Mikið líf í Varmá Karl Lúðvíksson skrifar 14. september 2020 12:45 Sjóbirtingur Mynd: Vísir Varmá hefur verið öflug í ár, sjóbirtingurinn var mættur um miðjan júlí og það er rosalega mikið af fiski í ánni. Ingólfur Örn fór í Varmá og lenti í veislu, þrátt fyrir erfiðar aðstæður. “Kíkti í gær eftir vinnu. Mikið vatn og aðeins grænskoluð áin eftir rigningarnar í vikunni. Lítið að gerast og helstu hyljir og merktir veiðistaðir gáfu ekkert. Var nálægt því að pakka saman en ákvað að leita að fiski með straumflugu. Þurfti ekki að leita lengi og fljótlega fann ég fisk. Þeir lágu á milli veiðistaða á grunnu vatni. Endaði með að setja í sjö birtinga og landa sex. Sá stærsti var 74cm. Varmá er launar þolinmæðina!” Ingólfur var við veiðar fyrir ofan Reykjafoss á svæðinu í kringum golfvöllinn, þetta sýnir að veiðimenn verða stundum að hugsa út fyrir kassann. Það er komið töluvert að stórum fiskum á land í Varmá og er ekki óalgengt að veiðimenn fái fiska sem eru á milli 60 og 70 sentimetra langir. Stangveiði Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Vikuveiði upp á 635 laxa Veiði Lokatalan 6068 laxar í Miðfjarðará Veiði
Varmá hefur verið öflug í ár, sjóbirtingurinn var mættur um miðjan júlí og það er rosalega mikið af fiski í ánni. Ingólfur Örn fór í Varmá og lenti í veislu, þrátt fyrir erfiðar aðstæður. “Kíkti í gær eftir vinnu. Mikið vatn og aðeins grænskoluð áin eftir rigningarnar í vikunni. Lítið að gerast og helstu hyljir og merktir veiðistaðir gáfu ekkert. Var nálægt því að pakka saman en ákvað að leita að fiski með straumflugu. Þurfti ekki að leita lengi og fljótlega fann ég fisk. Þeir lágu á milli veiðistaða á grunnu vatni. Endaði með að setja í sjö birtinga og landa sex. Sá stærsti var 74cm. Varmá er launar þolinmæðina!” Ingólfur var við veiðar fyrir ofan Reykjafoss á svæðinu í kringum golfvöllinn, þetta sýnir að veiðimenn verða stundum að hugsa út fyrir kassann. Það er komið töluvert að stórum fiskum á land í Varmá og er ekki óalgengt að veiðimenn fái fiska sem eru á milli 60 og 70 sentimetra langir.
Stangveiði Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Vikuveiði upp á 635 laxa Veiði Lokatalan 6068 laxar í Miðfjarðará Veiði