Nadía Sif tjáir sig: „Ég lak engu til fjölmiðla“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. september 2020 19:22 Nadía keppti í Miss Universe Iceland árið 2019, en myndin af henni er einmitt tekin af því tilefni. Myndin til hægri er af Mason Greenwood í leik Englands og Íslands á Laugardalsvelli um helgina. Mynd/Miss Universe Iceland/Getty Nadía Sif Líndal, önnur kvennanna sem heimsótti ensku landsliðsmennina Phil Foden og Mason Greenwood á Hótel Sögu í gær segist ekki hafa lekið myndefni frá samskiptum sínum við þá til fjölmiðla. Hún skrifaði færslu á Instagram í dag þar sem hún frábað sér ásakanir um slíkt. Í skilaboðunum segist Nadía vilja stíga hreinskilnislega fram vegna málsins og umfjöllunar um það. Mikið hefur verið fjallað um mál kvennanna og landsliðsmannanna í bresku pressunni og á samfélagsmiðlum. Áreitið á Nadíu hefur því verið mikið. „Ég lak engu til fjölmiðla. Ég tók ekki þessi myndbönd og myndir,“ skrifar Nadía, en myndbönd og myndir af samskiptum stúlknanna í persónu og á samfélagsmiðlum hafa farið í dreifingu á netinu í dag. Breskir fjölmiðlar hafa til að mynda birt myndband þar sem ung kona virðist tala við þá Greenwood og Foden í síma. „Ég var ekki að tala við hann [annan leikmannanna] í símann. Það var önnur stelpa,“ skrifar Nadía og bætir við að hún hafi ekki vitað að leikmennirnir hafi verið í sóttkví. Leikmennirnir voru þó vissulega í sóttkví og hafa verið sektaðir um 250.000 krónur hvor vegna brots á sóttkví. Þá segir Nadía að þeir Foden og Greenwood hafi ekki átt það skilið sem á eftir fylgdi, en vegna brota sinna voru þeir teknir út úr landsliðshóp Englendinga sem mætir danska landsliðinu í Kaupmannahöfn á morgun. Þeir voru valdir í hópinn fyrir leik Englands við Ísland á laugardag og leikinn á morgun. Þeir munu hins vegar ferðast til Englands í dag og koma því ekki við sögu í leiknum gegn Dönum. „Ég ætlaði ekki að láta neitt af þessu gerast. Ég segi það aftur, ég lak engu til fjölmiðla og myndi aldrei gera það,“ skrifar Nadía á Instagram. Þá segist Nadía hafa birt eitthvað af myndefni í lokuðum hópi meðal vina en einhver hafi tekið skjáskot af því. „Já, ég klúðraði líka og sagði aldrei að ég hafi ekki gert það. En ég mun verja mig sögum sem eru ekki sannar,“ skrifar Nadía að lokum. Nadía vildi ekki tjá sig nánar um málið við fréttastofu þegar eftir því var leitað og vísaði til þess sem hún birti á Instagram-story. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Enski boltinn Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Nadía Sif Líndal, önnur kvennanna sem heimsótti ensku landsliðsmennina Phil Foden og Mason Greenwood á Hótel Sögu í gær segist ekki hafa lekið myndefni frá samskiptum sínum við þá til fjölmiðla. Hún skrifaði færslu á Instagram í dag þar sem hún frábað sér ásakanir um slíkt. Í skilaboðunum segist Nadía vilja stíga hreinskilnislega fram vegna málsins og umfjöllunar um það. Mikið hefur verið fjallað um mál kvennanna og landsliðsmannanna í bresku pressunni og á samfélagsmiðlum. Áreitið á Nadíu hefur því verið mikið. „Ég lak engu til fjölmiðla. Ég tók ekki þessi myndbönd og myndir,“ skrifar Nadía, en myndbönd og myndir af samskiptum stúlknanna í persónu og á samfélagsmiðlum hafa farið í dreifingu á netinu í dag. Breskir fjölmiðlar hafa til að mynda birt myndband þar sem ung kona virðist tala við þá Greenwood og Foden í síma. „Ég var ekki að tala við hann [annan leikmannanna] í símann. Það var önnur stelpa,“ skrifar Nadía og bætir við að hún hafi ekki vitað að leikmennirnir hafi verið í sóttkví. Leikmennirnir voru þó vissulega í sóttkví og hafa verið sektaðir um 250.000 krónur hvor vegna brots á sóttkví. Þá segir Nadía að þeir Foden og Greenwood hafi ekki átt það skilið sem á eftir fylgdi, en vegna brota sinna voru þeir teknir út úr landsliðshóp Englendinga sem mætir danska landsliðinu í Kaupmannahöfn á morgun. Þeir voru valdir í hópinn fyrir leik Englands við Ísland á laugardag og leikinn á morgun. Þeir munu hins vegar ferðast til Englands í dag og koma því ekki við sögu í leiknum gegn Dönum. „Ég ætlaði ekki að láta neitt af þessu gerast. Ég segi það aftur, ég lak engu til fjölmiðla og myndi aldrei gera það,“ skrifar Nadía á Instagram. Þá segist Nadía hafa birt eitthvað af myndefni í lokuðum hópi meðal vina en einhver hafi tekið skjáskot af því. „Já, ég klúðraði líka og sagði aldrei að ég hafi ekki gert það. En ég mun verja mig sögum sem eru ekki sannar,“ skrifar Nadía að lokum. Nadía vildi ekki tjá sig nánar um málið við fréttastofu þegar eftir því var leitað og vísaði til þess sem hún birti á Instagram-story.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Enski boltinn Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira