Adda Örnólfs látin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. september 2020 11:44 Adda Örnólfs söng lög sem flestum Íslendingum eru að góðu kunn. Arnbjörg Auður Örnólfsdóttir söngkona, betur þekkt sem Adda Örnólfs, er látin. Adda lést á Landakotsspítala 2. september síðastliðinn, 85 ára að aldri. Greint er frá andláti Öddu í Morgunblaðinu í dag. Adda var ein vinsælasta söngkona þjóðarinnar á árum áður og söng eftirminnileg lög á plötur, eins og Bella símamær, Nótt í Atlavík og Bjarni og nikkan. Adda fæddist á Suðureyri í Súgandafirði 4. maí árið 1935 og ólst þar upp í stórum systkinahópi. Foreldrar hennar voru Örnólfur Valdimarsson útgerðarmaður og Ragnhildur Þorvarðardóttir, húsmóðir og organisti við Suðureyrarkirkju. Adda Örnólfs á sínum yngri árum. Tíu ára flutti Adda til Reykjavíkur og skaust upp á stjörnuhimininn í söngvarakeppni á vegum KK sextettsins árið 1953, ásamt Ellý Vilhjálms og fleiri söngvurum. Á árunum sem í hönd fóru kom hún víða fram en lengst var hún söngkona Aages Lorange og hljóðfæraleikara hans, sem voru með eins konar húshljómsveit í Tjarnarkaffi við Vonarstræti í Reykjavík. Á ferli Öddu voru hljóðrituð nærri 20 lög með henni sem komu út á hljómplötum. Adda hætti að mestu að syngja opinberlega 1959 en lögin hennar hafa komið út á safnplötum og eru enn reglulega spiluð í útvarpi. Eftirlifandi eiginmaður Öddu er Þórhallur Helgason. Börn þeirra eru Helgi, Þóra Björg og Ragnhildur Dóra. Arnbjörg og Þórhallur eiga sex barnabörn og fjögur barnabarnabörn. Meðal þeirra sem minnast Öddu er Þórunn Sigurðardóttir, stjórnarformaður Listahátíðar í Reykjavík. Sorgarfrétt. Las í morgun að Adda væri dáin, en hún var barnapía hjá foreldrum mínum og hélt góðu sambandi við þau alla...Posted by Þórunn Sigurðardóttir on Monday, September 7, 2020 Ragnhildur Dóra er sópransöngkona og hefur fetað í fótspor móður sinnar. Hún ræddi um móður sína í viðtali í Fréttablaðinu árið 2014. „Mamma var uppgötvuð í söngprufum sem KK sextettinn hélt í Gúttó árið 1953. Þar var hún valin úr hópi annarra söngvara til þessa að syngja þar,“ segir Ragnhildur. Eftir það söng hún inn á plötur með tónlistarmönnum eins og Ólafi Briem og Smárakvartettinum, ásamt því að koma fram við hin ýmsu tækifæri. Lengst af var hún söngkona Aage Lorange og hljómsveitar sem spiluðu í Tjarnarkaffi í Reykjavík. Ragnhildur hætti að mestu að syngja opinberlega í kringum 1960 en óhætt er að segja að ferillinn hafi verið farsæll, þótt stuttur væri. „Það voru ekki margar konur að syngja þá. Ingibjörg Þorbergs, Ingibjörg Þorsteinsdóttir og Ellý Vilhjálms voru vinsælar, en það voru auðvitað miklu fleiri karlmenn í tónlistargeiranum þá. Það var erfiðara fyrir þær að sameina fjölskyldulíf og tónlistarferil en karlana,“ segir Ragnhildur Andlát Tónlist Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Arnbjörg Auður Örnólfsdóttir söngkona, betur þekkt sem Adda Örnólfs, er látin. Adda lést á Landakotsspítala 2. september síðastliðinn, 85 ára að aldri. Greint er frá andláti Öddu í Morgunblaðinu í dag. Adda var ein vinsælasta söngkona þjóðarinnar á árum áður og söng eftirminnileg lög á plötur, eins og Bella símamær, Nótt í Atlavík og Bjarni og nikkan. Adda fæddist á Suðureyri í Súgandafirði 4. maí árið 1935 og ólst þar upp í stórum systkinahópi. Foreldrar hennar voru Örnólfur Valdimarsson útgerðarmaður og Ragnhildur Þorvarðardóttir, húsmóðir og organisti við Suðureyrarkirkju. Adda Örnólfs á sínum yngri árum. Tíu ára flutti Adda til Reykjavíkur og skaust upp á stjörnuhimininn í söngvarakeppni á vegum KK sextettsins árið 1953, ásamt Ellý Vilhjálms og fleiri söngvurum. Á árunum sem í hönd fóru kom hún víða fram en lengst var hún söngkona Aages Lorange og hljóðfæraleikara hans, sem voru með eins konar húshljómsveit í Tjarnarkaffi við Vonarstræti í Reykjavík. Á ferli Öddu voru hljóðrituð nærri 20 lög með henni sem komu út á hljómplötum. Adda hætti að mestu að syngja opinberlega 1959 en lögin hennar hafa komið út á safnplötum og eru enn reglulega spiluð í útvarpi. Eftirlifandi eiginmaður Öddu er Þórhallur Helgason. Börn þeirra eru Helgi, Þóra Björg og Ragnhildur Dóra. Arnbjörg og Þórhallur eiga sex barnabörn og fjögur barnabarnabörn. Meðal þeirra sem minnast Öddu er Þórunn Sigurðardóttir, stjórnarformaður Listahátíðar í Reykjavík. Sorgarfrétt. Las í morgun að Adda væri dáin, en hún var barnapía hjá foreldrum mínum og hélt góðu sambandi við þau alla...Posted by Þórunn Sigurðardóttir on Monday, September 7, 2020 Ragnhildur Dóra er sópransöngkona og hefur fetað í fótspor móður sinnar. Hún ræddi um móður sína í viðtali í Fréttablaðinu árið 2014. „Mamma var uppgötvuð í söngprufum sem KK sextettinn hélt í Gúttó árið 1953. Þar var hún valin úr hópi annarra söngvara til þessa að syngja þar,“ segir Ragnhildur. Eftir það söng hún inn á plötur með tónlistarmönnum eins og Ólafi Briem og Smárakvartettinum, ásamt því að koma fram við hin ýmsu tækifæri. Lengst af var hún söngkona Aage Lorange og hljómsveitar sem spiluðu í Tjarnarkaffi í Reykjavík. Ragnhildur hætti að mestu að syngja opinberlega í kringum 1960 en óhætt er að segja að ferillinn hafi verið farsæll, þótt stuttur væri. „Það voru ekki margar konur að syngja þá. Ingibjörg Þorbergs, Ingibjörg Þorsteinsdóttir og Ellý Vilhjálms voru vinsælar, en það voru auðvitað miklu fleiri karlmenn í tónlistargeiranum þá. Það var erfiðara fyrir þær að sameina fjölskyldulíf og tónlistarferil en karlana,“ segir Ragnhildur
Andlát Tónlist Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira