Horfði bjargarlaus upp á hvalinn drepast í flæðarmálinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. september 2020 13:26 Hvalurinn lengst til vinstri á mynd var enn á lífi þegar Darja kom aðvífandi. Hinir hvalirnir voru þegar dauðir. Skjáskot Vegfarandi sem kom að hópi grindhvala í fjöru í Álftafirði á Snæfellsnesi í gær horfði upp á einn þeirra gefa upp öndina í flæðarmálinu. Allir hvalirnir nema tveir drápust í firðinum. Darja Lane ók fram á hvalina þar sem þeir lágu í fjörunni í Álftafirði um klukkan eitt síðdegis í gær. Hún stöðvaði bílinn og vitjaði hvalanna í flæðarmálinu. „Ég sá um svona tíu hvali. Þrír af þeim voru á lífi, allir hinir dánir,“ segir Darja í samtali við Vísi. Einn hvalanna sem tórði enn þá var alveg í flæðarmálinu en hinir tveir voru lengra úti í sjó. Darja segir þá þó alla hafa verið fasta. „Þeir voru allir á hliðinni.“ Darja hringdi umsvifalaust í lögreglu þegar hún kom niður í fjöruna en þurfti frá að hverfa áður en nokkur kom á vettvang. „Ég var þarna í um fjörutíu mínútur og á meðan ég er þarna þá deyr þessi hvalur sem er næst mér á ströndinni, sem hreyfir sig þarna á fullu á myndbandinu. Það komu einhverjir túristar og voru að reyna að hella vatni á hann og reyna að bjarga honum. En við vissum auðvitað ekki hvað við gátum gert, þetta eru dýr sem við þekkjum ekki,“ segir Darja. „Ég var mikið að vonast til þess að einhver myndi koma en það kom enginn. En það var auðvitað bílslys þarna síðdegis á Snæfellsnesi, kannski voru allir uppteknir í því. En þetta var mjög erfitt, maður var einhvern veginn bjargarlaus.“ Þá gerir Darja ráð fyrir að hvalirnir hafi verið í fjörunni í nokkurn tíma. „Þeir voru ekki með augu. Þannig að líklegast hafa þeir verið þarna um nóttina eða komið daginn áður. Krummar hafa komist í augun myndi ég halda,“ segir Darja. Hvorki náðist í lögreglu á Vesturlandi né Náttúrustofu Vesturlands við vinnslu fréttarinnar. Líffræðingar Náttúrustofu sögðu í samtali við RÚV í gærkvöldi að hvalahópurinn hefði samanstaðið af tíu dýrum, þar af einum mjög ungum kálfi. Tveir væru á lífi en ljóst væri að þeir myndu ekki yfirgefa staðinn þar sem hinir hvalirnir lægju dauðir. Dýr Dalabyggð Helgafellssveit Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira
Vegfarandi sem kom að hópi grindhvala í fjöru í Álftafirði á Snæfellsnesi í gær horfði upp á einn þeirra gefa upp öndina í flæðarmálinu. Allir hvalirnir nema tveir drápust í firðinum. Darja Lane ók fram á hvalina þar sem þeir lágu í fjörunni í Álftafirði um klukkan eitt síðdegis í gær. Hún stöðvaði bílinn og vitjaði hvalanna í flæðarmálinu. „Ég sá um svona tíu hvali. Þrír af þeim voru á lífi, allir hinir dánir,“ segir Darja í samtali við Vísi. Einn hvalanna sem tórði enn þá var alveg í flæðarmálinu en hinir tveir voru lengra úti í sjó. Darja segir þá þó alla hafa verið fasta. „Þeir voru allir á hliðinni.“ Darja hringdi umsvifalaust í lögreglu þegar hún kom niður í fjöruna en þurfti frá að hverfa áður en nokkur kom á vettvang. „Ég var þarna í um fjörutíu mínútur og á meðan ég er þarna þá deyr þessi hvalur sem er næst mér á ströndinni, sem hreyfir sig þarna á fullu á myndbandinu. Það komu einhverjir túristar og voru að reyna að hella vatni á hann og reyna að bjarga honum. En við vissum auðvitað ekki hvað við gátum gert, þetta eru dýr sem við þekkjum ekki,“ segir Darja. „Ég var mikið að vonast til þess að einhver myndi koma en það kom enginn. En það var auðvitað bílslys þarna síðdegis á Snæfellsnesi, kannski voru allir uppteknir í því. En þetta var mjög erfitt, maður var einhvern veginn bjargarlaus.“ Þá gerir Darja ráð fyrir að hvalirnir hafi verið í fjörunni í nokkurn tíma. „Þeir voru ekki með augu. Þannig að líklegast hafa þeir verið þarna um nóttina eða komið daginn áður. Krummar hafa komist í augun myndi ég halda,“ segir Darja. Hvorki náðist í lögreglu á Vesturlandi né Náttúrustofu Vesturlands við vinnslu fréttarinnar. Líffræðingar Náttúrustofu sögðu í samtali við RÚV í gærkvöldi að hvalahópurinn hefði samanstaðið af tíu dýrum, þar af einum mjög ungum kálfi. Tveir væru á lífi en ljóst væri að þeir myndu ekki yfirgefa staðinn þar sem hinir hvalirnir lægju dauðir.
Dýr Dalabyggð Helgafellssveit Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira