Skagamaður fann fyrir tilviljun gamla gítarinn sinn á haugunum Atli Ísleifsson skrifar 5. september 2020 12:25 Bergur var í ferð á endurvinnslustöðina Gámu á Akranesi þegar hann fann sinn gamla vin. Bergur Líndal Guðnason Skagamaðurinn Bergur Líndal Guðnason varð meira en lítið hissa þegar hann fann fyrir tilviljun gamla gítarinn sinn – sem hann hélt að væri löngu týndur og tröllum gefinn – á endurvinnslustöðinni Gámu á Akranesi í gær. „Þetta var frekar magnað,“ segir Bergur í samtali við Vísi. „Ég mundi ekkert hvað hafði orðið um hann. Hann hefur endað á haugunum einhvern tímann. Ég komst að því að manneskjan sem henti honum á haugana nú hafði sjálf fundið gítarinn á haugunum fyrir einhverjum árum. Ég veit ekki hvernig það gerðist, en gítarinn hefur því farið einhverja hringi á haugunum áður en ég sá hann í gær.“ Aðspurður um hvernig hann hafi gert sér grein fyrir að um hans gamla gítar hafi verið að ræða segist Bergur hafa séð gamalt brot í búk gítarsins þar sem hafi verið litað ofan í með rauðum lit.Bergur Líndal Guðnason Bergur segir að hann hafi eignast gítarinn þegar hann var sjö, átta ára – einhverjum árum fyrir aldamót. „Þá var hann hins vegar þegar gamall, líklega frá 1970-og eittvað. Ég spilaði allavega alltaf á hann, en svo eignaðist ég aðra og hætti að spila á þennan sirka þrettán ára. Gítarinn endaði svo bara einhvers staðar – kannski í einhverri geymslu sem svo hefur verið hreinsað út úr og gítarinn þá endað á haugunum.“ Hafði hugsað sér að fá sér aftur klassískan Bergur segist hafa verið í vinnunni að fara ruslaferð með vinnufélaga mínum þegar hann sá glitta í gítarhaus upp úr einum gámnum. „Ég hafði verið að tala við félaga mína að ég vildi byrja spila á klassískan gítar aftur. Svo kem ég þarna, tek hann upp og segi: „Þetta er gamli gítarinn minn!““ Gítarsafn Bergs.Bergur Rauði liturinn á búknum Aðspurður um hvernig hann hafi gert sér grein fyrir að um hans gamla gítar hafi verið að ræða segist Bergur hafa séð gamalt brot í búk gítarsins þar sem hafi verið litað ofan í með rauðum lit. Sömuleiðis hafi gamla gítarólin hans Bergs verið á sínum stað. Hann segist nú vera búinn að setja nýja strengi í gítarinn. En hvernig skyldi hann hljóma? „Ummm, svona lala,“ segir Bergur og skellir upp úr. Akranes Grín og gaman Mest lesið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Einar og Milla eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira
Skagamaðurinn Bergur Líndal Guðnason varð meira en lítið hissa þegar hann fann fyrir tilviljun gamla gítarinn sinn – sem hann hélt að væri löngu týndur og tröllum gefinn – á endurvinnslustöðinni Gámu á Akranesi í gær. „Þetta var frekar magnað,“ segir Bergur í samtali við Vísi. „Ég mundi ekkert hvað hafði orðið um hann. Hann hefur endað á haugunum einhvern tímann. Ég komst að því að manneskjan sem henti honum á haugana nú hafði sjálf fundið gítarinn á haugunum fyrir einhverjum árum. Ég veit ekki hvernig það gerðist, en gítarinn hefur því farið einhverja hringi á haugunum áður en ég sá hann í gær.“ Aðspurður um hvernig hann hafi gert sér grein fyrir að um hans gamla gítar hafi verið að ræða segist Bergur hafa séð gamalt brot í búk gítarsins þar sem hafi verið litað ofan í með rauðum lit.Bergur Líndal Guðnason Bergur segir að hann hafi eignast gítarinn þegar hann var sjö, átta ára – einhverjum árum fyrir aldamót. „Þá var hann hins vegar þegar gamall, líklega frá 1970-og eittvað. Ég spilaði allavega alltaf á hann, en svo eignaðist ég aðra og hætti að spila á þennan sirka þrettán ára. Gítarinn endaði svo bara einhvers staðar – kannski í einhverri geymslu sem svo hefur verið hreinsað út úr og gítarinn þá endað á haugunum.“ Hafði hugsað sér að fá sér aftur klassískan Bergur segist hafa verið í vinnunni að fara ruslaferð með vinnufélaga mínum þegar hann sá glitta í gítarhaus upp úr einum gámnum. „Ég hafði verið að tala við félaga mína að ég vildi byrja spila á klassískan gítar aftur. Svo kem ég þarna, tek hann upp og segi: „Þetta er gamli gítarinn minn!““ Gítarsafn Bergs.Bergur Rauði liturinn á búknum Aðspurður um hvernig hann hafi gert sér grein fyrir að um hans gamla gítar hafi verið að ræða segist Bergur hafa séð gamalt brot í búk gítarsins þar sem hafi verið litað ofan í með rauðum lit. Sömuleiðis hafi gamla gítarólin hans Bergs verið á sínum stað. Hann segist nú vera búinn að setja nýja strengi í gítarinn. En hvernig skyldi hann hljóma? „Ummm, svona lala,“ segir Bergur og skellir upp úr.
Akranes Grín og gaman Mest lesið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Einar og Milla eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira