Vegna tæknilegra örðugleika seinkar kvöldfréttum aðeins. Verið er að vinna að því að senda kvöldfréttatímann út.
Ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru ekki sammála um hvernig eigi að takast á við mál egypskrar fjölskyldu sem vísa á úr landi á miðvikudag.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir óboðlegt hve lengi fjölskyldan hefur verið hér án aðgerða. Líta eigi til heildardvalartíma umsækjenda á Íslandi en ekki málsmeðferðartíma. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, er ósammála þessu og segir enn ekki koma til greina að gera reglugerðarbreytingu fyrir miðvikudag. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Karlmaður á fertugsaldri, sem réðst á leigusala sinn vopnaður hnífi, hefur verið ákærður til manndráps. Konan hlaut fjölmörg stungusár og skurði og glímir enn við eftirköst árásarinnar. Nánar um málið í fréttatímanum.
Við hittum einnig einn málglaðasta gára landsins sem bætir stöðugt í orðaforðann og finnst ekkert skemmtilegra en að horfa á myndbönd af sjálfum sér.
Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30.