Rannsókn á máli Greenwood og Foden langt komin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. september 2020 14:32 Greenwood var með grímu á Laugardalsvelli í vikunni. Gríman var hins vegar fjarri þegar íslensku stelpurnar kíktu í heimsókn. Getty/Hafliði Breiðfjörð Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á heimsókn íslenskra kvenna til enskra landsliðsmanna á Hótel Sögu um helgina er langt komin. Sóttvarnalæknir segir klárlega um brot á sóttkví að ræða. Mason Greenwood og Phil Foden spiluðu sinn fyrsta A-landsleik fyrir England á Laugardalsvelli í 1-0 sigrinum á Íslandi á laugardag. Þeir hafa átt forsíður miðlana í dag eftir að í ljós kom að þeir brutu reglur um sóttkví á meðan dvöl þeirra stóð. Íslenskar stúlkur um tvítugsaldurinn fóru í heimsókn til herbergisfélaganna um helgina. Sýndu þær frá samskiptum þeirra við knattspyrnumennina á Snapchat og eru myndbönd af samskiptunum í dreifingu á samfélagsmiðlum. Eitt af þeim myndböndum sem eru í dreifingu. Þar sjást Greenwood og Foden á hótelherbergi á Hótel Sögu. Enska landsliðið hefur verið hér á landi undanfarna daga og gilda afar strangar reglur varðandi veru þeirra hér af sóttvarnaástæðum. Með því að hitta íslensku stelpurnar brutu leikmennirnir bæði reglur landsins og sóttvarnareglur hér á landi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að honum sýndist sem klárlega væri um að ræða brot á sóttkví. Slík brot varða allt að 250 þúsund krónu sekt. Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn sagði á fundinum í dag að rannsókn á málinu væri langt komin. Henni ætti að ljúka fljótlega. Enska landsliðið flýgur af landi brott klukkan þrjú í dag frá Keflavíkurflugvelli. Hópurinn flýgur til Kaupmannahafnar þar sem framundan er leikur við Belgíu í Þjóðadeildinni. Liðið verður án krafta Greenwood og Foden. Óljóst er hvernig þeir koma til síns heima. Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, sagði leikmennina hafa hegðað sér barnalega. Hann ætti eftir að fá frekari skýringar á málinu en leikmennirnir hefðu beðist afsökunar. Greenwood og Foden eru meðal mestu vonarstjarna enskrar knattspyrnu. Foden, sem spilar með Manchester City, var í byrjunarliðinu gegn Íslandi. Greenwood kom inn á en hann var á meðal bestu leikmanna Manchester United á síðustu leiktíð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Enski boltinn Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Sjá meira
Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á heimsókn íslenskra kvenna til enskra landsliðsmanna á Hótel Sögu um helgina er langt komin. Sóttvarnalæknir segir klárlega um brot á sóttkví að ræða. Mason Greenwood og Phil Foden spiluðu sinn fyrsta A-landsleik fyrir England á Laugardalsvelli í 1-0 sigrinum á Íslandi á laugardag. Þeir hafa átt forsíður miðlana í dag eftir að í ljós kom að þeir brutu reglur um sóttkví á meðan dvöl þeirra stóð. Íslenskar stúlkur um tvítugsaldurinn fóru í heimsókn til herbergisfélaganna um helgina. Sýndu þær frá samskiptum þeirra við knattspyrnumennina á Snapchat og eru myndbönd af samskiptunum í dreifingu á samfélagsmiðlum. Eitt af þeim myndböndum sem eru í dreifingu. Þar sjást Greenwood og Foden á hótelherbergi á Hótel Sögu. Enska landsliðið hefur verið hér á landi undanfarna daga og gilda afar strangar reglur varðandi veru þeirra hér af sóttvarnaástæðum. Með því að hitta íslensku stelpurnar brutu leikmennirnir bæði reglur landsins og sóttvarnareglur hér á landi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að honum sýndist sem klárlega væri um að ræða brot á sóttkví. Slík brot varða allt að 250 þúsund krónu sekt. Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn sagði á fundinum í dag að rannsókn á málinu væri langt komin. Henni ætti að ljúka fljótlega. Enska landsliðið flýgur af landi brott klukkan þrjú í dag frá Keflavíkurflugvelli. Hópurinn flýgur til Kaupmannahafnar þar sem framundan er leikur við Belgíu í Þjóðadeildinni. Liðið verður án krafta Greenwood og Foden. Óljóst er hvernig þeir koma til síns heima. Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, sagði leikmennina hafa hegðað sér barnalega. Hann ætti eftir að fá frekari skýringar á málinu en leikmennirnir hefðu beðist afsökunar. Greenwood og Foden eru meðal mestu vonarstjarna enskrar knattspyrnu. Foden, sem spilar með Manchester City, var í byrjunarliðinu gegn Íslandi. Greenwood kom inn á en hann var á meðal bestu leikmanna Manchester United á síðustu leiktíð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Enski boltinn Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Sjá meira