„Ef þetta er skilgreining á húðlit, hvernig er þá mín húð á litin?“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 8. september 2020 16:42 Brynju Dan svelgdist á morgunkaffinu þegar hún las tískusíðuna í Fréttablaðinu. Aldís Pálsdóttir „Mér hefði fundist þetta í lagi ef þetta væru allskonar litir af húðlitum sem átt er við í þessari grein en þetta voru allt ljósbrúnir og beige tónar. Það er auðvitað algjörlega absúrt að það sé ennþá verið að tala um húðlitaðan,“ segir Brynja Dan Gunnarsdóttir í samtali við Vísi. Brynja gagnrýndi harðlega orðaval Fréttablaðsins í dag á samfélagsmiðlum sínum og vísar hún til tískugreinar þar sem talað er um vinsæla liti fyrir haustið og orðið húðlitur notað yfir ljós brúna tóna. Brynja birtir mynd af greininni á samfélagsmiðlum sínum og skrifar: „Lærðum við bara ekkert síðustu mánuði? Skita dagsins.“ https://www.facebook.com/brynja.d.gunnarsdottir/posts/10158457599677978 „Húðlitur er eitt af þessum orðum sem við erum að reyna að taka úr umferð. Ef þetta er skilgreining á húðlit hvernig er þá mín húð á litin?“ Orðið Nude á ensku hefur lengi verið notað í tískuheiminum yfir liti sem eru ljósbrúnir og beige litaðir en aðspurð segir Brynja að það sé ekki með réttu hægt að kalla eingöngu einhverja ákveðna ljósa tóna húðliti. „Ég hef aldrei séð eða heyrt dökkbrúna eða svarta liti vera kallaða húðliti en þeir eru það svo sannarlega líka." Brynja segist hafa fengið mikil viðbrögð eftir gagnrýni sína á greinina og borist ótal skilaboð frá fólki sem undri sig á orðanotkun Fréttablaðsins. „Af hverju erum við ekki komin lengra í allri þessari baráttu sem er að eiga sér stað? Hvernig getur svona stór miðill látið svona grein frá sér. Mér finnst þetta til skammar. Þetta fer væntanlega í prófarkalestur og er lesið yfir af fleiri en einum aðila áður en þetta fer í prent.“ Kristján Kormákur Guðjónsson, fyrrverandi fréttastjóri á Fréttablaðinu, svarar Brynju í Facebook-færslu hennar. Hann segist þekkja viðkomandi blaðamann vel og geta fullyrt að um mistök sé að ræða sem blaðamaðurinn sjái eftir. „Þetta hefði aldrei átt að fara á prent og fréttastjórar nú eða ritstjóri hefðu átt að grípa í taumana, það er þeirra hlutverk. Sökin liggur því ekki eingöngu hjá blaðamanni. Það geta allir gert mistök í vinnunni og ég treysti og trúi því að starfsmenn Fréttablaðsins læri af þessu og biðjist afsökunar í blaðinu sem kemur út á morgun.“ Fjölmiðlar Kynþáttafordómar Mest lesið „Það er ekkert sem brýtur mann“ Lífið „Abbababb, ertu stelpa í fótbolta?“ Áskorun Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Lífið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Diane Keaton er látin Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið Fleiri fréttir Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Diane Keaton er látin Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Sjá meira
„Mér hefði fundist þetta í lagi ef þetta væru allskonar litir af húðlitum sem átt er við í þessari grein en þetta voru allt ljósbrúnir og beige tónar. Það er auðvitað algjörlega absúrt að það sé ennþá verið að tala um húðlitaðan,“ segir Brynja Dan Gunnarsdóttir í samtali við Vísi. Brynja gagnrýndi harðlega orðaval Fréttablaðsins í dag á samfélagsmiðlum sínum og vísar hún til tískugreinar þar sem talað er um vinsæla liti fyrir haustið og orðið húðlitur notað yfir ljós brúna tóna. Brynja birtir mynd af greininni á samfélagsmiðlum sínum og skrifar: „Lærðum við bara ekkert síðustu mánuði? Skita dagsins.“ https://www.facebook.com/brynja.d.gunnarsdottir/posts/10158457599677978 „Húðlitur er eitt af þessum orðum sem við erum að reyna að taka úr umferð. Ef þetta er skilgreining á húðlit hvernig er þá mín húð á litin?“ Orðið Nude á ensku hefur lengi verið notað í tískuheiminum yfir liti sem eru ljósbrúnir og beige litaðir en aðspurð segir Brynja að það sé ekki með réttu hægt að kalla eingöngu einhverja ákveðna ljósa tóna húðliti. „Ég hef aldrei séð eða heyrt dökkbrúna eða svarta liti vera kallaða húðliti en þeir eru það svo sannarlega líka." Brynja segist hafa fengið mikil viðbrögð eftir gagnrýni sína á greinina og borist ótal skilaboð frá fólki sem undri sig á orðanotkun Fréttablaðsins. „Af hverju erum við ekki komin lengra í allri þessari baráttu sem er að eiga sér stað? Hvernig getur svona stór miðill látið svona grein frá sér. Mér finnst þetta til skammar. Þetta fer væntanlega í prófarkalestur og er lesið yfir af fleiri en einum aðila áður en þetta fer í prent.“ Kristján Kormákur Guðjónsson, fyrrverandi fréttastjóri á Fréttablaðinu, svarar Brynju í Facebook-færslu hennar. Hann segist þekkja viðkomandi blaðamann vel og geta fullyrt að um mistök sé að ræða sem blaðamaðurinn sjái eftir. „Þetta hefði aldrei átt að fara á prent og fréttastjórar nú eða ritstjóri hefðu átt að grípa í taumana, það er þeirra hlutverk. Sökin liggur því ekki eingöngu hjá blaðamanni. Það geta allir gert mistök í vinnunni og ég treysti og trúi því að starfsmenn Fréttablaðsins læri af þessu og biðjist afsökunar í blaðinu sem kemur út á morgun.“
Fjölmiðlar Kynþáttafordómar Mest lesið „Það er ekkert sem brýtur mann“ Lífið „Abbababb, ertu stelpa í fótbolta?“ Áskorun Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Lífið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Diane Keaton er látin Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið Fleiri fréttir Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Diane Keaton er látin Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Sjá meira