Dæmi um að fólk sé óvinnufært vegna síþreytu eftir kórónuveirusmit Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. september 2020 20:30 Guðrún Sæmundsdóttir er formaður ME félagsins. BALDUR HRAFNKELL Þrjátíu sem fengu aðeins væg einkenni covid-19 eru á biðlista eftir endurhæfingu hjá Reykjalundi. Dæmi eru um að fólk sé óvinnufært vegna þreytu og vísbendingar eru um að veiran geti valdið ólæknandi sjúkdómnum síþreytu. Sérfræðingar um allan heim velta fyrir sér mögulegum afleiðingum Covid-19 á þá sem hafa smitast. Því er meðal annars velt upp hvort Covid-19 geti valdið ME sjúkdómnum sem á íslensku hefur verið kallaður síþreyta. „Þetta er fjölþættur sjúkdómur sem sameiginlegt einkenni er mikil yfirgengileg þreyta en svo er fjöldi annarra einkenna sem kemur fram. Ég held ég treysti mér ekki til að ræða ennþá samhengi þarna við en hins vegar þá eru ákveðnar vísbendingar komnar fram í þá átt að þarna geti verið tengsl á milli þannig það er alla vegana ljóst að covid er miklu meira en venjuleg flensa eins og kannski margir voru að gera ráð fyrri í upphafi,“ sagði Pétur Magnússon, forstjóri Reykjalundar. Pétur Magnússon, forstjóri Reykjalundar.BALDUR HRAFNKELL Fjórir sem fengu aðeins væg einkenni kórónuveirunnar eru í endurhæfingu á Reykjalundi. Fjórir til viðbótar fara í endurhæfingu á næstunni og tæplega þrjátíu manns bíða eftir endurhæfingu hjá Reykjalundi vegna þreytu og mikils úthaldsleysis eftir kórónuveirusmit. Fólk óvinnufært vegna síþreytu Formaður ME félagsins segir að dæmi séu um að fólk sem smitaðist af kórónuveirunni hafi haft samband við félagið vegna síþreytu. „Fólk er eitthvað að vakna til meðvitundar um að það geti verið að það fái ME sjúkdóminn í kjölfar Covid19,“ sagði Guðrún Sæmundsdóttir, formaður ME félagsins. Einkenni ME sjúkdómsins er örmögnun eftir álag eða áreinslu. „Batteríið í fólki er í raun og veru bilað. Það er kannski bara með 20% orku á meðan aðrir eru með hundrað prósent orku og hún verður að duga allan daginn. Ef farið er yfir þolmörkin þá fær fólk yfirleitt heilaþoku,“ sagði Guðrún. Þeir sem hafa haft samband við ykkur í kölfar kórónuveirufaraldursins, eru dæmi um að fólk sé óvinnufært? „Já það er algjörlega óvinnufært,“ sagði Guðrún. Einn greindist með kórónuveirusmit innanlands síðasta sólarhringinn og var hann ekki í sóttkví. Þrír greindust á landamærunum, þar af einn með mótefni og er niðurstöðu mótefnamælinga beðið í tveimur tilvikum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Einn greindist innanlands Einn greindist með virkt kórónuveirusmit innanlands síðasta sólarhringinn. Sá var ekki í sóttkví. Virkum smitum fækkar milli daga og sömuleiðis fólki í sóttkví. 5. september 2020 11:00 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Sjá meira
Þrjátíu sem fengu aðeins væg einkenni covid-19 eru á biðlista eftir endurhæfingu hjá Reykjalundi. Dæmi eru um að fólk sé óvinnufært vegna þreytu og vísbendingar eru um að veiran geti valdið ólæknandi sjúkdómnum síþreytu. Sérfræðingar um allan heim velta fyrir sér mögulegum afleiðingum Covid-19 á þá sem hafa smitast. Því er meðal annars velt upp hvort Covid-19 geti valdið ME sjúkdómnum sem á íslensku hefur verið kallaður síþreyta. „Þetta er fjölþættur sjúkdómur sem sameiginlegt einkenni er mikil yfirgengileg þreyta en svo er fjöldi annarra einkenna sem kemur fram. Ég held ég treysti mér ekki til að ræða ennþá samhengi þarna við en hins vegar þá eru ákveðnar vísbendingar komnar fram í þá átt að þarna geti verið tengsl á milli þannig það er alla vegana ljóst að covid er miklu meira en venjuleg flensa eins og kannski margir voru að gera ráð fyrri í upphafi,“ sagði Pétur Magnússon, forstjóri Reykjalundar. Pétur Magnússon, forstjóri Reykjalundar.BALDUR HRAFNKELL Fjórir sem fengu aðeins væg einkenni kórónuveirunnar eru í endurhæfingu á Reykjalundi. Fjórir til viðbótar fara í endurhæfingu á næstunni og tæplega þrjátíu manns bíða eftir endurhæfingu hjá Reykjalundi vegna þreytu og mikils úthaldsleysis eftir kórónuveirusmit. Fólk óvinnufært vegna síþreytu Formaður ME félagsins segir að dæmi séu um að fólk sem smitaðist af kórónuveirunni hafi haft samband við félagið vegna síþreytu. „Fólk er eitthvað að vakna til meðvitundar um að það geti verið að það fái ME sjúkdóminn í kjölfar Covid19,“ sagði Guðrún Sæmundsdóttir, formaður ME félagsins. Einkenni ME sjúkdómsins er örmögnun eftir álag eða áreinslu. „Batteríið í fólki er í raun og veru bilað. Það er kannski bara með 20% orku á meðan aðrir eru með hundrað prósent orku og hún verður að duga allan daginn. Ef farið er yfir þolmörkin þá fær fólk yfirleitt heilaþoku,“ sagði Guðrún. Þeir sem hafa haft samband við ykkur í kölfar kórónuveirufaraldursins, eru dæmi um að fólk sé óvinnufært? „Já það er algjörlega óvinnufært,“ sagði Guðrún. Einn greindist með kórónuveirusmit innanlands síðasta sólarhringinn og var hann ekki í sóttkví. Þrír greindust á landamærunum, þar af einn með mótefni og er niðurstöðu mótefnamælinga beðið í tveimur tilvikum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Einn greindist innanlands Einn greindist með virkt kórónuveirusmit innanlands síðasta sólarhringinn. Sá var ekki í sóttkví. Virkum smitum fækkar milli daga og sömuleiðis fólki í sóttkví. 5. september 2020 11:00 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Sjá meira
Einn greindist innanlands Einn greindist með virkt kórónuveirusmit innanlands síðasta sólarhringinn. Sá var ekki í sóttkví. Virkum smitum fækkar milli daga og sömuleiðis fólki í sóttkví. 5. september 2020 11:00