Fjölmiðlamaðurinn Auðunn Blöndal hefur sett íbúð sína við Ánaland í Fossvoginum á sölu.
Um er að ræða 140 fermetra íbúð á þriðju hæð í fjölbýlishúsi. Húsið var byggt 1983 og eru alls þrjú svefnherbergi inni í íbúðinni.
Bílskúr fylgir eigninni. Auðunn hefur búið í nokkur ár í Ánalandinu en hann eignaðist sitt fyrsta barn á síðasta ári og er í sambandi með Rakel Þormarsdóttur.
Fasteignamat eignarinnar er rúmlega 57 milljónir en ásett verð er 71,9 milljónir. Íbúðin hefur að mestu leyti verið tekin í gegn að innan.
Í stofunni er fallegur steinsteyptur arinn en hér að neðan má sjá myndir af eigninni.





