Hátt í tuttugu íslenskar konur selja aðgang að myndum af sér Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. september 2020 19:10 Að minnsta kosti tuttugu íslenskar konur selja erótískt eða klámfengið myndefni af sér á samfélagsmiðlinum Only Fans sem hefur verið að ryðja sér til rúms hér á landi. Stígamót hafa áhyggjur af þessari þróun og vilja stemma stigu við eftirspurn á kynferðislegu efni á netinu. OnlyFans er markaðssett þannig að fólk geti aflað sér tekna fremur en svokallaðra læka, líkt og á öðrum miðlum á borð við Instagram, með efni sínu. Efnið á síðunni er margs konar, allt frá náttúrulífsmyndum og tónlist yfir í klám. Og miðillinn er raunar í dag þekktastur fyrir klámfengið efni. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að tuttugu íslenskar konur hið minnsta selji þar kynferðislegar myndir og myndbönd en þær sem virkastar eru á miðlinum segjast þéna mörg hundruð þúsund krónur á mánuði. Yfirleitt reynsla af kynferðislegu ofbeldi „Við þekkjum ýmis dæmi um vefsíður þar sem notendur geta greitt fyrir að sjá kynferðislegar myndir af þeim sem eru að bjóða upp á það á síðunni. Þetta er áhyggjuefni fyrir okkur vegna þess að þetta er enn ein birtingarmynd þess að það sé verið að selja aðgang að líkama kvenna,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, verkefnastýra hjá Stígamótum. Hún segir að talsvert margar konur og karlar leiti til Stígamóta árlega eftir að hafa verið í klámi eða vændisiðnaði. „Það sem við sjáum sammerkt með fólki sem hefur verið í vændi eða klámi er að þau eru oft í efnahagslega þröngri stöðu og vantar pening. Þau hafa yfirleitt reynslu af því að vera beitt kynferðisofbeldi sem börn eða unglingar þannig að það er búið að brjóta á mörkunum þeirra og stundum er þetta tengt neyslu og fjármögnun hennar.“ Steinunn segir þróunina áhyggjuefni. Sigurjón Afleiðingarnar geti orðið alvarlegar. „Afleiðingar af vændi eða klámi eru í raun þær sömu og við þekkjum af kynferðisofbeldi. Það er skömm og sektarkennd. Það er kvíði, þunglyndi, löskuð sjálfsmynd og svo framvegis. En við sjáum oft ýktari útgáfur af því hjá þeim sem hafa verið í kynlífsiðnaðinum. Það fylgir því oft gríðarlega mikil skömm að hafa verið í þessum iðnaði. Fólk er oft að lifa tvöföldu lífi sem setur enn meira álag á fólk, þannig að afleiðingarnar eru oft langvarandi og andlega erfiðar.“ Mörkin verði smám saman óljósari Aðspurð hvort konur upplifi miðilinn sem verndað umhverfi, í ljósi þess að þær þurfa ekki að eiga nein líkamleg tengsl, nefnir hún rannsókn sem systursamtök Stígamóta í Svíþjóð gerðu með viðtölum við ungar konur á aldrinum 18-24 ára sem hafa verið á miðlum sem þessum. „Þessir miðlar kallast ekki einu sinni klám, þeir kallast glamour modelling og glamour blogging og sugar daddying og eitthvað fleira. Það sem þær lýsa er að þær héldu að þær væru að fara inn í öruggt umhverfi. En svo byrjar áreitið. Bæði frá þeim sem stjórna miðlunum og frá kúnnunum sem vilja meira og meira og meira. Og þó þær komi inn með skýr mörk að þá byrja mörkin smám saman að losna upp og verða óljósari vegna þess að það er rosalegt álag að þurfa að standa á móti til dæmis stórum fjársterkum aðila eða kúnnunum sem vilja meira,“ segir hún. Stemma þurfi stigu við þessari eftirspurn. „Hér á Íslandi erum við með löggjöf sem byggir á því að við viljum ekki að það sé verið að versla með líkama fólks. Það er í rauninni andi löggjafarinnar. Þess vegna höfum við á Íslandi bannað kaup á vændi þó að við leyfum sölu á vændi. Það sem ég myndi vilja sjá gert væri í þeim anda að við reynum að stemma stigu við eftirspurninni á því að kaupa kynferðislegar myndir af ungum konum. Samfélagsmiðlar Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Sjá meira
Að minnsta kosti tuttugu íslenskar konur selja erótískt eða klámfengið myndefni af sér á samfélagsmiðlinum Only Fans sem hefur verið að ryðja sér til rúms hér á landi. Stígamót hafa áhyggjur af þessari þróun og vilja stemma stigu við eftirspurn á kynferðislegu efni á netinu. OnlyFans er markaðssett þannig að fólk geti aflað sér tekna fremur en svokallaðra læka, líkt og á öðrum miðlum á borð við Instagram, með efni sínu. Efnið á síðunni er margs konar, allt frá náttúrulífsmyndum og tónlist yfir í klám. Og miðillinn er raunar í dag þekktastur fyrir klámfengið efni. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að tuttugu íslenskar konur hið minnsta selji þar kynferðislegar myndir og myndbönd en þær sem virkastar eru á miðlinum segjast þéna mörg hundruð þúsund krónur á mánuði. Yfirleitt reynsla af kynferðislegu ofbeldi „Við þekkjum ýmis dæmi um vefsíður þar sem notendur geta greitt fyrir að sjá kynferðislegar myndir af þeim sem eru að bjóða upp á það á síðunni. Þetta er áhyggjuefni fyrir okkur vegna þess að þetta er enn ein birtingarmynd þess að það sé verið að selja aðgang að líkama kvenna,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, verkefnastýra hjá Stígamótum. Hún segir að talsvert margar konur og karlar leiti til Stígamóta árlega eftir að hafa verið í klámi eða vændisiðnaði. „Það sem við sjáum sammerkt með fólki sem hefur verið í vændi eða klámi er að þau eru oft í efnahagslega þröngri stöðu og vantar pening. Þau hafa yfirleitt reynslu af því að vera beitt kynferðisofbeldi sem börn eða unglingar þannig að það er búið að brjóta á mörkunum þeirra og stundum er þetta tengt neyslu og fjármögnun hennar.“ Steinunn segir þróunina áhyggjuefni. Sigurjón Afleiðingarnar geti orðið alvarlegar. „Afleiðingar af vændi eða klámi eru í raun þær sömu og við þekkjum af kynferðisofbeldi. Það er skömm og sektarkennd. Það er kvíði, þunglyndi, löskuð sjálfsmynd og svo framvegis. En við sjáum oft ýktari útgáfur af því hjá þeim sem hafa verið í kynlífsiðnaðinum. Það fylgir því oft gríðarlega mikil skömm að hafa verið í þessum iðnaði. Fólk er oft að lifa tvöföldu lífi sem setur enn meira álag á fólk, þannig að afleiðingarnar eru oft langvarandi og andlega erfiðar.“ Mörkin verði smám saman óljósari Aðspurð hvort konur upplifi miðilinn sem verndað umhverfi, í ljósi þess að þær þurfa ekki að eiga nein líkamleg tengsl, nefnir hún rannsókn sem systursamtök Stígamóta í Svíþjóð gerðu með viðtölum við ungar konur á aldrinum 18-24 ára sem hafa verið á miðlum sem þessum. „Þessir miðlar kallast ekki einu sinni klám, þeir kallast glamour modelling og glamour blogging og sugar daddying og eitthvað fleira. Það sem þær lýsa er að þær héldu að þær væru að fara inn í öruggt umhverfi. En svo byrjar áreitið. Bæði frá þeim sem stjórna miðlunum og frá kúnnunum sem vilja meira og meira og meira. Og þó þær komi inn með skýr mörk að þá byrja mörkin smám saman að losna upp og verða óljósari vegna þess að það er rosalegt álag að þurfa að standa á móti til dæmis stórum fjársterkum aðila eða kúnnunum sem vilja meira,“ segir hún. Stemma þurfi stigu við þessari eftirspurn. „Hér á Íslandi erum við með löggjöf sem byggir á því að við viljum ekki að það sé verið að versla með líkama fólks. Það er í rauninni andi löggjafarinnar. Þess vegna höfum við á Íslandi bannað kaup á vændi þó að við leyfum sölu á vændi. Það sem ég myndi vilja sjá gert væri í þeim anda að við reynum að stemma stigu við eftirspurninni á því að kaupa kynferðislegar myndir af ungum konum.
Samfélagsmiðlar Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Sjá meira