Nadía Sif tjáir sig: „Ég lak engu til fjölmiðla“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. september 2020 19:22 Nadía keppti í Miss Universe Iceland árið 2019, en myndin af henni er einmitt tekin af því tilefni. Myndin til hægri er af Mason Greenwood í leik Englands og Íslands á Laugardalsvelli um helgina. Mynd/Miss Universe Iceland/Getty Nadía Sif Líndal, önnur kvennanna sem heimsótti ensku landsliðsmennina Phil Foden og Mason Greenwood á Hótel Sögu í gær segist ekki hafa lekið myndefni frá samskiptum sínum við þá til fjölmiðla. Hún skrifaði færslu á Instagram í dag þar sem hún frábað sér ásakanir um slíkt. Í skilaboðunum segist Nadía vilja stíga hreinskilnislega fram vegna málsins og umfjöllunar um það. Mikið hefur verið fjallað um mál kvennanna og landsliðsmannanna í bresku pressunni og á samfélagsmiðlum. Áreitið á Nadíu hefur því verið mikið. „Ég lak engu til fjölmiðla. Ég tók ekki þessi myndbönd og myndir,“ skrifar Nadía, en myndbönd og myndir af samskiptum stúlknanna í persónu og á samfélagsmiðlum hafa farið í dreifingu á netinu í dag. Breskir fjölmiðlar hafa til að mynda birt myndband þar sem ung kona virðist tala við þá Greenwood og Foden í síma. „Ég var ekki að tala við hann [annan leikmannanna] í símann. Það var önnur stelpa,“ skrifar Nadía og bætir við að hún hafi ekki vitað að leikmennirnir hafi verið í sóttkví. Leikmennirnir voru þó vissulega í sóttkví og hafa verið sektaðir um 250.000 krónur hvor vegna brots á sóttkví. Þá segir Nadía að þeir Foden og Greenwood hafi ekki átt það skilið sem á eftir fylgdi, en vegna brota sinna voru þeir teknir út úr landsliðshóp Englendinga sem mætir danska landsliðinu í Kaupmannahöfn á morgun. Þeir voru valdir í hópinn fyrir leik Englands við Ísland á laugardag og leikinn á morgun. Þeir munu hins vegar ferðast til Englands í dag og koma því ekki við sögu í leiknum gegn Dönum. „Ég ætlaði ekki að láta neitt af þessu gerast. Ég segi það aftur, ég lak engu til fjölmiðla og myndi aldrei gera það,“ skrifar Nadía á Instagram. Þá segist Nadía hafa birt eitthvað af myndefni í lokuðum hópi meðal vina en einhver hafi tekið skjáskot af því. „Já, ég klúðraði líka og sagði aldrei að ég hafi ekki gert það. En ég mun verja mig sögum sem eru ekki sannar,“ skrifar Nadía að lokum. Nadía vildi ekki tjá sig nánar um málið við fréttastofu þegar eftir því var leitað og vísaði til þess sem hún birti á Instagram-story. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Enski boltinn Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira
Nadía Sif Líndal, önnur kvennanna sem heimsótti ensku landsliðsmennina Phil Foden og Mason Greenwood á Hótel Sögu í gær segist ekki hafa lekið myndefni frá samskiptum sínum við þá til fjölmiðla. Hún skrifaði færslu á Instagram í dag þar sem hún frábað sér ásakanir um slíkt. Í skilaboðunum segist Nadía vilja stíga hreinskilnislega fram vegna málsins og umfjöllunar um það. Mikið hefur verið fjallað um mál kvennanna og landsliðsmannanna í bresku pressunni og á samfélagsmiðlum. Áreitið á Nadíu hefur því verið mikið. „Ég lak engu til fjölmiðla. Ég tók ekki þessi myndbönd og myndir,“ skrifar Nadía, en myndbönd og myndir af samskiptum stúlknanna í persónu og á samfélagsmiðlum hafa farið í dreifingu á netinu í dag. Breskir fjölmiðlar hafa til að mynda birt myndband þar sem ung kona virðist tala við þá Greenwood og Foden í síma. „Ég var ekki að tala við hann [annan leikmannanna] í símann. Það var önnur stelpa,“ skrifar Nadía og bætir við að hún hafi ekki vitað að leikmennirnir hafi verið í sóttkví. Leikmennirnir voru þó vissulega í sóttkví og hafa verið sektaðir um 250.000 krónur hvor vegna brots á sóttkví. Þá segir Nadía að þeir Foden og Greenwood hafi ekki átt það skilið sem á eftir fylgdi, en vegna brota sinna voru þeir teknir út úr landsliðshóp Englendinga sem mætir danska landsliðinu í Kaupmannahöfn á morgun. Þeir voru valdir í hópinn fyrir leik Englands við Ísland á laugardag og leikinn á morgun. Þeir munu hins vegar ferðast til Englands í dag og koma því ekki við sögu í leiknum gegn Dönum. „Ég ætlaði ekki að láta neitt af þessu gerast. Ég segi það aftur, ég lak engu til fjölmiðla og myndi aldrei gera það,“ skrifar Nadía á Instagram. Þá segist Nadía hafa birt eitthvað af myndefni í lokuðum hópi meðal vina en einhver hafi tekið skjáskot af því. „Já, ég klúðraði líka og sagði aldrei að ég hafi ekki gert það. En ég mun verja mig sögum sem eru ekki sannar,“ skrifar Nadía að lokum. Nadía vildi ekki tjá sig nánar um málið við fréttastofu þegar eftir því var leitað og vísaði til þess sem hún birti á Instagram-story.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Enski boltinn Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira