Steindi endaði upp á spítala með nikótíneitrun Stefán Árni Pálsson skrifar 15. september 2020 12:30 Steindi fór um víðan völl í samtali við Sölva. Steinþór Hróar Steinþórsson, eða Steindi Jr, er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar. Steindi, sem er löngu orðinn landsþekktur fyrir grín, söng og margt fleira, segir meðal annars í viðtalinu frá tímabilinu þegar hann lék í Undir Trénu. „Þetta var drulluerfitt, en ógeðslega gaman og ég væri mjög mikið til í að fá að gera þetta aftur. En þetta var líka bara erfiður tími hjá mér. Ég var nýbúinn að eignast barn og var aldrei heima. Það er ógeðslega erfitt af því að manni líður eins og maður sé svo lélegur pabbi. Og ég var akkúrat líka að leika mann í myndinni sem fékk ekki að hitta dóttur sína, á sama tíma og ég sá eiginlega aldrei dóttur mína af því að hún var sofandi þegar ég fór út á morgnana og sofnuð þegar ég kom heim á kvöldin,“ segir Steindi og heldur áfram. Klippa: Steindi endaði upp á spítala með nikótíneitrun „Þetta var bara svolítið þungt allt, af því að ég var líka svo efins um hvort ég væri að gera þetta nógu vel. Ég hef tilhneigingu til að efast um mig og það hrjáir mig stundum. Þetta var líka bara reynsluleysi. Ég kunni ekki að sleppa dögunum þegar þeir voru búnir. Ef Siggi Sigurjóns til dæmis er að leika eitthvað hlutverk, einn af okkar bestu leikurum, þá mætir hann bara á sett, leikur það, fer svo út í bíl og hreinsar það. En ég kunni það ekkert og fékk þetta svolítið á heilann. En mig langar samt mikið að gera þetta aftur af því að þetta var rosalega gaman líka.“ Steindi segir í viðtalinu við Sölva líka frá því hve sólginn hann hefur verið í nikótín á löngum köflum, sem einu sinni endaði með ósköpum. Gerist ekki á hverjum degi „Áður en Vape-ið kom hingað til lands, þá kom félagi minn frá Danmörku með Vape penna til Íslands og sagði við mig að ég mætti reykja þetta alls staðar. Ég var ógeðslega peppaður og fékk að eiga pennann og var með vökva sem voru ógeðslega sterkir, þetta var alveg grjóthart. Ég reykti alls staðar, ég reykti í bíó, heima, í bílnum, ég var alltaf með pennann og að reykja sígarettur líka ofan á þetta. Síðan eftir einhverja þrjá daga, þá fékk ég ógeðslega háan hita og varð grár í framan. Ég var eins og nafnspjald í framan. Ég er ekki að djóka Sölvi, það lak úr mér og það kom í ljós að ég var kominn með nikótín-eitrun. Ég reykti mig í nikótíneitrun. Liðið þarna upp frá [á spítalanum] heyrir ekkert um svona lagað á hverjum degi. Þetta var agalegt.” Í viðtalinu fara Sölvi og Steindi yfir feril þess síðarnefnda, sem hefur oft verið mjög skrautlegur. „Ég gaf út blað sem hét Lókal. Ég og félagi minn Hilmar Gunnarsson, við ákváðum að gera dagblað fyrir unga fólkið í Mosfellsbæ og gáfum allt í allt út tólf tölublöð. En það var nánast ekki stafur í blaðinu sem meikaði sens. Það var fullt af viðtölum í blaðinu, en viðtölin voru aldrei tekin. Það var bara tekin mynd af fólki, bara mynd af einhverjum Mosfellingi, jafnvel bara opnuviðtal, sem viðkomandi tók aldrei þátt í. Það voru bara spurningar og svör og allur pakkinn án þess að umfjöllunarefnið hefði tekið neinn þátt. Mannskapurinn tók misvel í þetta. Þetta var stundum vesen og það var ekki heil brú í þessu blaði. En við gerðum þetta í eitt ár og þetta var rosalega gaman.” Í viðtalinu ræða Steindi og Sölvi um stórmerkilegan feril Steinda, mikilvægi þess að hafa ástríðu fyrir hlutunum, leikstjóradraumana og margt margt fleira. Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Sjá meira
Steinþór Hróar Steinþórsson, eða Steindi Jr, er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar. Steindi, sem er löngu orðinn landsþekktur fyrir grín, söng og margt fleira, segir meðal annars í viðtalinu frá tímabilinu þegar hann lék í Undir Trénu. „Þetta var drulluerfitt, en ógeðslega gaman og ég væri mjög mikið til í að fá að gera þetta aftur. En þetta var líka bara erfiður tími hjá mér. Ég var nýbúinn að eignast barn og var aldrei heima. Það er ógeðslega erfitt af því að manni líður eins og maður sé svo lélegur pabbi. Og ég var akkúrat líka að leika mann í myndinni sem fékk ekki að hitta dóttur sína, á sama tíma og ég sá eiginlega aldrei dóttur mína af því að hún var sofandi þegar ég fór út á morgnana og sofnuð þegar ég kom heim á kvöldin,“ segir Steindi og heldur áfram. Klippa: Steindi endaði upp á spítala með nikótíneitrun „Þetta var bara svolítið þungt allt, af því að ég var líka svo efins um hvort ég væri að gera þetta nógu vel. Ég hef tilhneigingu til að efast um mig og það hrjáir mig stundum. Þetta var líka bara reynsluleysi. Ég kunni ekki að sleppa dögunum þegar þeir voru búnir. Ef Siggi Sigurjóns til dæmis er að leika eitthvað hlutverk, einn af okkar bestu leikurum, þá mætir hann bara á sett, leikur það, fer svo út í bíl og hreinsar það. En ég kunni það ekkert og fékk þetta svolítið á heilann. En mig langar samt mikið að gera þetta aftur af því að þetta var rosalega gaman líka.“ Steindi segir í viðtalinu við Sölva líka frá því hve sólginn hann hefur verið í nikótín á löngum köflum, sem einu sinni endaði með ósköpum. Gerist ekki á hverjum degi „Áður en Vape-ið kom hingað til lands, þá kom félagi minn frá Danmörku með Vape penna til Íslands og sagði við mig að ég mætti reykja þetta alls staðar. Ég var ógeðslega peppaður og fékk að eiga pennann og var með vökva sem voru ógeðslega sterkir, þetta var alveg grjóthart. Ég reykti alls staðar, ég reykti í bíó, heima, í bílnum, ég var alltaf með pennann og að reykja sígarettur líka ofan á þetta. Síðan eftir einhverja þrjá daga, þá fékk ég ógeðslega háan hita og varð grár í framan. Ég var eins og nafnspjald í framan. Ég er ekki að djóka Sölvi, það lak úr mér og það kom í ljós að ég var kominn með nikótín-eitrun. Ég reykti mig í nikótíneitrun. Liðið þarna upp frá [á spítalanum] heyrir ekkert um svona lagað á hverjum degi. Þetta var agalegt.” Í viðtalinu fara Sölvi og Steindi yfir feril þess síðarnefnda, sem hefur oft verið mjög skrautlegur. „Ég gaf út blað sem hét Lókal. Ég og félagi minn Hilmar Gunnarsson, við ákváðum að gera dagblað fyrir unga fólkið í Mosfellsbæ og gáfum allt í allt út tólf tölublöð. En það var nánast ekki stafur í blaðinu sem meikaði sens. Það var fullt af viðtölum í blaðinu, en viðtölin voru aldrei tekin. Það var bara tekin mynd af fólki, bara mynd af einhverjum Mosfellingi, jafnvel bara opnuviðtal, sem viðkomandi tók aldrei þátt í. Það voru bara spurningar og svör og allur pakkinn án þess að umfjöllunarefnið hefði tekið neinn þátt. Mannskapurinn tók misvel í þetta. Þetta var stundum vesen og það var ekki heil brú í þessu blaði. En við gerðum þetta í eitt ár og þetta var rosalega gaman.” Í viðtalinu ræða Steindi og Sölvi um stórmerkilegan feril Steinda, mikilvægi þess að hafa ástríðu fyrir hlutunum, leikstjóradraumana og margt margt fleira.
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Sjá meira