Ganga enn út frá því að mótefni dofni ekki innan fjögurra mánaða Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. september 2020 12:11 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að fréttir af niðurstöðum erlendra rannsókna, sem benda til þess að mótefni við kórónuveirunni hjá einstaklingum sem hafa veikst dofni eftir nokkra mánuði, ekki breyta afstöðu sóttvarnayfirvalda hér á landi. Niðurstöðu tveggja rannsókna, frá Bretlandi annars vegar og Kína hins vegar, benda til þess að mótefni við kórónuveirunni geti dofnað á um einum mánuði. Það er á skjön við niðurstöður rannsóknar sem vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar birtu í New England Journal of Medicine fyrr í september. Þórólfur segir ýmislegt geta útskýrt þennan mun á niðurstöðum rannsóknanna. „Það er nú kannski ekki gott að gefa einhlíta skýringu á því en aðferðafræði milli rannsókna er alltaf eitthvað breytileg og svo kann að vera einhver munur á milli hvernig rannsóknir eru gerðar og svo náttúrulega einstaklingarnir sem taka þátt. Þannig að það getur verið margt sem skýrir það.“ Hann segir niðurstöður rannsóknar Íslenskrar erfðagreiningar hafa verið ánægjulega og að niðurstöður erlendu rannsóknanna bendi ekki endilega til þess að einstaklingar geti sýkst aftur. „Það hefur ekki reynst vera svo, almennt séð, það er ekki mikið um slíkar tilkynningar. Þannig að ég held að það sé óþarfi að leggja of mikið upp úr þessu,“ segir Þórólfur. Breyta ekki afstöðu yfirvalda Þá segir Þórólfur að afstaða íslenskra heilbrigðisyfirvalda miðist við að mótefni dofni ekki innan fjögurra mánaða, líkt og niðurstöður Íslenskrar erfðagreiningar benda til. „Það er alveg óbreytt. Auðvitað lækka mótefni alltaf með tímanum, alltaf í öllum sýkingum. Eftir bólusetningu og annað slíkt. En það er annars konar mótefnasvar eða ónæmi sem myndast, þetta svokallaða frumubundna ónæmi. Í niðurstöðum íslensku rannsóknarinnar kemur fram að 91 prósent þeirra sem höfðu sýkst mynduðu mótefni við veirunni í blóði. Verið sé að kanna hvort hin níu prósentin kunni að hafa myndað frumubundið ónæmi við kórónuveirunni „Nú hinir, þessi 9 prósent, það er verið að kanna hvort þeir hafi myndað frumubundið ónæmi. Það er líka verndandi, þannig að þetta er dálítið flókið mál, svona þegar maður fer að kafa ofan í það,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að fréttir af niðurstöðum erlendra rannsókna, sem benda til þess að mótefni við kórónuveirunni hjá einstaklingum sem hafa veikst dofni eftir nokkra mánuði, ekki breyta afstöðu sóttvarnayfirvalda hér á landi. Niðurstöðu tveggja rannsókna, frá Bretlandi annars vegar og Kína hins vegar, benda til þess að mótefni við kórónuveirunni geti dofnað á um einum mánuði. Það er á skjön við niðurstöður rannsóknar sem vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar birtu í New England Journal of Medicine fyrr í september. Þórólfur segir ýmislegt geta útskýrt þennan mun á niðurstöðum rannsóknanna. „Það er nú kannski ekki gott að gefa einhlíta skýringu á því en aðferðafræði milli rannsókna er alltaf eitthvað breytileg og svo kann að vera einhver munur á milli hvernig rannsóknir eru gerðar og svo náttúrulega einstaklingarnir sem taka þátt. Þannig að það getur verið margt sem skýrir það.“ Hann segir niðurstöður rannsóknar Íslenskrar erfðagreiningar hafa verið ánægjulega og að niðurstöður erlendu rannsóknanna bendi ekki endilega til þess að einstaklingar geti sýkst aftur. „Það hefur ekki reynst vera svo, almennt séð, það er ekki mikið um slíkar tilkynningar. Þannig að ég held að það sé óþarfi að leggja of mikið upp úr þessu,“ segir Þórólfur. Breyta ekki afstöðu yfirvalda Þá segir Þórólfur að afstaða íslenskra heilbrigðisyfirvalda miðist við að mótefni dofni ekki innan fjögurra mánaða, líkt og niðurstöður Íslenskrar erfðagreiningar benda til. „Það er alveg óbreytt. Auðvitað lækka mótefni alltaf með tímanum, alltaf í öllum sýkingum. Eftir bólusetningu og annað slíkt. En það er annars konar mótefnasvar eða ónæmi sem myndast, þetta svokallaða frumubundna ónæmi. Í niðurstöðum íslensku rannsóknarinnar kemur fram að 91 prósent þeirra sem höfðu sýkst mynduðu mótefni við veirunni í blóði. Verið sé að kanna hvort hin níu prósentin kunni að hafa myndað frumubundið ónæmi við kórónuveirunni „Nú hinir, þessi 9 prósent, það er verið að kanna hvort þeir hafi myndað frumubundið ónæmi. Það er líka verndandi, þannig að þetta er dálítið flókið mál, svona þegar maður fer að kafa ofan í það,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Sjá meira