstaklinga sem ekki deildu heimili. 25. ágúst 2020 12:32 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Sóttvarnalæknir hefur lagt það til við heilbrigðisráðherra að fjöldamörk samkomubanns verði hækkuð úr hundrað manns upp í tvö hundruð frá og með 7. september næstkomandi, fyrr en áætlað var. Þá verði tveggja metra reglan eins og hún er núna afnumin og í stað þess verði nálægðarmörk miðuð við einn metra. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna nú síðdegis. Þórólfur leggur einnig til að leyfilegur fjöldi gesta í sundlaugum og líkamsræktarstöðvum verði 75 prósent af hámarksfjölda í stað 50 prósent eins og nú er. Þá verði íþróttaleikir með snertingu áfram leyfðir með 200 manna hólfaskiptingu og eins metra reglu, auk þess sem sviðslistasýningar verði leyfðar með að hámarki 200 áhorfendum og eins metra reglu. Engin breyting verði hins vegar á opnunartíma skemmtistaða en Þórólfur leggur áfram til að þeir verði opnir til ellefu á kvöldin, líkt og verið hefur undanfarna mánuði. Einn metri ásættanlegur Eins metra reglan, sem nú er aðeins í gildi í skólum landsins, mun að mati Þórólfs liðka til við ýmislegt í samfélaginu. Þá segir hann að niðurstöður úr rannsóknum sem berist nú sýni að eins metra fjarlægð milli manna minnki líkur á smiti fimmfalt. Það telur Þórólfur ásættanlegt. Grímuskylda verður óbreytt frá því sem verið hefur, utan þess að nú miðast fjarlægðarmörk við einn en ekki tvo metra. Eins og áður segir er gert ráð fyrir að breytingarnar taki gildi mánudaginn 7. september. Það er nokkuð fyrr en áætlað var en núverandi auglýsing heilbrigðisráðherra um sóttvarnaraðgerðir átti að gilda til 10. september. Þórólfur telur jafnvel von á að nýja auglýsing ráðherra verði birt strax í dag. Þá gerir Þórólfur ráð fyrir að nýju aðgerðirnar verði endurskoðaðar tveimur til þremur vikum eftir að þær taka gildi á mánudag. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Fjögur ný innanlandssmit Alls greindust fjórir með virkt kórónuveirusmit innanlands síðasta sólarhringinn. Tveir voru í sóttkví. 3. september 2020 11:07 Útibúi lokað og þrettán í sóttkví vegna smits starfsmanns Þrettán starfsmenn Landsbankans í Mjódd eru komnir í sóttkví. Beðið er upplýsinga hvort að hafa þurfi samband við viðskiptavini sem mættu í útibúið fyrr í vikunni. 3. september 2020 09:48 Tveggja metra reglan tekur breytingum Heilbrigðisráðherra hefur gert breytingu á tveggja metra reglunni svokölluðu. Áður þurfti að tryggja tveggja metra bil á milli einstaklinga sem ekki deildu heimili. 25. ágúst 2020 12:32 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Fjögur ný innanlandssmit Alls greindust fjórir með virkt kórónuveirusmit innanlands síðasta sólarhringinn. Tveir voru í sóttkví. 3. september 2020 11:07
Útibúi lokað og þrettán í sóttkví vegna smits starfsmanns Þrettán starfsmenn Landsbankans í Mjódd eru komnir í sóttkví. Beðið er upplýsinga hvort að hafa þurfi samband við viðskiptavini sem mættu í útibúið fyrr í vikunni. 3. september 2020 09:48
Tveggja metra reglan tekur breytingum Heilbrigðisráðherra hefur gert breytingu á tveggja metra reglunni svokölluðu. Áður þurfti að tryggja tveggja metra bil á milli einstaklinga sem ekki deildu heimili. 25. ágúst 2020 12:32
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent