Ganga enn út frá því að mótefni dofni ekki innan fjögurra mánaða Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. september 2020 12:11 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að fréttir af niðurstöðum erlendra rannsókna, sem benda til þess að mótefni við kórónuveirunni hjá einstaklingum sem hafa veikst dofni eftir nokkra mánuði, ekki breyta afstöðu sóttvarnayfirvalda hér á landi. Niðurstöðu tveggja rannsókna, frá Bretlandi annars vegar og Kína hins vegar, benda til þess að mótefni við kórónuveirunni geti dofnað á um einum mánuði. Það er á skjön við niðurstöður rannsóknar sem vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar birtu í New England Journal of Medicine fyrr í september. Þórólfur segir ýmislegt geta útskýrt þennan mun á niðurstöðum rannsóknanna. „Það er nú kannski ekki gott að gefa einhlíta skýringu á því en aðferðafræði milli rannsókna er alltaf eitthvað breytileg og svo kann að vera einhver munur á milli hvernig rannsóknir eru gerðar og svo náttúrulega einstaklingarnir sem taka þátt. Þannig að það getur verið margt sem skýrir það.“ Hann segir niðurstöður rannsóknar Íslenskrar erfðagreiningar hafa verið ánægjulega og að niðurstöður erlendu rannsóknanna bendi ekki endilega til þess að einstaklingar geti sýkst aftur. „Það hefur ekki reynst vera svo, almennt séð, það er ekki mikið um slíkar tilkynningar. Þannig að ég held að það sé óþarfi að leggja of mikið upp úr þessu,“ segir Þórólfur. Breyta ekki afstöðu yfirvalda Þá segir Þórólfur að afstaða íslenskra heilbrigðisyfirvalda miðist við að mótefni dofni ekki innan fjögurra mánaða, líkt og niðurstöður Íslenskrar erfðagreiningar benda til. „Það er alveg óbreytt. Auðvitað lækka mótefni alltaf með tímanum, alltaf í öllum sýkingum. Eftir bólusetningu og annað slíkt. En það er annars konar mótefnasvar eða ónæmi sem myndast, þetta svokallaða frumubundna ónæmi. Í niðurstöðum íslensku rannsóknarinnar kemur fram að 91 prósent þeirra sem höfðu sýkst mynduðu mótefni við veirunni í blóði. Verið sé að kanna hvort hin níu prósentin kunni að hafa myndað frumubundið ónæmi við kórónuveirunni „Nú hinir, þessi 9 prósent, það er verið að kanna hvort þeir hafi myndað frumubundið ónæmi. Það er líka verndandi, þannig að þetta er dálítið flókið mál, svona þegar maður fer að kafa ofan í það,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Meiriháttar útkall hjá slökkviliði á Hjarðarhaga Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Fleiri fréttir Meiriháttar útkall hjá slökkviliði í vesturhluta borgarinnar Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að fréttir af niðurstöðum erlendra rannsókna, sem benda til þess að mótefni við kórónuveirunni hjá einstaklingum sem hafa veikst dofni eftir nokkra mánuði, ekki breyta afstöðu sóttvarnayfirvalda hér á landi. Niðurstöðu tveggja rannsókna, frá Bretlandi annars vegar og Kína hins vegar, benda til þess að mótefni við kórónuveirunni geti dofnað á um einum mánuði. Það er á skjön við niðurstöður rannsóknar sem vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar birtu í New England Journal of Medicine fyrr í september. Þórólfur segir ýmislegt geta útskýrt þennan mun á niðurstöðum rannsóknanna. „Það er nú kannski ekki gott að gefa einhlíta skýringu á því en aðferðafræði milli rannsókna er alltaf eitthvað breytileg og svo kann að vera einhver munur á milli hvernig rannsóknir eru gerðar og svo náttúrulega einstaklingarnir sem taka þátt. Þannig að það getur verið margt sem skýrir það.“ Hann segir niðurstöður rannsóknar Íslenskrar erfðagreiningar hafa verið ánægjulega og að niðurstöður erlendu rannsóknanna bendi ekki endilega til þess að einstaklingar geti sýkst aftur. „Það hefur ekki reynst vera svo, almennt séð, það er ekki mikið um slíkar tilkynningar. Þannig að ég held að það sé óþarfi að leggja of mikið upp úr þessu,“ segir Þórólfur. Breyta ekki afstöðu yfirvalda Þá segir Þórólfur að afstaða íslenskra heilbrigðisyfirvalda miðist við að mótefni dofni ekki innan fjögurra mánaða, líkt og niðurstöður Íslenskrar erfðagreiningar benda til. „Það er alveg óbreytt. Auðvitað lækka mótefni alltaf með tímanum, alltaf í öllum sýkingum. Eftir bólusetningu og annað slíkt. En það er annars konar mótefnasvar eða ónæmi sem myndast, þetta svokallaða frumubundna ónæmi. Í niðurstöðum íslensku rannsóknarinnar kemur fram að 91 prósent þeirra sem höfðu sýkst mynduðu mótefni við veirunni í blóði. Verið sé að kanna hvort hin níu prósentin kunni að hafa myndað frumubundið ónæmi við kórónuveirunni „Nú hinir, þessi 9 prósent, það er verið að kanna hvort þeir hafi myndað frumubundið ónæmi. Það er líka verndandi, þannig að þetta er dálítið flókið mál, svona þegar maður fer að kafa ofan í það,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Meiriháttar útkall hjá slökkviliði á Hjarðarhaga Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Fleiri fréttir Meiriháttar útkall hjá slökkviliði í vesturhluta borgarinnar Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Sjá meira