Tugir milljóna til Barnahúss til að vinna niður margra mánaða biðlista Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 14. september 2020 13:53 Heiða, forstjóri Barnaverndarstofu, segir mikla eflingu í vændum hjá Barnahúsi. Tugir milljóna verða settir í starfsemi Barnahúss svo hægt sé að vinna niður allt að fimm mánaða biðlista eftir viðtali. Mikil fjölgun mála vegna alvarlegs líkamlegs ofbeldis gegn börnum á kórónuveirutímum er ástæða langra biðlista. Í Barnahúsi eru teknar skýrslur af börnum þegar lögregla er með mál til rannsóknar ef grunur leikur á að brotið hafi verið kynferðilsega gegn barni eða barn beitt líkamlegu ofbeldi. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að börnum sem hefur verið nauðgað eða þau beitt grófu líkamlegu ofbeldi þurfa að bíða í allt að fimm mánuði eftir meðferð í Barnahúsi. Barnahús er rekið af Barnaverndarstofu. Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu, segir biðina hafa lengst vegna aukinnar aðsóknar í Barnahús. „Aukin ásókn núna á sér ýmsar ástæður. Meðal annars sjáum við aukinn þunga vegna covid og fyrst og fremst eru það mál sem varða líkamlegt ofbeldi gegn börnum,“ segir Heiða. Fjöldinn sé mun meiri en gert var ráð fyrir þegar Barnahús var opnað fyrir ofbeldismálum. Í apríl sáust fyrstu vísbendingar um lengri biðlista, þá var rætt strax við félagsmálaráðuneytið sem brást hratt við og samþykkti aukastöðu í Barnahúsi í fjáraukalögum í vor. En það dugði ekki til. „Við höfum frá því snemma í sumar verið í viðræðum við ráðuneytið. Ráðuneytið er að ráðstafa viðbótar fjármagni inn í Barnahús sem við höfum verið að útfæra saman á síðustu vikum og í heildina eru þetta fjárhæðir sem nema tugum milljóna króna til að efla barnahús og vinna niður biðlistana þar,“ segir Heiða. Fjölgað verður starfsfólki, tæknimál bætt og farið í ýmsar aðrar aðgerðir sem lúta að bættri þjónustu við börnin og útrýma biðslistum. Við sjáum fyrir okkur að núna bara á allra næstu mánuðum verði hægt að vinna niður þessa biðlista þannig að börn komist í meðferð mjög fljótlega eftir skýrslutöku.“ Ofbeldi gegn börnum Barnavernd Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Sjá meira
Tugir milljóna verða settir í starfsemi Barnahúss svo hægt sé að vinna niður allt að fimm mánaða biðlista eftir viðtali. Mikil fjölgun mála vegna alvarlegs líkamlegs ofbeldis gegn börnum á kórónuveirutímum er ástæða langra biðlista. Í Barnahúsi eru teknar skýrslur af börnum þegar lögregla er með mál til rannsóknar ef grunur leikur á að brotið hafi verið kynferðilsega gegn barni eða barn beitt líkamlegu ofbeldi. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að börnum sem hefur verið nauðgað eða þau beitt grófu líkamlegu ofbeldi þurfa að bíða í allt að fimm mánuði eftir meðferð í Barnahúsi. Barnahús er rekið af Barnaverndarstofu. Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu, segir biðina hafa lengst vegna aukinnar aðsóknar í Barnahús. „Aukin ásókn núna á sér ýmsar ástæður. Meðal annars sjáum við aukinn þunga vegna covid og fyrst og fremst eru það mál sem varða líkamlegt ofbeldi gegn börnum,“ segir Heiða. Fjöldinn sé mun meiri en gert var ráð fyrir þegar Barnahús var opnað fyrir ofbeldismálum. Í apríl sáust fyrstu vísbendingar um lengri biðlista, þá var rætt strax við félagsmálaráðuneytið sem brást hratt við og samþykkti aukastöðu í Barnahúsi í fjáraukalögum í vor. En það dugði ekki til. „Við höfum frá því snemma í sumar verið í viðræðum við ráðuneytið. Ráðuneytið er að ráðstafa viðbótar fjármagni inn í Barnahús sem við höfum verið að útfæra saman á síðustu vikum og í heildina eru þetta fjárhæðir sem nema tugum milljóna króna til að efla barnahús og vinna niður biðlistana þar,“ segir Heiða. Fjölgað verður starfsfólki, tæknimál bætt og farið í ýmsar aðrar aðgerðir sem lúta að bættri þjónustu við börnin og útrýma biðslistum. Við sjáum fyrir okkur að núna bara á allra næstu mánuðum verði hægt að vinna niður þessa biðlista þannig að börn komist í meðferð mjög fljótlega eftir skýrslutöku.“
Ofbeldi gegn börnum Barnavernd Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Sjá meira