Nálgumst það sem megi kalla „nýja normið“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. september 2020 21:00 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, ræddi nýja litakóða í tengslum við kórónuveirufaraldurinn í Reykjavík síðdegis í dag. Vísir/Vilhelm Litirnir í nýju litakóðakerfi sem taka á upp vegna kórónuveirufaraldursins hér á landi verða grár, gulur, appelsínugulur og rauður. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að ef hann ætti að velja lit fyrir ástandið eins og það er nú myndi hann velja gráan. „Við teljum að við séum að nálgast það sem við getum kallað „nýja normið“. Við erum ekkert í veirufríu samfélagi. Það er eitt og eitt smit og tvö og þrjú og fjögur að koma og við væntanlega stillum þetta þannig að það myndi þá vera grátt. Það myndi þá vera þannig að það eru í gildi ákveðnar reglur, við erum að gæta að persónubundnu smitvörnunum okkar en það er ekki verið að fara að herða reglur eða eitthvað slíkt, það eru ekki líkur á því heldur erum við frekar á leiðinni í það að ástandið verði öruggara. Við erum kannski einhvers staðar á milli grás og guls núna og ef ég ætti að velja þá myndi ég segja grátt,“ sagði Víðir í Reykjavík síðdegis í dag þar sem rætt var við hann um litakóðana. Grátt sé þannig fyrsti liturinn. „Það er bara þetta venjulega ástand og síðan kemur gult, appelsínugult og rautt. Ég held að Veðurstofan hafi einu sinni á átta árum farið á rautt og við reiknum með því að rautt sé þegar við erum komin í einhvern gríðarlegan veldisvöxt í einhverjum faraldri,“ sagði Víðir. Litirnir á milli grás og rauðs, gulur og appelsínugulur, séu þá litirnir þar sem verið sé að grípa til aðgerða. „Það sem við erum að horfa á í því eins og þegar við færum yfir á gult stig þá værum við kannski ekki endilega að breyta þeim sóttvarnaráðstöfunum, þeim reglum sem eru í gildi heldur myndi þetta snúa meira að fyrirtækjum og einstaklingum, að menn gæti sín ennþá frekar. Líkt og þegar menn fá gula viðvörun á veðrinu þá kanna menn betur hvaða leið er best að fara, hvort hún sé nauðsynleg ferðin sem menn eru að fara í og annað slíkt. Það sama myndi gilda í þessu,“ sagði Víðir. Aðspurður sagði Víðir að stefnt sé að því kynna litakóðana í þessari viku eða byrjun þeirrar næstu og að kerfið verði tekið í notkun eftir tvær vikur þegar ný auglýsing verður birt í tengslum við samkomutakmarkanir. Hlusta má á viðtalið við Víði í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Litirnir í nýju litakóðakerfi sem taka á upp vegna kórónuveirufaraldursins hér á landi verða grár, gulur, appelsínugulur og rauður. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að ef hann ætti að velja lit fyrir ástandið eins og það er nú myndi hann velja gráan. „Við teljum að við séum að nálgast það sem við getum kallað „nýja normið“. Við erum ekkert í veirufríu samfélagi. Það er eitt og eitt smit og tvö og þrjú og fjögur að koma og við væntanlega stillum þetta þannig að það myndi þá vera grátt. Það myndi þá vera þannig að það eru í gildi ákveðnar reglur, við erum að gæta að persónubundnu smitvörnunum okkar en það er ekki verið að fara að herða reglur eða eitthvað slíkt, það eru ekki líkur á því heldur erum við frekar á leiðinni í það að ástandið verði öruggara. Við erum kannski einhvers staðar á milli grás og guls núna og ef ég ætti að velja þá myndi ég segja grátt,“ sagði Víðir í Reykjavík síðdegis í dag þar sem rætt var við hann um litakóðana. Grátt sé þannig fyrsti liturinn. „Það er bara þetta venjulega ástand og síðan kemur gult, appelsínugult og rautt. Ég held að Veðurstofan hafi einu sinni á átta árum farið á rautt og við reiknum með því að rautt sé þegar við erum komin í einhvern gríðarlegan veldisvöxt í einhverjum faraldri,“ sagði Víðir. Litirnir á milli grás og rauðs, gulur og appelsínugulur, séu þá litirnir þar sem verið sé að grípa til aðgerða. „Það sem við erum að horfa á í því eins og þegar við færum yfir á gult stig þá værum við kannski ekki endilega að breyta þeim sóttvarnaráðstöfunum, þeim reglum sem eru í gildi heldur myndi þetta snúa meira að fyrirtækjum og einstaklingum, að menn gæti sín ennþá frekar. Líkt og þegar menn fá gula viðvörun á veðrinu þá kanna menn betur hvaða leið er best að fara, hvort hún sé nauðsynleg ferðin sem menn eru að fara í og annað slíkt. Það sama myndi gilda í þessu,“ sagði Víðir. Aðspurður sagði Víðir að stefnt sé að því kynna litakóðana í þessari viku eða byrjun þeirrar næstu og að kerfið verði tekið í notkun eftir tvær vikur þegar ný auglýsing verður birt í tengslum við samkomutakmarkanir. Hlusta má á viðtalið við Víði í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira