Gárinn Kókó hættir ekki að tala Sylvía Hall og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 13. september 2020 21:51 Kókó hefur virkilega gaman að sjálfum sér. Einn málglaðasti gári landsins bætir stanslaust í orðaforðann að sögn eiganda hans. Hann er mjög félagslyndur og finnst ekkert skemmtilegra en að horfa á myndbönd af sjálfum sér. Kókó en enginn venjulegur gári. Hann varð óvænt hluti af fjölskyldu í Hafnarfirði í vor eftir að hafa strokið af fyrra heimili sínu. Fljótlega áttaði fjölskyldan sig á því að Kókó væri alveg sérstakur - hann kjaftaði allan liðlangann daginn. „Svo hefur þetta bara verið að aukast og aukast eftir því sem hefur liðið á. Hann er alltaf að pikka upp ný og ný orð,“ segir Fjóla Bjarnadóttir, móðir Kókó. „Hann segir „kisi kisi mjá mjá“ og það er eitthvað sem börnin sem áttu hann áður kenndu honum að segja. Hann segir já og nei, kyssa, kúkur, mamma, ástin mín.“ Hann hóstar og hnerrar og svo hermir hann eftir því sem hann heyrir. „Við höfum það á bak við eyrað að maður þarf að passa sig hvað maður segir, því hann gæti kjaftað einhverjum leyndarmálum.“ Hún segir að venjulega tali gárar ekki svona mikið. „En þessi, hann er náttúrulega alveg einstakur. Hann er bara eins og einn af okkur,“ segir Fjóla, enda er Kókó mjög félagslyndur. Hann er hafður frjáls á heimilinu. „Það er engin pása. Ég kem fram á morgnana og fæ mér kaffi og fer að mála mig og græja mig fyrir vinnuna, hann er inni á baði með mér.“ Stundum verði þau þreytt á öllu blaðrinu. „Hann er samt svo yndislegur að maður gleymir því strax.“ Kókó er líka frekar sjálfselskur og finnst fátt skemmtilegra en að horfa á myndbönd af sjálfum sér. „Hann hlær líka mikið með hæðnistón, þannig maður fær á tilfinninguna að hann sé að setja sig á hærri hest.“ Dýr Gæludýr Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Fleiri fréttir Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sjá meira
Einn málglaðasti gári landsins bætir stanslaust í orðaforðann að sögn eiganda hans. Hann er mjög félagslyndur og finnst ekkert skemmtilegra en að horfa á myndbönd af sjálfum sér. Kókó en enginn venjulegur gári. Hann varð óvænt hluti af fjölskyldu í Hafnarfirði í vor eftir að hafa strokið af fyrra heimili sínu. Fljótlega áttaði fjölskyldan sig á því að Kókó væri alveg sérstakur - hann kjaftaði allan liðlangann daginn. „Svo hefur þetta bara verið að aukast og aukast eftir því sem hefur liðið á. Hann er alltaf að pikka upp ný og ný orð,“ segir Fjóla Bjarnadóttir, móðir Kókó. „Hann segir „kisi kisi mjá mjá“ og það er eitthvað sem börnin sem áttu hann áður kenndu honum að segja. Hann segir já og nei, kyssa, kúkur, mamma, ástin mín.“ Hann hóstar og hnerrar og svo hermir hann eftir því sem hann heyrir. „Við höfum það á bak við eyrað að maður þarf að passa sig hvað maður segir, því hann gæti kjaftað einhverjum leyndarmálum.“ Hún segir að venjulega tali gárar ekki svona mikið. „En þessi, hann er náttúrulega alveg einstakur. Hann er bara eins og einn af okkur,“ segir Fjóla, enda er Kókó mjög félagslyndur. Hann er hafður frjáls á heimilinu. „Það er engin pása. Ég kem fram á morgnana og fæ mér kaffi og fer að mála mig og græja mig fyrir vinnuna, hann er inni á baði með mér.“ Stundum verði þau þreytt á öllu blaðrinu. „Hann er samt svo yndislegur að maður gleymir því strax.“ Kókó er líka frekar sjálfselskur og finnst fátt skemmtilegra en að horfa á myndbönd af sjálfum sér. „Hann hlær líka mikið með hæðnistón, þannig maður fær á tilfinninguna að hann sé að setja sig á hærri hest.“
Dýr Gæludýr Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Fleiri fréttir Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sjá meira