Besti tíminn fyrir sjóbirting framundan Karl Lúðvíksson skrifar 15. september 2020 09:25 Sjóbirtingur Nú þegar síðustu dagarnir eru að renna sitt skeið í flestum laxveiðiánum mætti reikna með að veiðimenn séu farnir að pakka dótinu sínu saman en svo er aldeilis ekki. Framundan næstu þrjár til fjórar vikurnar er sá veiðitími sem er að margra mati ekkert síður skemmtilegur en það er sá tími sem sjóbirtingsveiðin blómstrar. Við höfum þegar fengið nokkrar fréttir úr Tungufljóti og Tungulæk, sem og Vatnamótum og þeir sem hafa verið við veiðar gert fína veiði. Víða um land eru ár og vatnasvæði sem eru best á haustin og sum af þessum svæðum eru mjög umsetin og erfitt er að fá daga í þeim. Síðan eru nokkur svæði sem auðvelt er að skreppa í og eitt af þeim sem nýtur sífellt meiri vinsælda er Hraun í Ölfusi. Þar er hægt að gera mjög fína veiði á flugu á þessum tíma og leyfin eru ódýr. Við höfum áður greint frá því hvernig sé best að veiða þarna en til að rifja það upp er best að vera tvo til þrjá tíma fyrir háflóð og að liggjandanum. Veiða með sökklínu eða sökkenda og nota til dæmis Bizmo eða Sunray. Ekki vaða útí, þverkastaðu, mendaðu vel og láttu fluguna reka alveg upp að landi því hann tekur oft alveg í fjöruborðinu. Stangveiði Mest lesið Stórurriði sleit sig lausann við Elliðavatn í gærkvöldi Veiði 59 laxar úr Bíldsfelli Veiði Grálúsugir laxar í lok október Veiði Kröftugar göngur í Eystri Rangá Veiði Ellefu milljónir úr Veiðikortasjóði til rjúpnarannsókna Veiði Nýtt veiðihús klárt fyrir næsta sumar í Brynjudalsá Veiði Gæsaveiðin hófst í dag Veiði SVFR leitar að mönnum til nefndarstarfa Veiði Fréttir úr Tungufljóti Veiði Dómsdagsspár um laxveiðina eiga ekki við rök að styðjast Veiði
Nú þegar síðustu dagarnir eru að renna sitt skeið í flestum laxveiðiánum mætti reikna með að veiðimenn séu farnir að pakka dótinu sínu saman en svo er aldeilis ekki. Framundan næstu þrjár til fjórar vikurnar er sá veiðitími sem er að margra mati ekkert síður skemmtilegur en það er sá tími sem sjóbirtingsveiðin blómstrar. Við höfum þegar fengið nokkrar fréttir úr Tungufljóti og Tungulæk, sem og Vatnamótum og þeir sem hafa verið við veiðar gert fína veiði. Víða um land eru ár og vatnasvæði sem eru best á haustin og sum af þessum svæðum eru mjög umsetin og erfitt er að fá daga í þeim. Síðan eru nokkur svæði sem auðvelt er að skreppa í og eitt af þeim sem nýtur sífellt meiri vinsælda er Hraun í Ölfusi. Þar er hægt að gera mjög fína veiði á flugu á þessum tíma og leyfin eru ódýr. Við höfum áður greint frá því hvernig sé best að veiða þarna en til að rifja það upp er best að vera tvo til þrjá tíma fyrir háflóð og að liggjandanum. Veiða með sökklínu eða sökkenda og nota til dæmis Bizmo eða Sunray. Ekki vaða útí, þverkastaðu, mendaðu vel og láttu fluguna reka alveg upp að landi því hann tekur oft alveg í fjöruborðinu.
Stangveiði Mest lesið Stórurriði sleit sig lausann við Elliðavatn í gærkvöldi Veiði 59 laxar úr Bíldsfelli Veiði Grálúsugir laxar í lok október Veiði Kröftugar göngur í Eystri Rangá Veiði Ellefu milljónir úr Veiðikortasjóði til rjúpnarannsókna Veiði Nýtt veiðihús klárt fyrir næsta sumar í Brynjudalsá Veiði Gæsaveiðin hófst í dag Veiði SVFR leitar að mönnum til nefndarstarfa Veiði Fréttir úr Tungufljóti Veiði Dómsdagsspár um laxveiðina eiga ekki við rök að styðjast Veiði