Hreggnasi framlengir samning um Svalbarðsá Karl Lúðvíksson skrifar 15. september 2020 14:19 Þeir eru vænir í Svalbarðsá Mynd: Hreggnasi Svalbarðsá er ein af þessum ám sem á ansi sterkan hóp aðdáenda og þeir sem veiða hana einu sinni dreymir alltaf um að fara í hana aftur. Það er Hreggnasi sem hefur verið með ánna á leigu undanfarin ár og þeir voru að framlengja þann samning. Hér er tilkynning frá félaginu: Nýverið var undirritaður langtíma samningur á milli Veiðifélagsins Hreggnasa annars vegar og Veiðifélags Svalbarðsár hins vegar, um áframhaldandi leigu þess fyrrnefnda að Svalbarðsá. Hreggnasi ehf hefur komið að leigu Svalbarðsár allt frá árinu 2007. Þá reis nýtt veiðihús við ána. Frá árinu 2009 hefur Svalbarðsá verið veidd undir „veiða og sleppa“ fyrirkomulaginu en við það hafa veiðitölur og seiðavísitala vaxið mjög til hins betra". Svalbarðsá er án efa meðal bestu laxveiðáa landsins. Meðalveiði undanfarinna sumra er um 400 laxar, en þar af hefur hlutfall stórlaxa í aflanum verið yfir 60%. Þá hefur meðalveiði á hverja dagsstöng verið með því allra besta sem gerist á landinu. Stangveiði Mest lesið Blanda komin í 3561 lax Veiði Gott framboð af veiðileyfum fyrir sumarið Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Miðfjarðará fer nokkuð örugglega yfir 5.000 laxa Veiði Fimmtungslækkun í Steingrímsfirði Veiði 8408 laxar komnir úr Ytri Rangá Veiði Flott veiði og stórir fiskar í Baugstaðaós Veiði Heildartalan úr Norðurá í gær 27 laxar Veiði "Markaðurinn gæti hrunið til grunna" Veiði Kreistu tvo laxa upp úr Krossá í Bitru Veiði
Svalbarðsá er ein af þessum ám sem á ansi sterkan hóp aðdáenda og þeir sem veiða hana einu sinni dreymir alltaf um að fara í hana aftur. Það er Hreggnasi sem hefur verið með ánna á leigu undanfarin ár og þeir voru að framlengja þann samning. Hér er tilkynning frá félaginu: Nýverið var undirritaður langtíma samningur á milli Veiðifélagsins Hreggnasa annars vegar og Veiðifélags Svalbarðsár hins vegar, um áframhaldandi leigu þess fyrrnefnda að Svalbarðsá. Hreggnasi ehf hefur komið að leigu Svalbarðsár allt frá árinu 2007. Þá reis nýtt veiðihús við ána. Frá árinu 2009 hefur Svalbarðsá verið veidd undir „veiða og sleppa“ fyrirkomulaginu en við það hafa veiðitölur og seiðavísitala vaxið mjög til hins betra". Svalbarðsá er án efa meðal bestu laxveiðáa landsins. Meðalveiði undanfarinna sumra er um 400 laxar, en þar af hefur hlutfall stórlaxa í aflanum verið yfir 60%. Þá hefur meðalveiði á hverja dagsstöng verið með því allra besta sem gerist á landinu.
Stangveiði Mest lesið Blanda komin í 3561 lax Veiði Gott framboð af veiðileyfum fyrir sumarið Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Miðfjarðará fer nokkuð örugglega yfir 5.000 laxa Veiði Fimmtungslækkun í Steingrímsfirði Veiði 8408 laxar komnir úr Ytri Rangá Veiði Flott veiði og stórir fiskar í Baugstaðaós Veiði Heildartalan úr Norðurá í gær 27 laxar Veiði "Markaðurinn gæti hrunið til grunna" Veiði Kreistu tvo laxa upp úr Krossá í Bitru Veiði