Í stað þeirra hundrað sem fóru bættust sex hundruð í hópinn Jakob Bjarnar skrifar 4. september 2020 15:16 Pálína ásamt kærustu sinni Maríu Kristínu í réttunum. Þær hrósa nú happi. Hundrað sem ætla má að séu þjakaðir af fordómum farnir en sex hundruð nýjir mættir til að fylgjast með hvernig lífið gengur fyrir sig í sveitinni. Pálína Axelsdóttir Njarðvík Veruleg vending varð í fylgjendahópi á Instagram-síðunni FarmliveIceland í gær. „Heyrðu, já! Heldur betur,“ segir Pálína Axelsdóttir Njarðvík, bóndi, sálfræðingur og samfélagsmiðlastjarna með meiru. Í gær bættust við um 600 áskrifendur, eða fylgjendur eins og það heitir í netheimum, á Instagramsíðu hennar. Sem eru sviptingar því í vikunni höfðu tugir manna látið sig hverfa þar af slóðum. Þegar þetta er skrifað eru tæplega 44 þúsund fylgjendur á síðunni. Á mánudaginn birti Pálína mynd af sér með kærustu sinni á afar vinsælli Instagramsíðu sinni en þar hafa verið rúmlega 40 þúsund fylgjendur. Við myndbirtinguna hrukku hinsvegar af lista áskrifenda um hundrað manns. Án þess að hægt sé að fullyrða nokkuð um tilteknar manngerðir eða það hvernig þær eru innréttaðar er engin önnur skýring var tiltæk en sú að myndin hafi reynst skellur fyrir einhverja sem gert höfðu sér aðrar hugmyndir um lífið og tilveruna. Eðlileg ályktun að draga er sú að um hafi verið að ræða annað hvort þá sem eru þjakaðir af fordómum gagnvart samkynhneigðum og/eða hugsanlega einhverjir sem hafa látið sig dreyma um villtar ástir í íslenskri náttúru. Instagramsíðan umrædd. Meginviðfangsefni umfjöllunar Pálínu á Instagramreikningi sínum eru kindur og lífið á sveitabænum Eystra-Geldingaholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Pálína útskýrir fyrir blaðamanni Vísis að kindur séu athyglisverðar skepnur og vanmetnar sem slíkar. Góð gusa sem kom í stað þeirra sem fóru Pálína, sem er með mastergráðu í félagssálfræði, taldi þetta athyglisverðar hræringar á fylgjendalistanum sem gætu sagt sína sögu um stöðu mála. En hún grét það krókódílstárum að þeir létu sig hverfa sem ekki þola sökum eigin fordóma að eigandi kindanna sem eru í aðalhlutverki á síðunni sé samkynhneigð. Hins vegar varð sem áður segir enn ein vendingin í áskriftarhópi Pálinu í gær. Eftir að Vísir fjallaði um málið um 600 manns á lista þeirra sem fylgjast með síðunni að staðaldri. „Margfaldur fjöldi þessara sem unfollowuðu um daginn! Já, ég held að það hafi um 600 bæst við hingað til, mjög skemmtilegt og frábært!“ Aðspurð segir hún að með hafi fylgt athugasemdir og hvatning. „Já, stór gusa sem er frábært.“ Hinsegin Skeiða- og Gnúpverjahreppur Samfélagsmiðlar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Veruleg vending varð í fylgjendahópi á Instagram-síðunni FarmliveIceland í gær. „Heyrðu, já! Heldur betur,“ segir Pálína Axelsdóttir Njarðvík, bóndi, sálfræðingur og samfélagsmiðlastjarna með meiru. Í gær bættust við um 600 áskrifendur, eða fylgjendur eins og það heitir í netheimum, á Instagramsíðu hennar. Sem eru sviptingar því í vikunni höfðu tugir manna látið sig hverfa þar af slóðum. Þegar þetta er skrifað eru tæplega 44 þúsund fylgjendur á síðunni. Á mánudaginn birti Pálína mynd af sér með kærustu sinni á afar vinsælli Instagramsíðu sinni en þar hafa verið rúmlega 40 þúsund fylgjendur. Við myndbirtinguna hrukku hinsvegar af lista áskrifenda um hundrað manns. Án þess að hægt sé að fullyrða nokkuð um tilteknar manngerðir eða það hvernig þær eru innréttaðar er engin önnur skýring var tiltæk en sú að myndin hafi reynst skellur fyrir einhverja sem gert höfðu sér aðrar hugmyndir um lífið og tilveruna. Eðlileg ályktun að draga er sú að um hafi verið að ræða annað hvort þá sem eru þjakaðir af fordómum gagnvart samkynhneigðum og/eða hugsanlega einhverjir sem hafa látið sig dreyma um villtar ástir í íslenskri náttúru. Instagramsíðan umrædd. Meginviðfangsefni umfjöllunar Pálínu á Instagramreikningi sínum eru kindur og lífið á sveitabænum Eystra-Geldingaholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Pálína útskýrir fyrir blaðamanni Vísis að kindur séu athyglisverðar skepnur og vanmetnar sem slíkar. Góð gusa sem kom í stað þeirra sem fóru Pálína, sem er með mastergráðu í félagssálfræði, taldi þetta athyglisverðar hræringar á fylgjendalistanum sem gætu sagt sína sögu um stöðu mála. En hún grét það krókódílstárum að þeir létu sig hverfa sem ekki þola sökum eigin fordóma að eigandi kindanna sem eru í aðalhlutverki á síðunni sé samkynhneigð. Hins vegar varð sem áður segir enn ein vendingin í áskriftarhópi Pálinu í gær. Eftir að Vísir fjallaði um málið um 600 manns á lista þeirra sem fylgjast með síðunni að staðaldri. „Margfaldur fjöldi þessara sem unfollowuðu um daginn! Já, ég held að það hafi um 600 bæst við hingað til, mjög skemmtilegt og frábært!“ Aðspurð segir hún að með hafi fylgt athugasemdir og hvatning. „Já, stór gusa sem er frábært.“
Hinsegin Skeiða- og Gnúpverjahreppur Samfélagsmiðlar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira